Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Nýleg mynd af Montgomery mar- skálki, sem nú er 69 ára. Hann er farinn að verða ellilegur. staður fyrir mig. Mig langaði heim til konunnar minnar. Fyrst nú gaf ég mér tima til að hugsa til hennar. Hvað mundi hún segja þegar ég kæmi til Englands og hvernig mundi henni líða? Ég var á sifelldu rangli um göturn- ar i Cairo. Loks fannst mér ég þekkja borgina eins og brókina mína. Þegar heitast var um miðjan daginn sat ég oftast heima eða sat í skugga í ein- liverjum garðinum niður við Níl, en ég leit lika oft inn i enska klúbbinn i Shepherds Hotel. Einn daginn þegar ég sat þar og var að drekka kaffi, kom allt í einu maður til mín og hrópaði: — Halló James! Eruð þér hérna? Mér þýddi ekki að neita því, ég þekkti manninn, því að liann hafði um eitt skeið verið á launaskrifstof- unni i Leicester. — Ekki hafði mig dreymt um að hitta yður hérna, hélt hann áfram. Hvað eruð þér að gera hérna í Cairo? — Hitt og annað, svaraði ég fálega. — Er nokkuð nýtt að frétta frá London? Hvernig líður þar? — Þér verðið að afsaka mig, sagði ég. — Ég var að koma frá tannlækni og á mjög erfitt með að tala. Loksins losnaði ég við hann og síðan forðaðist ég þá staði, sem hætta var á að ég hitti einhverja sein ég þekkti. Ég forðaðist blátt áfram landa mína, ég taldi mig skyldugan til þess, en nú liðu tvær vikur enn, þangað til ég fékk boð um að ég mætti fara heim. En ekki mætti ég segja nokkurri lifandi sál livar ég hefði verið. Loks kom dagurinn mikli. Terence kom heiin og sagði mér að innrásin í Frakkland væri hafin. Nú hlaut þess- ari leiðinda tilveru minni að vera lokið, hugsaði ég með mér, en enn leið hálfur mánuður þangað til mér var sagt að ég mætti fara heiin, en ég mætti engum segja hvar ég hcfði verið. Ég var fljótur að tryggja mér flug- far. Og ég var sæll maður þegar ég settist inni i flugvélinni, og þótti gott að komast hjá öllum heiðursat'höfnum og kveðjum og blaðaljósmyndurum. Ég ferðaðist sem nafnlaus farþegi og þótti vænt um að vera það. Ég hafði fengið mig fullsaddan á öllum opin- beru tilburðunum. E N D I R . Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 2. nóv. 1956. Alþjóðayfirlit. Vatnsmerkin og föstu merkin eru yfirgnæfandi i álirifum. Tilfinning- arnar koma mjög til greina og verða ráðandi og ráðriki og þvingunarlöng- un kemur í ijós í þvi sambandi. — Tölur dagsins eru: 2 + 1 + 1 + 5 + 6 = 15 = 6. Hyggindaáhrif lítil, en útkoman eða framkvæmdin ætti að vera skárri en efni standa til. — Venus við sólar- mark hins íslenska lýðveldis, hefir rétt farið yfir það. Hún ’hefir allar afstöður góðar og þvi ætti ýmislegt að fara betur en áhorfist. Lundúnir. — Sól og Tungl í 7. húsi. Utanríkismálin mjög á dagskrá og þeim veitt mikil athygli og umræður miklar um þau. — Júpiter ræður 6. húsi. Hefir slæmar afstöður. Verka- menn og þjónar undir athugaverðum áhrifum. Umræður nokkrar gætu kom- ið til greina um aðstöðu þeirra. — Úran i 4. húsi. Bændur og búalið undir slæmum áhrifum, urgur og andúð gegn stjórninni færist í aukana. — Mars í 12. húsi. Betrunarhús og góðgerðar- starfsemi undir slæmum áhrifum og barátta gæti komið til greina út af rekstri þeirra. Berlín. — Nýja tunglið i 6. húsi. Kjörum verkamanna og vinnandi fólks veitt áberandi athygli. En Venus ræð- ur húsi þessu og munu þeir þvi fá kjör sín bætt að einhverju leyti: — Úran í 4. húsi. Urgur meðal bænda og búaliðs og hætt við að stjórnin lendi í örðugleikum vegna þess og lendi i gagnrýni. — Júpíter í 5. húsi. Rekstur leikhúsa og skemmtistaða undir slæmum aðstæðum og fjár- hagskröggur gætu komið til greina. — Satúrn í 7. húsi. Hætt er við að tafir og truflanir eigi sér stað í samning- urn við erlend riki og ágreiningur komi í ljós. — Mars í 10. húsi. Stjórn- in á í baráttu nokkurri og örðugleik- 'um. Eldur gæti komið upp í opinberri góðgerðastofnun. Moskóva. — Nýja tunglið i 5. húsi, ásamt Merkúr, Venusi og Neptún. Leikhús og leiklist og skemmtanalíf undir mjög áberandi álirifum og at- hygli. Kemur þar margt til greina, þvi áhrifin eru margvísleg, fjárhag- urinn ætti að vera góður og aðsókn mikil. — Júpiter í 4. húsi. Vandkvæði meðal bænda og liklegt að samyrkju- búin séu enn á dagskrá. Örðug fyrir ráðendurna. — Úran í 3. húsi. Örðug- leikar í samgöngum og flutningum koma í ljós og stjórnin á í vanda út af því. — Satúrn í 6. húsi. Tafir og örðugleikar lijá verkamönnum, þjón- um og hermönnum. Stjórn þeirra ó- bilgjörn. — Mars í 10. húsi. Ráðend- urnir frekar herskáir i hugsunarhætti og frekir i viðskiptum. Tokyó. — Nýja tunglið í 3. liúsi ásamt Satúrn. Samgöngur, frétta- flutningur, blöð, sími og útvarp undir áberandi athygli. Dugnaður og fram- farir ættu að gera vart við sig í rekstri þessara starfsgreina. — Júpiter i 1. húsi. Afstaða almennings ætti að vera hagfelld og heilsufar gott. — Venus í 2. húsi. Bankastarfsemi og peninga- verslun undir góðum áhrifum og gróði sæmilegur. — Mars i 7. húsi. Örðug- ieikar og barátta i utanrikismálum, jafnframt við Rússa. — Úran i 11. húsi. Urgur í þinginu og árásir á stjórnina. Washington. — Nýja tunglið í 10. húsi. Stjórnin og forsetinn undir á- berandi athugunum, en hann hefir þróttmikla afstöðu frá fjáraflamönn- um og almenningi, en lakari í utan- rikismálunum. Umræður miklar. — Mars í 2. húsi. Fjárhagsmálin undir þróttmiklum áhrifum, en þó gætu átök nokkur átt sér stað innan þeirra. — Úran i 7. húsi. Athugaverð afstaða í utanríkismálum. Undangröftur eða baktjaldamakk gæti komið i ljós. — Venus í 9. húsi. Utanlandssiglingar ganga mjög vel og blómgast. — Júpi- ter í 8. lnisi. Kunnur prestur og and- legur leiðtogi gæti látist, lögfræðing- ur eða visindamaður. ÍSLAND. 7. hús. — Nýja tunglið í húsi þessu, ásamt Merkúr og Neptún. Utanríkis- málin verða mjög á dagskrá og veitt mikil athygli. Undirróður gæti komið til greina og jafnvel bakmakk, sem spillir aðstöðunni. Umræður miklar og harðar. 1. hús. — Venus ræður húsi þessu. Mun aðstaða almennings nokkuð góð og heilsufar ætti að vera sæmilegt. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. Bankar og fjárhagsmál undir athuga- verðum áhrifum og umræður miklar um þau. 3. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. Samgöngur gætu orðið fyrir truflun- um nokkrum vegna veðra, en breyti- legt með köflum. 4. hús. — Tungl ræður húsi þessu. Afstaða bænda nokkuð óákveðin og breytileg og sama gildir um afstöðuna til stjórnarinnar. 5. hús. — Tungl ræður liúsi þessu. Lildegt er að leikhús og leiklist verði ekki undir verulegum athugunum og gangi noltkurn veginn, en áhuginn ekki verulega eftirtektarverður. Líklegt að fjárhagsafkoman fljóti, án verulegs halla. 6. hús. — Úran ræður húsi þessu. Hætt er við undirróðri meðal verka- manna og taugasjúkdómar gætu færst í aukana. 8. hús. — Júpitér ræður húsi þessu. Rikið gæti hlotið gjöf eða arf jafn- vel þó að Júpíter sé ekki vel settur. 9. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. Utanlandssiglingar ættu að ganga sæmilega og utanrikisverslun undir sæmilegum áhrifum, þó að Júpíter hafi ekki góðar afstöður. 10. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. Jafnvel þó að hann hafi góðar afstöð- ur, þá er þó líklegt að tafir hafi trufl- and iáhrif á aðgerðir stjórnarinnar vegna aðgerða andstöðuafla hennar. 11. hús. — Áframhaldandi tafir verða í þinginu á gang þingmála til þess að gera stjórninni örðugt um vik. 12. hús. — Engin pláneta er sterk í húsi þessu og þvi niunu áhrif þess ekki áberandi. Ritað 18. október 1956. Beateno Berilli hefir verið kosinn „Mr. Ingorante 1956“ af „Klúbb hinna fávísu“. Hann hefir aldrei komið í nokkurn skóla, þangað til i fyrra að hann settist í 6. bekk í barnaskólan- um. — Berilli er 85 ára. Drekkið^ COLA Spur) DHyfCK RÍKASTI DÁTI í HEIMI. — Líklega eru þeir ekki margir hermennirnir, sem geta státað af því að eiga tvær milljónir dollara í banka. En það get- ur þessi ungi maður, sem gengur á liðsforingjaskólann í Sandhurst í Eng- Iandi. Það er Nukarram Jah prins, sonur ízamsins af Hyderabad. Þó að prinsinn hafi sinn eiginn her heima í frumskógaríki föður síns verður hann sjálfur að fægja hnappana á her- klæðunum sínum eins og allir aðrir nemendur í Sandhurst. KLAKA-GOSBRUNNUR. — Myndin er frá Torino og ber ljósan vott um frosthörkurnar, sem verið hafa í Ítalíu s. 1. vetur. Gosbrunnarnir frusu. GAMALL HERMAÐUR. — Bernhard drottningarmaður hefir nýverið opn- að hergagnasafn í Leyden í Hollandi. Þar gefst tækifæri til að sjá breyting- arnar sem orðið hafa síðan maður barðist gegn manni til gereyðingar- vopna vorra tíma.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.