Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Alexander prins á jólunum 1954, er hann hefir sameinað foreldrana sína. báðar til Sviss og sækja Alexander. Hann átti að halda jólin með okkur í París. Ég var róleg og í andlegu jafnvægi um þessar mundir. Eg hafði þroskast við sjálfsmorðstilraunina. Mér fannst tómlegt að lifa þessu lífi, en ég sætti mig við það. Og umfram allt langaði mig til að sjá drenginn minn. Ég var svo önnum kafin við að koma öllu i lag í húsinu að ég gleymdi áliyggjum mínum. En þremur dögum áður en ég ætlaði að sækja Alexander lcom skeyti frá skólanum um að Pétur liefði tekið drenginn og farið með hann til London. Einhvern veginn tókst mér að þreyja af jólin ein i húsinu sem ég hafði skreytt svo vandlega. í janúar 1954 var leigumálinn útrunninn og þá flutti ég í gistihús aftur. 'Þegar sumraði fór Pétur aftur með drenginn til Englands. En eftir nokkra daga símaði liann til min i öngum sinum. Hann — Pétur — hafði fengið mislinga, og varð að vera einangraður. Hann sagðist ætla að senda drenginn með flugvél til Milano og bað mig um að taka á móti lionum þar. Alexander var þreyttur eftir ferð- ina og daufur og hryggur. Honum þótti vænt um að fá að vera hjá mér, en likaði ekki að faðir hans hefði orð- ið eftir i Englandi. — Hvers vegna getur pabbi ekki komið til Venezia? Hvers vegna getur hann ekki verið með okkur þegar ég þarf ekki að vera i skólanum. Hvers vegna getum við ekki farið til pabba? Hvers vegna ertu svona raunaleg, mamma? Spurningunum rigndi yfir mig. Einn daginn greip hann fram í þegar ég var að reyna að gefa honum skýringar: — Strákarnir í skólanum segja, að þú og pabbi ætlið að skilja. Hann tók andköf og hélt höndunum fyrir andlitið. — Ég vil ekki að þið skiljið. Allir hinir drengirnir eiga mömmur og pabba sem þeir geta verið hjá. Hvers vegna má ég ekki eiga það líka? Ég reyndi að inigga hann. Eg út- skýrði fyrir lionum að faðir hans og ég ætluðum ekki að skilja, og að kannske mundum við verða saman síðar, öll þrjú. — En þó að ekki verði úr því, verður þú að muna að okkur þykir báðum vænt um þig, sagði ég. Alexander hlustaði alvarlegur. Þeg- ar liann átti að fara aftur til Sviss i skólann, sagði hann: — Mig langar elcki til að fara i skólann aftur. Ég vil lieldur vera hérna hjá þér. — Bráðum koma jólin, sagði ég. — Og þá getum við orðið saman aftur. — Og pabbi líka? spurði hann. Maður vill helst lofa barni hverju sem er til þess að létta þvi fyrstu dagana i skólanum. — Já, Alexander, sagði ég. — Pabbi líka. En þegar Alexander var farinn þyngdi mér aftur á sálinni. Og ég hafði vondan liósta og læknarnir ráð- lögðu mér þurrara loftslag. Mamma sendi mig til Róm, en þar átti ég ættingja — Aleco Matsos og Helenu konu hans. Ég stend i þakkarskuld við þau — og marga alúðlega Jugoslava sem ég liitti i Róm — fyrir tvo bestu mán- uðina sem ég liefi lifað. Aleco og Hetena sýndu mér mikla alúð og nærgætni. En þeim tókst líka að koma fyrir mig vitinu, og ræddu vandamál mín skynsamlegar en nokk- ur hafði gert áður. — Hvers vegna reynir þú ekki að láta þér þykja vænt um annað fólk? spurði Helena. Þú mátt ekki vera svona hrædd við allt og alla. Þú ert hrædd vegna þess að þú hefir alltaf þurft á stuðningi annarra að halda — hvort það voru peningar, sæla eða félagsskapur, sem um var að ræða. Og það er móðir þín og maðurinn þinn, sem hafa veitt þér þetta. En þú ert á villigötum. Þú getur orðið þér úti um allt þetta sjálf. 1 tvö ár liafði ég hopað milli vonar og örvæntingar. Eina leiðin til að geta lialdið áfram tilverunni var sú, að vænta einskis af henni — annars cn þess sem maður gat aflað sér sjálf. Og nú sá ég að ef ég héldi áfram að grátbæna Pétur um að koma til inín aftur, var það einungis til þess að fjarlægja hann mér. JÓLAGJÖF ALEXANDERS. Ég hitti mömmu i Sviss i desember, við vorum að sækja Alexander. Skól- inn var vanur að flytja um set í jóla- leyfinu, svo að nemendurnir fengju tækifæri til að ganga á skíðum. Dreng- irnir voru á vegum skólans áfram, en foreldrar þeirra dvöldu á gistihús- unum í kring. Á aðfangadagskvöldið hafði skóla- stýran boðið tvö hundruð gestum — foreldrum — í miðdegisverð i skól- anum. Það verður leiðinlegt fyrir Alex- ander, hugsaði ég með mér. Allir hin- ir drengirnir voru glaðir og gáska- fullir, og Alexander sagði: — Bæði mömmurnar og pabbarnir þeirra koma. Ég horfði á liann kvíðafuR, en hann virtist áhyggjulaus og glaður eins og hinir. Það lá ljómandi vel á honum. Ég hugsaði með mér, að það væri jólagleðin, sem hefði komið hon- um til að gleyma, en svo tók ég eftir að hann sagði: — Þú veist vist, mamrna, að hérna fá engir jólagjafir fyrr en á jóladagsmorgun — veistu það. Og þess vegna fáum við ekki okkar gjafir fyrr en ú morgun. — Já, ertu að reyna að gera mig forvitna, sagði ég og liló. Hann langaði auðsjáanlega mikið til að mega leysa frá skjóðunni. Hann varð blóðrauður af áreynslu við að halda niðri í sér lilátrinum, og ein- hverju ö.ðru — sem ég gat ekki skil- greint. — Viltu ekki segja mér það, sagði ég. En hann stillti sig. Ég braut lieilann um hvað þetta gæti verið, sein hann bjó yfir. Pétur liafði kannske lofað honurn einhverju sérslaklega merkilegu i jólagjöf. En Alexander liafði sagt að „við“ ættum að fá jólagjafir. Hafði Pétur sent hon- um eitthvað til að gefa mér? Nú var mér sagt að sími væri til mín frá París. Það var málaflutnings- maðurinn minn. Ég varð lirædd þegar ég heyrði röddina hans. Var hann að liringja til að segja mér að Pétur heimtaði að hafa Alexander hjá sér um jólin? En málaflutningsmaðurinn — sem venjulega var mjög hægur maður — virtist æstur er hann spurði: — Yðar liátign, liafði þér frétt nokkuð af mánninum yðar nýlega? — Nei, nei, kallaði ég i simann — Hvað er að? — Það er alls ekkert að, yðar hátign. Gleðileg jól! Hann sleit sambandinu. Ég bað simastúlkuna um að útvega mér sam band til Parísar aftur. Ég var dauð- hrædd. — Þér megið ekki slíta? æpti ég í símann til málaflutningsmannsins. — Segið mér hvað er að. — Segið mér það! Hann vildi ekkert segja. Hann sagði aðeins. — Þér lifið skemmtileg jól núna, yðar hátign. Ég er viss um það. Ætli þér fréttið ekki af manninum yðar. Ekki núna aftur — ekki enn einu sinn, bað ég i hljóði. Ekki vonir og ný vonbrigði. Ekki núna á jólunum! Ég liljóp til að ná í mömmu. Hún reyndi að lægja taugaæsinginn i mér. En ég var eirðarlaus og óróleg. Loks rann jóladagurinn upp. Mundi ég fú aftur það eina, sem ég þráði í veröldinni — hjónabandið mitt. Láttu símann hringja — láttu berja á dyrnar, bað ég með sjálfri mér. Klukkan varð níu — tíu — ellefu. Ég mundi hjátrúna mína. Ef þú þværð þér hárið hringir síminn einmitt þeg- ar þér er ómögulegt að svara i liann. Ég þvoði mér hárið. Siminn þagði. Ef ég fer í bað þá hringir síminn ... Ég fór í bað! Og ég lá í baðinu þegar síminn hringdi. Ég fór upp úr kerinu, rennandi vot til að svara. — Halló! Halló! stamaði ég. Svo heyrði ég rödd Péturs í sím- anum. Ég spurði með öndina í háls- inum: — Hvar ertu? — Hérna i þorpinu, svaraði hann. — Og ég kemst ekki úr sporunum, snjóplógurinn ók á bílinn minn og skemmdi liann. Geturðu náð i sleða? — Ég meina, geturðu útvegað sleða til að senda til min. — Ég meina ... Sandra — má ég koma? — Já — já — já! sagði ég. — Bíddu eftir mér. Farðu ekki frá mér aftur. Ég mölvaði tannburstaglasið og missti talkúm niður á gólfið. Eg fann enga spjörina, sem ég ætlaði að fara í. Hendurnar skulfu eins og ég hefði krampa. Ég var komin i skiðafötin mín þegar ég mundi að ég hafði gleymt að þurrka á mér hárið. Ég náði mér í prjónahúfu vöðlaði hárinu undir hana og hljóp niður til að ná í sleða. Ég hitti Pétur fyrir utan greiða- söluna i þorpinu. Hann lyfti mér upp úr sleðanum. Þegar hann sleppti mér — ég veit ekki hvað mörgum minútum seinna — bröltum við inn i sleðann aftur. — Til Winterpalazt! sagði ég við sleðamanninn. — Nei, í skólann. sagði Pétur. — Alexander vissi þetta, sagði ég er Pétur tók utan um mig. Pétur kinkaði kolli og tók upp um- slag, sem liann rétti mér. Fingur mínir titruðu er ég opnaði hréáfið. Það var þrjár línur, og rit- höndin var Alexanders: Góði pabbi, viltu gera svo vel að koma hingað um jólin. Okkur mömmu langar svo skelfing mik- ið til að sjá þig. Bestu hjartans kveðjur. Alexander. — Ég skrifaði honum og sagði hon- um að ég kæmi, sagði Pétur er við beygðum inn á skólatorgið. Og nú kom strákur lilaupandi niður þrepin og faðmaði okkur að sér. Nú var Bia- Frnmhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.