Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Page 4

Fálkinn - 02.11.1956, Page 4
4 FÁLKINN Umbertð uppgjafakonungur lifir góðu lífi í Portúgal og saknar einskis. Umberto, síðasti konungur ítaliu, sat stutt í hásætinu. Fyrst var faðir hans rekinn og Umberto fékk völd, meðan þingið var að samþykkja að Ítalía skyldi verða lýðveldi. Nú lifir Umberto í allsnægtum í Portúgal, því að nóga á hann peningana. MBERTO, sem bar konungsnafn í Ítalíu í nokkrar vikur, hefir lent í Portúgal eins og fleiri útlægir þjóðhöfðingjar. Hann er orðinn 52 ára og unir sér vel í útlegðinni, enda hefir iiann nóg fyrir sig að leggjá, svo að hann hefir ekki þurft að lenda i braski til að liafa ofan af fyrir sér eins og útlagarnir frá Balkan. Því að Victur Emmanuel, faðir lians, átti stórfé í bönkum eriendis. — Fyrir nokkru náði útlendur blaðamaður tali af Umberto og segir hann hér frá daglegu lifi konungsins. — Allt var á ringulreið þegar ég missti ríkið, segir Uniberto dapur við blaðamanninn. Ég átti ekki í mörg hús að venda er ég fór úr landi. Það varð úr að ég fór til Portúgal. Til allrar hamingju, þvi að hér er töfr- andi land og vingjarnlegt fólk. Svo tekur konungurinn mállivíld og kveikir sér í vindlingi, en ég nota tækifærið til að líta kringum mig á meðan. Ilúsgögnin eru notaleg, klædd. ljósu damaski, skrautlegir kilir blasa við í bókaskápnum og skraut- legur arininn er lokkandi að sitja við á köldu vetrarkvöldi. Það er ekki hlaupið að þvi að ná tali af konunginum. Konunglegt fólk veitir aldrei viðtöl, og Umberto telur sig konung og heldur því fram að hann hafi aldrei sagt af sér. Hann hefir lýst yfir því að lýðveldið ítalia sé lögleysa. Hann hefir hirð um sig eins og í Róm og vill láta ávarpa sig „Yðar hátign!“ Ég bað því um álieyrn en ekki við- tal. Fór til hirðmarskálksins, II Marchese Graziani, glaðklakkalegs ná- unga, sem var nýlokinn við að nudda stýrurnar úr augunum eftir miðdegis- blundinn. Það var ekki um að villast að ‘hann var konunglega sinnaður — þrjár stórar myndir af Umberto blasa við í litlu stofunni hans. „Jæja, svo yður langar til að hitta konunginn? Hveir veit nema það tak- ist.“ Og daginn eftir komu skilaboð um, að Umberto konungur gæti talað við mig eftir klukkan hálfellefu. Húsið hans lieitir Villa Italia og stendur í fiskiþorpinu Cascais, nokkrar mílur fyrir utan Lissabon. Það er með rjómagulu tígulþaki og dökkblá clematisblóm sjást í þéttum skúfum yfir múrvegginn kringum garðinn. Ef lil vill er þetta full við- liafnarlítill bústaður handa manni, sein hefir vanist skrautsölunum í Kvirinalinu í Róm, og fyrir jafn rikan mann og Umberto er. En það er sagt að hann gefi mikið fé til liknarstarf- semi í kyrrþei, í stað þess að nota það til eigin þarfa. Hvítklæddur italskur þjónn, sem lítur út eins og greifi — að minnsta kosti — opnar hliðið og ég er beðin ■um að skrifa nafn mitt í gestabókina. Svo er ég leidd inn í næstu stofu, og þar situr aðjútant konungsins. Þetta er smekkleg stofa: gullofin glugga- t.iöld og stólaáklæði, kínverskt postu- lin og persneskir dúkar. Á veggjun- um hanga myndir af ættfólki kon- ungs. Aðjútantinn brýnir fyrir mér að ég megi ekki skoða þetta sem viðtal, þó að konungurinn vilji tala við mig. Hann biður mig um að forðast að tala um stjórnmál og spyr að lokum hvaða mál ég vilji helst tala. Konungurinn talar ýmsar tungur og ég kýs ensku. Og svo eru dyrnar opnaðar að saln- um konungsins. Hann lítur einkar vel út og brosir alúðlega. Hann er í Ijósgráum fötum og jakkinn einhnepptur, silkiskyrtan með daufum röndum, slifsið dökk- blátt og skórnir líka. Hendurnar eru fallegar og sólbakaðar og engan hring liefir hann nema giftingarhringinn. „Ég vona að ég hafi ekki sagt yður að koma fyrr en yður var þægilegt," segir hann, „en ég á að fara í brúð- kaup seinna i dag og liefi auk þess margt fleira að hugsa einmitt núna, þvi að ég ætla til Sviss með dætur riiínar eftir tvo daga. Konan mín er þar hjá drengnum okkar.“ Konungur víkur ekki nánar að þessu, en ég veit að drottningin er i Sviss að staðaldri til þess að geta verið nærri góðum augnlækni. Hún er ekki góð í augunum. Hún var nærri iþví orðih hlind um tíma, en er betri núna. „Við erum lika að ráðgera að fara í stutta heimsókn til Maríu Piu dóttur minnar i Versailles,“ heldur hann áfram. „Var það ekki i fyrstu skemmtiferð- inni á „Agamcmnon" i fyrra, sem hún kynntist mannsefninu sínu?“ skýt ég fram i. „Ekki beinlínis,“ svarar konungur- inn. „Það hefir verið augljóst mál i mörg ár að Maria Pia og Alexander prins mundu verða hjón. Og þegar hún var orðin tvítug var ástæðulaust að bíða lengur.“ Maria Pia og Alexander prins af Jugoslavíu eru enn umræðuefni i Cascais, eða réttara sagt brúðkaup þeirra. Kannske hefir það ekki verið jafn stórfenglegt og brúðkaup Um- bertos sjálfs, sem stóð í sex daga í Róm árið 1930. En í brúðkaupi Mariu Piu voru 2500 gestir, þar af 120 af konungsættum. Og allir ítalir sem til náðist í Lissabon voru boðnir daginn áður — lírukassamenn, götusalar og bílstjórar. Brúðguminn sómdi sér vel og brúðurin var með perlufesti frá móður sinni og demantakoffur frá pabbanum. Umberto talar um Cascais og segir: „Allir voru að segja við mig að ég yrði að setjast að í Estoril. En þar er lúxuslíf og ýmsar tiktúrur í um- gengni. Ég kann betur við mig hérna í fiskimannaþorpinu. Annars var það frænka mín, María Pia, siðasta drottn- ingin í Portúgal, sem stofnaði Estoril, vegna heitu baðanna, sem þar eru. Þarna hafa upprunalega verið róm- versk böð. Svo var reistur spilabanki Áður en elsta prinsessan, Maria Pia giftist, hafði Umberto boð fyrir 2500 manns í Estoril. Konungshjónin sjást til hægri að bjóða gestina velkomna og er drottningin með gilda ennisspöng alsetta brilliöntum. Til vinstri eru brúð- hjónin, Alexander prins og Maria Pia með ennisspöng, sem faðir hennar gaf henni. Þetta eru konungshjónin og börn þeirra þrjú. Drottningin, Marie-José er lengstum í Sviss, undir hendi augnlæknis. Börnin eru (frá vinstri): Gabrielle prinsessa 15 ára, Victor Emmanuel krónprins 18 ára og Maria Pia 21 árs. Yngstu prinsessuna, Beatrice, vantar á myndina.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.