Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Síða 5

Fálkinn - 02.11.1956, Síða 5
FÁLKINN 5 Umberto er blíður og brosandi er hann situr hjá spönsku dansmeynni Pilar Lopez í samkvæmi í Estoril. þar, en það sætti ómildum dómum og bakaði frænku minni ýmiss konar óþægindi." Ég liefi verið að dást að öllum blóm- unum og hvernig þeim er fyrir komið, rauðum og hvitum rósum og nellikum. „Yðar liátign lilýtur að vera mikill blómavinur,“ segi ég. „Já, blómaræktin er í raun og veru besta frístundastarf mitt. Fyrst fór ég að gera tilraunir með ítalskar blómategundir, en þær þoldu ekki seltuna, sem er í loftinu hérna. Garð- vinna er skemmtileg og rekur úr manni ieiðann, ef illa liggur á manni. Ég geng lika langar leiðir og syndi þegar veður er til þess. Gainall her- maður þarf á mikilli hreyfingu að halda.“ Konungurinn, sem nú er 52 ára — fæddur 15. september 1904 — gekk i æsku í liðsforingjaskóla og varð of- ursti 1930. Þegar II. heimsstyrjöldin hófst stjórnaði liann norðurher ítala. Þegar landið gaf upp varnir í septem- ber 1943, flúði Umberto til Napoli og fór að berjast með ítöslku liði með bandamönnum. Þegar Róm var leyst úr klóm nasista 1944 var Umberto gerður ríkisstjóri og 10. mai 1946 varð liann konungur, er Victor Emmanuel faðir hans sagði af sér og fór til Egyptalands. En mánuði síðar lýsti Gasperi-stjórn yfir lýðveldi i Ítalíu og Umberto varð að flýja landið 13. júní. Við þjóðaratkvæðið sem fram fór fengu meirisinnar þó aðeins lítinn meirihluta. Og cnn eru kon- ungssinnar liðsterkir og athafnasamir í Ítalíu, svo að stjórnin þorir ekki að leyfa Umberto að koma i heim- sókn þangað. Að því leyti er hann verr staddur en t. d. prinsinn, sem gerir kröfu til konungstignar i Frakk- landi og býr i sinni eigin höll fyrir utan París, eða hinn sþánski „greifi af Barcelona", sem liefir komið til Spánar og rætt við Franco. Frakkar hafa enga ástæðu til að óttast prins- inn sinn. Það er enginn vafi á því, að Um- berto saknar Ítalíu og harmar að fá ekki að koma þangað sem gestur. Oft reikar hugur hans um Forum Roman- um og líklega hugsar hann stundum til málverkanna i Firenze. gondóla- róðra í Venezia eða siglingu á Mið- jgrðarhafi. Það er svo margt fallegt í þessu landi sem iiann 'hefir misst. Gerir hann sér von um að fá að koma þangað aftur? Ef til vill. Að minnsta kosti eiur hann börnin sín upp sem góða ítali. „Sonur minn gengur á ítalskan skóla i Lausanne,“ segir konungurinn, „og liann á eingöngu ítalska leikbræð- ur. Telpurnar ganga sumpart á ítalskan skóla i Estoril og sumpart fá þær heimakennslu í ýmsum tungu- málum.“ Þær eiga að verða málamenn eins og faðirinn. Ég er að hugsa um hve mikils virði það sé, að þjóðliöfðingjarnir séu vel að sér í tungumálum, eins og Umberto — hve mikils virði það sé að þeir geta talað santan án þess að hafa túlk, því að þá hlýtur allt að ganga greiðar. Ég er ekki vön að tala við konunga, og ef satt skal segja var mér talsvert órótt fyrstu mínúturnar sem ég var hjá konunginum. En það varð furðu skamnit þangað til mér fannst ég vera að tala við gamlan kunningja. Það er mjög auðskilið hvers vegna Umberto er langvinsælastur allra liinna mörgu uppgjafaþjóðhöfðingja, sem sest hafa í Portúgal. Hann er afar látlaus og blátt áfram og ger- sneyddur öllu yfirlæti. Og hann unir sér vel þótt liann sé ekki alltaf i veisl- um og dýrðlegum fagnaði. Annars hefði hann ekki kosið sér þennan litla fiskimannabæ til dvalar. Þar er yndis- legt að sumarlagi þegar allir bátarnir róa, en líklega er ömurlegt þar á vetrum. Það hefir verið skrafað að Umberto konungur og drottning hans, Maria- José — hún er systir Leopolds fyrrum Belgakonungs — séu skilin, cn það hlýtur að vera rangt. Maður getur ekki komist lijá að heyra hlýjuna i rödd konungsins er hann talar um konu sína og börn. Og þau eru alltaf saman á sumrin og eins um jólin. Tíminn líður. Áheyrnin hefir staðið rúman hálftíma og ég býst við að konungur gefi merki um að lienni sé lokið. En hann gerir það ekki og loks þakka ég fyrir mig og kveð. Kon- ungur kyssir mig á höndina að suð- rænum sið og segir: „Kannske við sjáumst í Genéve?“ ’F Rikasti köttur heimsins er fyrir nokkru hrokkinn upp af, 19 vetra gamall, á dýraspitala í Norður- Carolina. Kötturinn hét Puncli og mat- móðir hians hafði arfleitt hann og frændur hans tvo að 50.000 dollurum, er 'hún sálaðist 1937. Og liinir erfingj- arnir eru dauðir fyrir nokkrum ár- um, og þá varð Punch ríkasti köttur i heimi. Nú hefir kirkjan fengið arf- inn eftir Punch, en ekki er þess getið hvort það var samkvæmt ráðstöfun kattarins. M (V (V Wilhelm Treisch, 64 ára atvinnu- leysingi í Berlín, eignaðist bókstaf- lega „Lukku-skóhlifarnar“ hans H. C. Andersens. Hann fann gamla kven- skó, og við nánari athugun hafði pen- ingaseðlum Særið troðið fram í tærn- ar á þeim. Þetta voru alls 3.200 mörk. HEFIRÐU HEYRT — að í Purnererd, sem er smábær í Hol- landi, hefir verið stofnaður ein- kennilegur skóli. Hann er fyrir gamalt fólk, og því er kennt að skilja viðhorf unga fólksins til lífs- ins, svo að ellin skilji æskuna betur. að árið 1954 voru reyktir yfir 4.000.000 vindlingar í Vestur-Þýskalandi. að sjö áhrifamiklir lögfræðingar í USA hafa lagt fyrir dómsmálaráð- herrann tillögur um, að fólk geti gifst til ákveðins tíma, þó ekki skemur en mánuð. að fullorðnir karlmenn i Bayern drekka að meðaltali 117 lítra af öli á ári. 1938 var meðaltalið 181 lítri og fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina kringum 300 litrar. að í Frankfurt hafa verið tekin í notkun talsímaáhöld, sem skrá hve lengi samtalið stendur, reikna live mikið þau kosta og gefa sjálf til baka þegar borgað er. að WHO -—• heilbrigðismálastöð Sam- einuðu þjóðanna — greinir á milli 999 dánarorsaka í skýrslum sínum. að fullorðin manneskja þarf kring- um 500 litra af súrefni á dag. Til þess að fá það, þarf liún að anda að sér 10—15 þúsund litrum af lofti. að stærsti ránfuglinn i Evrópu er gammur, sem lifir í háfjöllunum í Miðjarðarhafslöndunum. Hann getur orðið 1.2 metra langur og 2.3 metrar milli vængjabroddanna. að í Mílano er stærsta bygging ver- aldar, úr járnbentri steinsteypu. Hún er 116 metra há og var fjög- ur ár i smiðum og kostaði 2.000 milljón lírur. að bílarnir i Bandarikjunum nota yfir 160 milljarð litra af bensini á ári. Það er að segja 120 milljón smá- lestir. að jurtafræðingar voru til á miðöld- um. Karl mikli hafði til dæmis stóran garð með alls konar trjám og blómum við höllina sína. að það er öruggara að ganga á móti umferðastraumnum en undan hon- um. Á ákveðnu tímabili var ekið á 2375 manns i Englandi en aðeins 512 urðu fyrir bíl sem kom á móti, á sama tíma. að bílaframleiðsla Þjóðverja óx um 35% á síðasta ári og útflutningur- inn um 42% frá þvi árið áður. Þýsku „Volkswagen“-smiðjurnár hafa keypt verksmiðju í New Jersey í USA og ætla að fara að smíða bíla sina þar. að umferðaslysum hefir stórfækkað í París, siðan bilstjórum var bannað að gefa liljóðmerki. Árið 1954 urðu slysin 13.400, en 1954, eftir að bannað var að blása í hornið, urðu þau ekki nema 8.500. að Godthaab í Grænlandi hefir eign- ast tankbil, sem flytur bæjarbúum drykkjarvatn. En jafnframt er liægt að nota bílinn sem slökkvi- dælu. Hann tekur 4000 lítra af vatni. að boranir hafa leitt í ljós, að rniklu meira er til af kolum i Kings Bay á Svalbarða en ætlað var. Er talið, að þar séu 10—12 milljón smálestir af kolum, sem borgar sig að grafa eftir. að enskar flugvélasmiðjur eru að undii'búa smiði á jetflugvélum, sem eiga að geta flogið 2400 kíló- metra á klukkuslund. eða tvöfalt liraðar en liljóðið. Mdlljónamæringuriinn Kelly, faðir Grace furstafrúr liefir átt itarlegar viðræður við tengdason sinn um ýms- ar verklegar framkvæmdir i Monaco. Hann vill 1. d. gerbreyta járnbraut- inni undir eins og núgildandi sérleyfi á henni rennur út næsta ár, og leggja nýja járnbraut neðanjarðar, til þess að fá dýrmætar byggingarlóðir þar sem brautin er nú. Og svo stendur til að liann ræði ýms fjáraflaplön við Onassis gríska sem nú situr í Monaco. Kelly telur víst að Monaco geti gefið miklu meira af sér en það gerir nú. Dr. Henri Porez taugalæknir í Par- is fékk heimsókn kunnrar hefðarfrúr i borginni, sem bað liann um að reyna að lækna manninn hennar. „Ég tala stundum við hann tímunum saman, án þess að hann svari mér einu orði,“ sagði frúin. „Það er ekki sjúkdómur. það er náðargjöf,“ svaraði læknirinn. Frúin lcærði lækninn fyrir móðgun, en hann var sýknaður. Vitið þér...? að árlega eru prentaðar svo marg- ar bækur að tvær mundu koma á hvern íbúa jarðar, ef jafnt væri skipt? Bókaframleiðsla veraldarinnar er sem sé nálægt finnn milljarð eintök- um, en bækurnar kringum 250.000. Þrír fjórðu lilutar þessara bóka koma út í Bandaríkjunum, Englandi, Rúss- landi, Frakklandi, Iíína, Indlandi, Japan, Vestur-Þýskalandi, ftaliu og Hollandi, eða 10 löndum samtals, og 70 af hverjum 100 bókum scm prent- aðar eru, eru á ensku, rússnesku, frönsku eða þýsku. að útgjöldin til flughers Banda- ríkjanna eru 5.5 sinnum meiri í ár en þau voru fyrir tíu árum? Árið 1948 var fjárveitingin til USAF (flughersins) 2.8 milljarð dollarar. Útgjöldin til landhers og flota hafa ekki hækkað að sama skapi, þó að þau séu gerðarleg. Til hersins hafa útgjöldin hækkað úr 3.4 i 7.7 milljarð dollara og til flotans úr 3,6 i 10 mill- jarð dollara. Þannig eru hernaðarút- gjöld USA 33.1 milljarð dollarar á næsta ári.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.