Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Kínvershar tainoor FYRIR nokkrum árum gerði ég mér ferð til Austurlanda, i þeim tilgangi að komast i viðskiptasamband þar. Af öllum þeim borgum sem ég kom í, leist mér einna best á Shanghai. Hún var svo gerólik Reykjavík, sem hugsast gat. Enda henti það mig í Shanghai, sem aldrei hefir hent mig í Reykjavik. Og því ætla ég nú að segja frá. Þetta var í júlí um nónbilið. Ég var á leið heim á gistihúsið eftir að hafa verið á rápi allan daginn. Og hvern hitti ég þá nema Simba af Hverfis- götunni, sem hafði verið i siglingum á skipum ýmissa þjóða síðan hann strauk út af inbrotsþjófnaðinum á Hverfisgötunni forðum. ViS höfðum ekki sést í átta ár. — Hvar hefir þú haldiS þig siSustu árin? spurði ég. — Alls staðar og hvergi. Ég hefi verið að læra tungumál. Það fannst mér eðlilegt. Hann hafði verið duglegur i málum, þegar við vorum saman í skóla, en lélegur i reikningi. — Ég fór i flakk undir eins og ég var búinn í skóla, og síðan hefi ég verið i flestum löndum yeraldar, sagði hann ibygginn. — Kontu þá orðið kínversku núna? spurði ég. — Það gutlar talsvert á mér þar lika. Ég bjarga mér. — Það var gaman. En nú skulum við ekki standa hérna á götunni leng- ur. Við skulum koma inn á einhvern veitingastað og fá okkur að borða og tala saman. Við höfum frá mörgu að segja báðir. Ég stakk upp á, að við skyldum koma heiiri í gistihúsið mitt, en hann var á öðru máli. — Nei, þegar maður er staddur i jafn einkennilegri borg og Shanghai, verður maður að kynna sér það ó- venjulega, en útlendingagistihúsin eru öll eins. Ég þekki dálitinn matstað hérna skammt frá. Þar er ekkert enskt eða amerískt. Þeir skilja ekki einu sinni ensku þar. — Hvernig eigum við þá að koma þjóninum i skilning um, hvaS við viljum fá að borða? — Ha! sagði Simbi hlæjandi. — Heldurðu að óg kunni ekki næga kin- versku til þess? Veitingasalurinn, ef hægt er að kalla hann sal, var i kjallara. Það var satt, sem Simbi hafði sagt, að staðurinn var tvimælalaust sérkennilegur. Jafn sóðalegan stað hefi ég aldrei séð. ViS settumst við eitt borðið og undir eins kom litill •maður, brosandi út undir eyru, til okkar. Simbi pantaði þaS sem viS ætluSum aS fá, nefnilega glóðarsteikta önd, en mér sýndist á þjóninum, að hann skildi ekki hvaS Simbi sagSi. Simbi endurtók þetta hvað eftir annað og loks varð andlitið á þjóninum eitt bros og hann kinkaði kolli. Hann hvarf út í eldhúsiS og það liðu ekki nema tiu minútur þangað til hann kom aftur, með stórt fat rjúkandi, Þetta var ágætur matur, en okkur kom báðum saman um, að það gæti ekki verið önd. — Mér finnst það einna líkast kjúkl- ingi, sagSi Simbi. • Tísftumgifdir * Vitið þér...? Göngukjóll úr gráu flaueli. — Þessi kjóll er dálítið sérkennilegur. Hann er sléttur en hefir það sem kallað er nautabanabelti, gengur það niður á mjaðmir og upp á bolinn. Kjóllinn er hár í hálsinn. Húfan er baska- húfa úr sama efni og kjóllinn. iSkömmu áður en gestirnir áttu að fara að koma til Volbricts-hjónanna í Amsterdam til að halda upp á silfur- brúðkaup þeirra var húsbóndinn fiuttur á sjúkrahús ,iila lialdinn. Hann var meðvitundarlaus og hræðilega út- leikinn. Og það var silfurbrúðurin sem átti sökina. Hún hafSi reiSst svona illa. MaSurinn hennar hafSi, vitaniega i gamni gefiS henni dálitla aukagjöf í tilefni af deginum. — ÞaS var hálsfesti, gerð úr 264 hnöppum af ýmsri stærð, sem frú Volbricht hafði vanrækt að festa a flíkurnar mannsins síns, jafnóðum og þeir duttu af. — Mér finnst það líkara gæs, sagSi ég. — Jæja, viS skulum nú ganga úr skugga um þaS, sagSi Simbi. Hann benti þjóninum aS koma, benti svo á diskinn sinn, baSaSi út höndunum, eins og hann ætlaSi aS reyna aS fljúga, og skrækti: „Kikkilíi kí! Kikkilíi ki!" Þjónninn hristi höfuSiS. „Vovv- vovv!" sagði hann svo. Ég þarf varla að bæta því við, að upp frá þeim degi borðaði ég alltaf miðdegisverðinn einn — á gistihúsinu mínu. * kw.~ ÆTLIÐ ÞER A SKIÐI? — Ef svo er, þá lítið á þessa busseronne og athugið hvort hún er ekki einmitt það sem yður vantar. Þessi sebraröndóttu efni eru mjög í tísku og það er varla hægt að hugsa sér neitt fallegra v.ið hvítan snjóinn. Þetta er gróft efni. Hettan er prjónuð úr svörtu garni. að dýrasta tóbakstegund í heimi vex í Connecticut? Þar er gott loftslag en lika meiri natni við tóbaksræktunina en annars staðar. Til dæmis er tjaldað yfir plönturnar ef von er á misjöfnu veðri. Kostnaðurinn viS þessar ráðstafanir nemur um 550 dollurum á hvern hekt- ara, en hins vegar eru tóbaksblöðin seld fyrir 10 dollara hvert kíló. S/O. 31 að fiska má nota sem kerti? Þetta á þó aSeins við um eina teg- und, nfl. Thaleichthys pacificus, sem lifir i Kyrrahafi, við vesturströnd Norður-Ameriku. Er fiskurinn kall- aður „candlefish" (kertafiskur) á ensku og er afarmikil fita í honum, svo að ef hann er hertur má þræða kveik eftir honum endilöngum og nota hann sem kerti. Indianar og Eskimóar i Alaska nota þetta ljósmeti. Pallegur kjóll frá Dior. — Þetta er svartur kvöldkjóll mjög snotur og að öldurnar í Kyrrahafinu eru ekki jafnlangar og í Atlantshafi? Því lengri leið sem aldan fer án þess aS mæta mótstöSu því lengra verður milli öldukambana. í Norður- Atlantshafi er öldulengdin þrettán- föld hæð öldunnar, en í Suður-Atlants- hafi, þar sem undanfærið er meira er lengdin 19-föld hæðin, en þar fer aldan óhindruð milli Atlantshafs og Kyrrahafs. — Mesta ölduhæð sem mæld hefir verið er 25 metrar. Öld- urnar i Norður-Arlantshafi geta þvi orðiS 325 metra langar en i Kyrra- sléttur. Bolurinn er stuttur og einnig hafi, sunnan heimsálfanna, verða þær ermarnar. 150 mctrum lengri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.