Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Uosalind BrtlU // OL1K5R SVSTUR // Spennandi framhaldssaga . Lesley mundi þegar Virginia kom úr þeirri ferð, og fcvartaði undan að Barcelona væri skelfing leiðinleg. Hún gægðist til Fernando og sá að hann hallaði sér fram til Virginiu og var eintóm eyru. — Já, mér þykir mjög vænt um Barcelona. Komuð þér til Tarragona? Já. Það er dá- samlegur bær. Gamalt og nýtt í fögru sam- ræmi. Höfnin er falleg — finnst yður það ekki líka? — Ég hefði gjarnan viljað vera í Tarragona heilan mánuð, sagði Virginia. LESLEY EB ANGUBVÆR. — Já, það er heil-landi borg, svaraði Fern- ando brosandi. — Heyrið þér, hvenær voruð þér á Spáni? — Fyrir fjórum árum — að vorlagi. —¦ Já, einmitt. Ég var þar líka þá. Virginia hafði orð á því að gaman hefði verið ef hún hefði þekkt einhvern i landinu, hún hafði farið á mis við svo margt. Og Fernando sagðist vona að hún hefði meira gaman af næstu Spánarferðinni. Lesley þótti vænt að Salomon kom inn með teborðið og faðir hennar utan af svölunum. Það varð ekki betur séð en að Fernando hefði verið boðinn í te. Einhverra hluta vegna hafði Virginia ekki minnst á það einu orði — ekki einu sinni við föður sinn. Hún hafði farið í kjól úr þykku hvítu silki og var með græna hálsfesti. Grænu steinarnir voru eins konar áminning um skæru, grænu augun í henni, og bjart hörundið virtist svo viðkvæmt og gagnsætt, undir silkimjúku hárinu. Lesley datt í hug að kannske fyndist Fernando hún vera jafn faileg og fegursta Spánarmær, og ef til vill fannst honum hún enn meira heill- andi fyrir það að hún var Ijóshærð. Lesley drafck úr bollanum og fór svo út í garðinn. Hún var angurvær og eirðarlaus. Hún gekk yfir þveran blettinn og að gamla sítrónutrénu, sem hún og faðir hennar höfðu klippt árið áður og nú var þéttsett nýjum grænum blöðum. Enn einu sinni var hún að hugsa um, að þau hefðu þurft að losna við jörðina áður en það uppgötvaðist að beryllium var í jörðu þar. Nú var ekkert gaman að nostra við garðinn eða hugsa- um húsið leng- ur. Þetta nýja félag mundi kannske slíta öll trén upp með rótum og rífa húsið. Það var sorglegt. Hún sá rifu í limgirðingunni og fór út á veginn. Skammt þaðan var stígur, sem lá heim til Pembertons. Hún gat skroppið þang- að og hitt önnu. Stígurinn lá í hlykkjum milli ungra trjáa og vafningsviðar, sem skyggði fyrir sólina yfir höfðinu á henni. Fiugurnar suðuðu í logninu, og fuglarnir sungu í trjánum. Hún nam staðar til að horfa á fuglshreiður með þremur smáum eggjum. Þetta var vafalaust kanarífuglshreiður — þeir væru jafn algengir þarna eins og grátitlingur í Englandi. — Lesley! Hún hrökk við. Fernando kom á móti henni og gekk hratt. — Ég sá yður þegar ég fór út, og langaði til að fara á eftir yður og spyrja, hvers vegna þér voruð svona þegjandaleg áðan, og hvers vegna þér fóruð út frá okkur? — Var það ekki Virginia, sem þér vilduð tala við? — Ég kom ekki til að tala við neinn sér- stakan. Systir yðar var svo hugulsöm að bjóða mér inn upp á te, þegar ég ók framhjá á leiðinni frá Buenda. Þér munið sjálfsagt að ég átti að vera á fundi þar í dag. — Nei, það vissi ég ekkert um. — Ónei, kannske ekki. Þér voruð svo þreytt þegar við ókum heim í bílnum þarna um nóttina, svo að þér hafið kannske ekki heyrt það. Hann hörfði lengi undrandi á hana og andvarpaði óþolinmóður. — Hvað gengur að yður? Ég hélt að þér væruð greind, en þér viljið ekki trúa neinu misjöfnu um Madison og viljið ekki trúa neinu góðu um nokkurn annan mann. Hann þagði. Svo sagði hann: — Vel á minnst, Neville. Þér ókuð ein með honum þarna um nóttina — var ekki svo? — Jú, það gerði ég. Hún sleit blað af vafn- ingsjurt. — Hann var nærgætinn og hjálp- samur. — Já, vafalaust hefir hann verið það. Það er margt gott í honum. En ef þér verðið ást- fangin af honum verðið þér óhamingjusöm. Ég get ekki bannað yður neitt, en yður sjálfr- ar vegna væri hollast að þér kæmuð ekki í námuna oftar. — Hvað viljið þér að ég geri? Sitja heima og telja á fingrum mér? Nú getum við ekki ræktað tóbak lengur, og það er ekki til neins að hirða um garðinn. — Þér hafið unnið nóg — meira en stúlku er hollt. Þér megið verða fegin að fá að hvíla yður. Röddin varð mildari. — Heyrið þér nú, stúlka mín. Ég veit að yður þykir vænt um þennan stað. Getið þér ekki reynt að líta á þennan verðmæta fund, sem gjöf frá for- sjóninni — til föður yðar? — Þér skiljið ekkert, sagði hún. Hún ætlaði að segja meira, en hann tók fram í: — Það er of heitt til að standa hérna. Hvert ætluðuð þér að fara? — Ég ætlaði að hitta hana önnu. — Hvers vegna farið þér ekki ríðandi? Eða var þetta snöggleg hugdetta, alveg eins og þegar þér farið í námuna? Hann þreif í handiegginn á henni. — Þér segið að ég skilji ekki neitt. Komið þér með mér að bílnum mínum og reynið að koma mér í skilning. Hún vissi að það var árangurslaust að malda í móinn. En hún vissi líka að hún gæti aldrei látið Fernando skilja tilfinningar henn- ar viðvíkjandi peningunum, sem faðir hennar átti að fá, og hvílík vonbrigði henni voru að því að komast að raun um, að Virginia var komin til Afríku eingöngu þeirra vegna. LlFIÐ ER EBFITT. Hún settisí auðsveip við hliðina á honum í bílnum og spurði ekki hvert hann hefði hugs- að sér að aka. Hann beygði inn á veginn til Kalindi, og þegar þau höfðu ekið nokkra kílómetra stöðvaði hann bílinn á vegarbrún- inni og opnaði gluggana báðumegin til að fá loft. Hann bauð henni vindling og kveikti í hjá henni. Svo sneri hann sér að henni og studdi olnboganum á stýrið. — Ég er ekkert nema eyrun, sagði hann glettnilega. — Og ég lofa að reyna að gera mitt ítrasta til að skilja yður. — Það kemur varla að miklu gagni. Þér verðið mér ekki sammála. Og mig langar ekki til að rífast við yður, Fernando ... — Jæja, þetta var betra en ekkert. Ég hafði ailtaf skilið yður svo, að yður langaði ekkert fremur en að komast í hressilegt rifr- ildi við þennan hræðilega verkfræðing, sem gerir ekki annað en að eyðileggja fyrir yður. Kannske ég eigi að tala í staðinn fyrir yður? — Hún kinkaði kolli. — En þótt ég svari engu megið þér ekki skilja þögnina sem sam- þyfcki. — Jæja. Hann blés reyknum út um glugg- ann og sneri sér að henni aftur. — Frá mínu sjónarmiði hafið þér ástæðu til að vera mér þakklát. Þér getið ekki hugsað yður neinn betri stað en í Buenda í Mið-Afríku. Hér er maður alveg hæfiiega hátt yfir sjó og iofts- lagið er þægilegt. Þar sem lægra er eru sí- felldar þokur og raki og smitandi sjúkdómar á hverju strái. Það verður ekki langt þangað til þið getið flutt ykkur inn í eitt nýja húsið í bæjargarðinum, og faðir yðar fær góða stöðu í Amanzi Mineral Ltd. Ég efast ekki um að þér og systir yðar fái góða giftingu í hérað- inu. Hvers vegna eruð þér svona dauf? — Þér lýsið þessu eins og það væri Paradís, sagði hún. — En þér eruð kannske ekki tilbúin að koma í Paradís ennþá? spurði hann. Þegar hún svaraði ekki sagði hann lágt: — Þér er- uð raunamædd, pequena. Hvers vegna? Fyrst datt henni í hug að neita því, en gat henni orðið stoð í því? — Ætli ég jafni mig ekki? sagði hún. — Þér verðið að lofa mér að hjálpa yður. — Yður? Hún horfði beint í augu honum og hröbk við. 1 daufri skímunni í bílnum glitr- uðu augun í honum eins og hart stál. Fern- ando gat verið mildur og sannfærandi og brosið gat eflaust lokkað játningu úr mörgu kvenhjarta. Úr því að hann sýndi henni nærgætni var ekki nema eðlilegt að hún segði honum frá erfiðleikum sínum, en sem betur fór gat hún setið á sér. Hún hristi ösku af vindlingnum út um gluggann og sagði: — Það er faliega boðið af yður, en hér er ekki um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.