Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Síða 9

Fálkinn - 19.10.1956, Síða 9
FÁLKINN 9 augnabli'kinu. Og meira að segja þó að þér hefðuð ekki vörð, bætti hann við með hrifningu í rödd- inni. Skammbyssumennirnir tveir voru leiddir út í handjárnum og lögregluþjónninn ýtti fram stól handa Dave. — Sestu og hvíldu þig svolitla stund, sjúkravagninn kemur von bráðar, sagði hann. — Þú getur verið einn svolitla stund, er það ekki? Dave kinkaði kolli og lögreglu- þjónninn fór. Gamli Solly stóð fyrir innan búðarborðið og fór að raða á bretti með ódýrum hringum á. — Þetta var djarflega af sér vikið drengur minn, sagði hann mjúkur, — og ég er alls ekki van- þakklátur þér. En þú hefir kannske birgt þig upp ... Hann þagnaði og rýndi augunum á hringina, sem lágu fyrir framan hann. Dave varð hugsað til Mary en svo varð honum allt í einu Ijóst hve Solly var nauðalíkur göml- um apa. Ef lögregluþjónninn færi lofsverðum orðum um hann, mundi hann líklega fá kauphækk- un von bráðar. Og sú hækkun yrði meira en nægileg til þess að koma Mary á hælið og láta hana íá þá aðhlynningu, sem hún þyrfti. Svo að hann brosti bara út í ann- að munnvikið og þakkaði forsjón- inni fyrir, að honum hafði verið hlíft við að koma áformi sínu í framkvæmd. — Þér getið látið hinn lögreglu- þjóninn um það, sagði hann. Solly kinkaði kolli. — Það var það sem ég gerði, svaraði hann og horfði hvasst á Dave. — Hvernig haldið þér að hann hefði komist hingað svona fijótt annars? Ég hafði grun um hvað þér ætluðuð yður, undir eins og ég sá yður draga tjaldið frá. Ég er alls ekki mjög heyrn- aralaus, skiljið þér. Það eru mikil verðmæti hérna i búðinni minni, og þess vegna hefi ég þjófaklukku Jeanne litla, barnabarn málarans fræga, Picasso, er byrjuð að mála eins og afinn. Hún kemur á 'hverjum degi í vinnustofu hans, og byrjar að mála. 'Einu sinni spurði Picasso liana hvað hún væri að mála. „Guð,“ svar- aði hún. „'Þú getur ekki málað guð, þú veist ekki hvernig hann lítur út. Enginn veit það?“ — „Þá veit fólk það þegar ég er búin með myndina," sagði sú litla og hélt áfram að mála guð. ítalinn Mario Aspromonti fékk lcúlu í höfuðið fyrir 25 árum, við slysaskot, og læknarnir þorðu ekki að skera til að ná kúlunni. En fyrir nokkru stífl- aðist Mario i'lla í nefi. Loksins gat hann hnerrað og kom kúlan þá þjót- andi út úr annarri nösinni. hérna innan við borðið. Hún er í beinu sambandi við næstu lög- reglustöð. Það var hundaheppni fyrir yður, að þessir glæpamenn skyldu koma hingað. Finnst yður það ekki? Annars mundi fanga- klefinn bíða yðar núna, en ekki kauphækkunin. Og svo glotti hann aftur og lét skína í gulu tennurnar. — Dettur yður í hug, að ég hafi látið blekkjast af treflinum yðar? spurði Solly svo. — Ég þekkti yð- ur aftur undir eins. Haldið þér kannske ekki að ég hafi haft gát á yður síðustu vikurnar? Það var ekki hægt að komast hjá að veita því eftirtekt, hve starsýnt yður varð á búðargluggann minn, þeg- ar þér genguð hérna um götuna. * Sfóvdkin yfirbuguð Antihistamin nær óbrigðult sjóveikismeðal.1 í V $ 3 V' 'ii,' 3 V' % *V»AÐ voru ekki aðeins endur- bætur á vopnum, sem hern- aðarþjóðirnar létu gera í síðustu styrjöld, heldur var lika kapp- samlega unnið að þvi að finna lyf við ýmsum sjúkdómum. Og árangurinn af starfi læknisfræð- inganna kemur öllu mannkyninu að notum. Meðal annars var unnið að þvi að finna meðul gegn sjóveiki, sem þjáði fjölda hermanna, svo að þeir voru alls ekki starfshæf- ir er þeir komu á áfangastaðinn og áttu að fara að berjast. Bandarikjamenn héldu þessari starfsemi áfram eftir stríðið og hafa nýlega birt árangurinn af lilraununum, sem gerðar hafa verið síðan 1950 með 28 mismun- andi sjóveikislyf á alls 17.000 hermönnum, er fluttir hafa verið sjóleiðis yfir Atlantshaf. Af hverj- um tíu þessara hermanna höfðu fjórir verið sjóveikir áður, án lyfja. Eftir inntökurnar lækkaði þessi tala niður í 1 af hverjum 10, og af sumum lyfjunum varð árangurinn enn betri. Best reynd- ust svonefnd antihistín-lyf. Galli er það á þeim að vísu, að þau verka sljóvgandi á suma, en á þessu var ráðin bót með því að gefa inn coffein jafnframt, til að vinna á móti sljóvguninni. Við tilraunirnar kom líka á daginn, að þeir sem halda sig miðskips sleppa best við sjó- veikina. Af þremur 400—500 manna flokkum voru 24% sjó- veikir fram á, 18% miðskipa cn 33% afturskips. Það kom einnig fram að feitir menn þoldu sjó- veikina verr en margir. í fyrstu ferðinni yfir Atlantshaf varð fjórði liver maður sjóveikur, þeirra sem ekki fengu neitt lyf, en af þeim sem höfðu farið yfir hafið áður sjötti hver maður. Fleiri þjóðir hafa gert líkar til- raunir, sem herlæknar hafa stað- ið fyrir, þvi að hernaðaryfirvöld- in telja sjóveikina gera afar mikið ógagn. Leonard Goldberg (lósent við Karolinska Insitutet í Stokkhólmi hefir reynt átta mismunandi lyf á 5—10 þúsund sjóliðum siðustu þrjú árin. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að luttugasta liver manneskja sé of- næm fyrir alls konar liristingi og veltingi, en hjá 30—40% þarf vondan sjó til þess að fótk veik- ist. Veikin stafar af óþægindum, sem skynfæri í eyrnagöngunum verða fyrir, þar sem jafnvægis- miðstöð mannsins er. Þessi óþæg- indi berast með augunum tii hjarta, rnaga og svitakirtla. Blóð- þrýstingur og hjartsláttur breyt- ist, sömuleiðis andardrátturinn, köldum svita slær út um mann og uppköstin byrja. Sumir verða sjóveikir er þeir ferðast í járn- brautarlest, bíl eða flugvél. SÉÐ INN í FYRRI TILVERU. Nýjasta skemmtunin í sam- kvæmum vestanliafs er svonefnd- ur „endurholdgunar-“ eða „dá- leiðslu“-leikur. Upptökin að lion- um á bók, sem heitir „The Search for Bridey Murphy“ og segir hún frá því, sem 33 ára gömul frú, Ruth Simmons sagði i dásvefni frá fyrri tilveru sinni í írlandi fyrir hundrað árum. Dáleiðandi hennar, Morey Berns ein, tók alla frásögn henn- ar á segulband og sauð svo sam- an bókina úr þessu, og hefir hún selst i 170 þúsund eintökum. Og kaflar úr frásögninni hafa verið gefnir út á grannnófónplötum og seldust 30.000 af þeim á nokkr- um dögum. Yfir 40 stórblöð hafa fengið leyfi til að birta endur- minningar frú Simmons sem framhaldssögu og margir hafa boðið fé fyrir að fá að kvik- mynda endurminningarnar. Og nú er gott i ári hjá dáleið- endum því að þeir auglýsa að þeir dáleiði í samkvæmum og láti dáleidda fólkið segja frá fyrri tilverustigum sinum. Borg- unin er 10—15 dollarar um tím- ann. Og finu frúrnar bjóða vinum sínum í „Reincarnation parties". Vikublaðið „Life“ og fleiri stórblöð hafa gert út menn til írlands til þess að skoða slóðir þær, sem frú Bridey Murphy segist hafa lifað á meðan hún hét Ruth Simmons. Sumt af því sem i endurminningunum segir, kem- ur mjög heim við staðhættina, en annað ekki. Væntanlega berst þessi endur- holdgunarfaraldur austur um hafið bráðlega og íslendingar fara sjálfsagt að halda „Reinc- arnation parties", því að þeir liafa töngum verið hneigðir fyrir dularfull fyrirbrigði. V' % 3 % § % 3 NÝR RASTELLI. — ítalski „jönglör- inn“ Nino Rubio er 17 ára og talinn líklegur til að fara fram úr Rastelli, sem er ókrýndur konungur allra „jönglöra“. — Hér sést hann sýna eina af erfiðustu listunum sínum. RYKSOGNAR GÖTUR. — í London er verið að reyna nýja sorphreinsun- arvél á götunum. Hún er knúin afli frá rafgeymi og gerir því engan há- vaða. Burstahjól hirða grófasta ruslið en ryksuga það smæsta. Það er ekki furða þó gamli sorphreinsarinn líti hornauga til keppinautsins. YFIR UMFERÐINNI. — „Skyworker" er þetta tæki kallað, og mikið notað i stórborgum, þegar gera þarf við eitthvað í mikilli hæð. Viðgerðar- niaðurinn er í lítilli körfu og getur fært sig til og frá eftir vild, allt upp í 14 metra hæð, án þess að trufla umferðina.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.