Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.10.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN BRÉFIÐ Svikni makinn ákærir konuna sína. Alvarlegu reiknings- skilin. Ásakanir, afneitanir, sannanir. Tár, grátbænir, gagnsakir. Davíð las handritið sitt í þriðja sinn og hristi höfuðið. Hann var ekki ánægður með hvernig eigin- konan brást við. Honum fannst hljómurinn í því sem hún sagði falskur og hjáróma hér og hvar. Eða var það ekki annað en ímynd- un? Ef hann spyrði konu, mundi hún vafalaust geta sagt honum hvort þetta væri rétt eða gæti staðist. Hvers vegna ekki að spyrja Elizabeth? Hann kinkaði kolli hugsandi. Þetta var heillaráð. I rauninni höf ðu þau Elizabeth og 'hann orðið sammála um, þegar þau giftust fyrir sjö árum, að hún ætti að hjálpa honum með það sem hann skrifaði, og skera úr öllu sem varðaði sálarlíf konimnar. En hvernig nú sem á því stóð, hafði þetta samkomulag steingleymst. Davíð tók saman pappírsark- irnar og sneri lyklinum í stofu- hurðinni hjá sér. Það var orðin ströng regla á heimilinu, að eng- inn mátti trufla hann fyrr en teið var drukkið síðdegis. Hann mætti stúlkunni frammi í forstofunni. Hún svaraði spurningu hans og sagði: ,,Ég held að frúin sé uppi í her- berginu sínu.“ Hann gekk upp stigann og fóta- tak hans heyrðist ekki, því að hann var á mjúkum inniskóm, og inn eftir mjúkum dreglinum á ganginum. Og það heyrðist ekki til hans heldur þegar hann tók i iásinn. Hann opnaði dyrnar í hálfa gátt og gægðist inn. Elizabeth stóð við spegilinn yfir snyrtiborðinu. Þegar dyrnar opn- uðust leit hún snöggt upp og augu þeirra mættust í speglinum — og nú virtist veröld Davíðs allt í einu hrynja í rúst. Því að hann sá skelf- inguna í augum hennar, hann sá hana stinga bréfinu í flaustri of- an í efstu skúffuna í snyrtiborð- inu — og hann tók eftir að hún ýtti skúfunni inn um leið og hún sneri sér að honum. Þetta var honum meira en nóg. Hann var tilfinninganæmur og fljótur að leggja saman tvo og tvo. Honum skildist allt í einu að hann hafði fengið upp í hendumar tækifæri til að athuga með eigin augum hvernig ótrú eiginkona brást við. Og hann hafði meira að segja sagt sjálfum sér nafnið á elskhuga hennar. Vitanlega var það Lionel — þessi töfrandi, ungi maður, sem lengi undanfarið hafði stráð peningunum kringum sig, þó að hann hefði enga at- vinnu. Davíð hafði brotið heilann um það oftar en einu sinni, hver mundi eiga peningana, sem Lionel eyddi? Herra minn trúr ... mikið flón hafði hann verið! Blint og trúgjarnt fífl! „Nei, ert það þú? Það lá við að ég yrði hrædd, þegar þú lædd- ist svona að mér án þess að ég vissi!“ Elizabeth var of innileg í málrómnum, og hún brosti að- eins með munninum. Davíð tók vel eftir því, eins og æfður kvik- myndaleikst j óri. „Mér þykir leitt ef ég hefi gert þig hrædda, Elizabeth. Ég kom aðeins til að fá ráð hjá þér við- víkjandi þessu.“ Hann veifaði blöðunum, sem hann hafði í hend- inni, um leið og hann gekk inn gólfið, og þó að hann sviði í hjartaræturnar var röddin eðli- leg að kalla. Það varð lesið úr augum Elizabethar að henni létti. „Það er orðið langt síðan þú hefir spurt um álit mitt á því sem þú skrifar," sagði hún. „Hvað er það sem þú ert í vafa um?“ Hann færði stól nær stólnum hennar og settist. „Það er þessi venjulegur þrí- hyrningur," byrjaði hann og gaf henni nánar gætur meðan hann var að tala. „Það er þetta venju- lega dramatiska atriði, er svikni eiginmaðurinn heldur dómsdag yfir konunni sinni.“ Hún horfði á hann áfram, án þess að depla augunum. „Ég er ekki vel ánægð- ur með lýsinguna mína á þessu,“ hélt Davíð áfram, „eða réttara sagt hvernig konan bregst við ásökunum mannsins, og mig lang ar til að heyra skoðun þína á, hvernig hún eigi að bregðast við.“ Finnst þér þetta ekta eða ekki, eins og ég lýsi því? Hugsaðu þér — ef þú getur — að þú sért í sömu kringumstæðum og hún. Heldurðu að þú getir það?“ „Ég skal reyna það.“ Vara- burðurinn var óeðliiegur er hún sagði þetta. „Ég ætti kannske að nefna,“ bætti Davíð við, og breytti með vilja söguþræðinum þannig, að hana félli betur saman við aðstæð- urnar, sem voru fyrir hendi, „að elskhugi konunnar er ungur og glæsilegur maður, og að hún hef- ir gefið honum peninga — pen- inga frá manninum sínum.“ Elizabeth kinkaði kolli. Andlitið á henni var óráðanleg gáta, og ekki var hægt að lesa neina geðs- hræringu úr því. Annað hvort var það vottur þess að hún hafði ó- viðjafnanlega góða stjórn á sjálf- um sér, eða ... Gat það verið hugsanlegt að hún væri saklaus? Davíð gat ekki gleymt augunum í henni þegar augu hans mættu þeim í speglin- um. Hann mundi hve hún var „Nei — ert það þú. Það lá við að ég yrði hrædd þegar þú læddist svona að mér án þess að ég vissi ...“ fljót og skömmustuleg þegar hún var að fela bréfið ... Nei, honum skjátlaðist ekki — og maðurinn var Lionel — enginn annar en Lionel! Davíð tók efsta blaðið af hand- ritinu og fór að lesa það upphátt. Hann bætti hér og hvar við setn- ingum, sem ekki stóðu í handrit- inu, en sem hann ætlaðist til að Elizabeth kveinkaði sér undan. Og við hverja af þeim setningum leit hann upp og horfði á hana. En ekkert af því sem hann las virtist hafa nokkur áhrif á Elizabeth. Hún sat þarna, róleg og ópersónu- leg, með ofurlitla hrukku milli augnanna, og beitti huga sínum og eftirtekt að upplestrinum hans. Allt í einu stóðst Davíð ekki mátið iengur. Hann fleygði handritinu frá sér, spratt upp og hrópaði: „Þú varst að lesa bréf þegar ég kom inn!“ Augasteinarnir i henni stækk- uðu og sperringur virtist koma í allan líkamann. „Bré ... bréf?“ stamaði hún. „Já, bréf sem þér virtist um- hugað um að fela fyrir mér? Frá hverjum var það?“ Elizabeth brosti svo einkenni- lega að hann sárlangaði til að reka henni löðrung. En hann stillti sig. „Var það bréf frá elskhuganum þínum?“ spurði hann. Röddin var hás. Hún hafði fölnað. Þagði um stund. En svo sagði hún hægt og fastmælt: „Já, það var bréf — frá manninum, sem ég elská.“ Þetta rólega svar var eins og eitur ofan í sár. Hann hafði vonað þangað til í lengstu lög, að grun- ur hans væri ekki á rökum byggð- ur. En nú, er hann hafði fengið að vita sannleikann, brast röddin. „Ég ... ég hefi alltaf haldið, fram að þessari stundu, að þú værir hamingjusöm í hjónaband- inu, Elizabeth." Elizabeth yppti öxlum. Það var annarlegur svipur á andliti henn- ar, sem hann ekki skildi. „Þú hefir gefið mér öll hugsan- leg þessa heims gæði, Davíð,“ svaraði hún rólega. „En ég er ein af þeim konum, sem ekki geta lifað án ástar. Og ást þína hefi ég misst fyrir löngu. Þú hefir árum saman verið .. . fjarlægur, ekkert hugsað um annað en þitt eigið starf — ekki hirt um neitt annað.“ Davíð starði á hana. Var þetta satt? Gat þetta verið satt? Hann andvarpaði þungan og hann fann núna, að þetta sem hún sagði var satt að nokkru leyti. Jú, hann hafði áreiðanlega forsómað hana. Hann hafði leyft sér að einangra sig um of við starf sitt ... Já, hann hafði verið flón ... fífl. Og að vissu leyti átti hann meira en skilið það, sem' nú hafði dunið yfir hann. En sú játning gerði honum ekki auðveldara að bera þetta mótlæti. Og að einu leyti hafði Elizabeth hann fyrir rangri sök. Hann hafði aldrei hætt að elska hana. Hann elskaði hana enn — þrátt fyrir allt! „En hvað viltu þá að ég geri?“ spurði hann með beiskju. „Gefa þér frelsið aftur?“ — Nú sá hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.