Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Síða 3

Fálkinn - 02.11.1956, Síða 3
FÁLKINN 3 P. Petersen (Jomld Hinn 10. október 1906 birtist svo- felkl auglýsing í ísafold: „Reykjavíkur Bíógraftheater byrj- ar í þessum mánuði í Breiðfjörðs- húsi sýningar sinar á lifandi myndum. Nýtt prógramm hverja viku. Sýning á hverju kveldi. Illjóðfærasláttur og raflýsing. Úr prógrömmunum má nefna: Hs. hátign Friðrik 8. tekur við konungdómi. Alþingismenn i Khöfn og margt annað. Aths. sýningarskálinn vcrður byggður til batnaðar.“ Ekki varð þó úr að Reykjavíkur Biograftheater hæfi sýningar fyrr en 2. nóvember, og eru þvi í dag liðin 50 ár frá þvi að Gamla Bíó, eins og það síðar nefndist, hóf starfsemi sína. Slofandi þess og eigandi fyrstu 7 árin var danskur stórkaupmaður, Fr. Warburg að nafni, en stjórnendur þess fyrsta árið voru Albert Lind og P. Petersen. Albert Lind fluttist héðan árið eftir að sýningar hófust, en P. Petersen, sem flestir Reykvikingar Bíó árn Hafliði Halldórsson Hilmar Garðarsson kannast við undir nafninu Bíó-Peter- sen, starfaði við kvikmyndahúsið frá stofnun þess og var eigandi þess frá árinu 1913 til 1939, er hann seldi það núverandi eigendum Gamla Bíó h.f. Það er athyglisvert að aðeins 11 árum eftir að fyrst var farið að sýna lcvikmyndir (í París og Berlín 1895) var risið upp kvikmyndahús i Reykja- vík, ekki veglegri en hún var 1906. Á fyrstu árum kvikmyndanna töldu flestir þessa nýjung eiga litla framtíð fyrir sér og að fólk yrði fljótt leitt á þessu. En það fór hér eins og annars staðar, að kvikmyndasýningar urðu brátt vinsælustu skemmtanir almenn- ings, og það liafa þær haldist í þessi 50 ár, enda aðsókn að kvikmyndasýn- ingum stöðugt aukist, og óhætt mun að fullyrða að þær séu í dag orðinn snar þáttur i lífi menningarþjóða, og kvikmyndirnar hafa nú þróast upp í það að verða sjálfstæð listgrein. Bió-Petersen sá fljótt fram á það að húsnæðið í „Fjalakettinum" við Bröttugötu yrði eigi til frambúðar og árið 1925 hóf liann byggingu nýs Myndirnar hér að ofan eru af fyrsta eiganda Gamla Bíós, P. Peter- sen, og núverandi fram- kvæmdastjórum, Hafliða Halldórssyni og Hilmari Garðarssyni. kvikmyndahúss við Ingólfsstræti, og tók Gamla Bíó þar til starfa 2. ágúst 1927. Einar Erlendsson teiknaði húsið í samráði við Petersen. Var þar ekkert tiJ sparað að gera húsið eins vandað og vistlegt og tök voru á. Ýmsum nýj- ungum var þar komið fyrir er talið var að mundi auka þægindi og bæta þiónustu við kvikmyndahúsgesti. Eigendur Gama Bió hafa ætið reynt að fylgjast með nýjungum á sviði kvikmyndatækninnar, og árið 1930, 1. september, var fyrsta talmyndin sýnd í Gamla Bíó. Siðan liafa marg- vislegar breytingar orðið á tækniþró- un kvikmyndanna. Nýjar sýningar- vélar af fullkomnustu gerð frá Philips-verksmiðjunum voru keyptar árið. 1948 og WIDE-SCREEN eða breiðtjald árið 1953. Á 50 ára afmæl- isdaginn hefjast svo sýningar á CINEMASCOPE-myndum, en cinema- scope er fullkomnasta töku- og sýri- ingaraðferð sem þekkist i dag og náð hefir almennri útbreiðslu. í tilefni af 50 ára starfsafmæli Gamla Biós hefir stjórn þess ákveðið að allur aðgangseyrir að sýningum á afmælisdaginn skuli renna til starf- semi Blindravinafélags íslands. * Skógræktaríélag Reykjavíkur 10 ára Skógræktarfélag Reykjavíkur var stofnað 24. októ- ber 1946, og átti þvi nýlega 10 ára afmæli. í tilefni þess hefir stjórn félagsins gefið út afmælisrit, þar sem saga félagsins er skráð. Meginverkefni félagsins þennan fyrsta áratug hefir vcrið tvíþætt — uppeldi trjáplantna í Fossvogsstöð- inni og skógrækt í Heiðmörk. Er þetta orðið mjög umfangsmikið verkefni, sem hefir vaxið með hverju ári sem líður. Á fyrsta starfsári félagsins var sáð i 55 fermetra i skógræktarstöðinni i Fossvogi, en á þessu ári í 1010 fermetra. Árið 1948 var dreifsettar 25 þús. trjáplöntur, en yfir 340 þús. á þessu ári. Nú eru auk þess af- hentar úr stöðinni allt að 150 þús. plöntur árlega. Skógræktarfélag Reykjavíkur telur nú um 1600 félaga. í stjórn þess eiga sæti eftirtaldir menn. Guð- mundur Marteinsson, Ilelgi Tómasson, Ingólfur Daviðsson, Jón Loftsson og Sveinbjörn Jónsson. ★ Stjórn Skógræktarfélags lteykjavíkur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.