Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Page 6

Fálkinn - 02.11.1956, Page 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. 1. Nítjdn dr mtí Ali Khan Það er ékki stúlka, sem um er að ræða, því að engin kvenvera hefir verið svo lengi með honum, heldur er það Emrys Williams, sem var trúnaðarmaður, lífvörður og bilstjóri Alis í 19 ár. En þá gafst hann uyy. Hér segir hann fróðlega sögu af ævintýrum Alis. Ég ihafði þekkt Ritu Haywortli eina mínútu þegar liún spurði mi; formálalaust: — Hvernig er hann eiginlega, þessi pabbadrengsliúsbóndi yðar? Við vorum i Beauvalion, á franska Rivieranum. Itita var í léefts-„shorts“ og ermalausri, fleyginni treyju, og ég var i gamalli skyrtu sem lafði utan á brókunum, og með slitna ilskó. Meðan ég ók hinni fögru Ritu i opna bílnum í fyrstu lieimsóknina til húsbónda míns, útmálaði ég alla hans miklu mannkosti. — Miss Hayworth, sagði ég, — yður skjátlast lirapalega. Hann er enginn pabbadrengur. Hann er fríður og heill- andi og gjafmildur — og hann er bráðduglegur kaupsýslumaður, sem elskar starfið starfsins vegna. Rita starði á mig stórum augum og hvíslaði: — Haldið þér áfram — segið þér mér betur frá honum. Þessar fimmtán mínútur, sem verið var að aka út í höll Alis, „l’ Horizon" rak ég öflugan auglýsingaáróður til þess að varpa sem fegurstu ljósi á húsbónda minn i augum kvikmynda- dísarinnar. Þegar ég hafði talað út sneri Rita sér að mér og sagði: — Ég hafði ekki hugmynd um, að þetta væri svona mikill maður. En frá þessu augnabliki var áhugi hennar á Ali vakandi. Ali prins hafði hitt Ritu kvöldið áð- ur í samkvæmi sem ameríska hefðar- frúin Elsa Maxwell hafði lialdið. Og nú hafði hann boðið Ritu að koma og skoða húsið sitt. Ég liefði getað sagt Ritu fleira, til þess að gefa henni fullkomnari mynd af húsbóndanum, þessum ævintýra- manni, sem ég hafði unnið lijá i nitján ár, sem þjónn, bílstjóri, lífvörður og vinur. Á þessum nitján ólgandi árum hafði ég kynnst Bing Crosby, Cole Porter, liertoganum af Kent, hertoganum og hertogafrúnni af Windsor, Carol Rúmenakonungi og fjölda af öðru frægu fólki. Ég hefi staðið við hlið prinsins í stóruni samkvæmum, ég hefi séð kon- ur töfrast og tryllast af þokka hans, orðkyngi og fyndni. Ég hefi séð þær svo að segja fleygja sér um hálsinn á honum — án þess að verða nokkuð ágengt. Hefðarfrú ein lýsti því svo: — Hans tign hefir undravert lag á að láta konu finnast, að hún sé eina eftirsóknar- verða konan í heiminum. — Og ég held að þetta sé rétt. Á VEÐREIÐUM FÓTBROTINN. Ég hefði getað sagt Ritu frá því hve sólginn hann var í allar liættur. Og um leið hefði ég getað sagt henni frá því mikla starfi, sem hann hefir unnið, til að bæta lífskjör milljóna múham- eðstrúarmanna. Ég hefði lika getað sagt henni frá i tiltektunum lians, hvað lionum gat dottið í hug að gera upp úr þurru. Ég hefði getað sagt henni að veð- hlaupahestar eru lians líf og yndi. Einu sinni er hann lá í rúminu eftir að liafa beinbrotnað á átta stöðum í skiðaferð, sneri hann sér að mér og sagði: — Daffy, þú verður að haga svo til að ég komist til Englands á morgun á veðreiðarnar. „Palestina" min á að hlaupa. — Yðar tign, sagði ég, — læknirinn hefir sagt að þér verðið að liggja í rúminu i mánuð. Þér liafið ekki legið nema einn dag með fótinn i spennu. En hann barði hnefanum í rúm- stokkinn. — Ég skipa þetta, Daffy! Þú verður að sjá um að við komumst á morgun! Það dugði ekki að deila við dómar- ann. Þegar liann hefir tekið eitthvað í sig, er ekki lir því að aka. Mesti vandinn var að fara á bak við lækn- inn, sem bjó í höllinni, til að hafa gát á honum. Ég símaði til flugmanns prinsins í London og bað liann um að koraa undir eins til Cannes. Og svo fór ég þangað með Kerim, elsta syni Aiis og keypti tiu metra af lérefti og tvo langa stálteina. Þegar við komum til baka laumaðist ég upp í svefnherbergið mitt og bjó til sjúkrabörur handa prinsinum. Morguninn eftir fékk ég léðan hjólastól Aga Klians, og er ég hafði tekið sætin úr bílnum ók ég sjúkrastólnum inn í hann og fór svo út á flugvöllinn. Við lentum í London eftir talsvert ruggandi flug, tveimur tímum áður en veðreiðarnar áttu að byrja. Þegar ég bar prinsinn á bakinu út í bílinn sagði hann: Daffy, nú verð- urðu að aka eins og fjandinn sé á hælunum á þér! Það varð ógleymanlegur dagur: Við fengum leyfi til að aka sjúkrastólnum rétt að markalínunni. Þegar hestarnir nálguðust varð prinsinn svo ákafur að litlu rnunaði að hann hoppaði lit úr stólnum, og ég varð að halda í hann i margar mínútur. „Palestína" varð fyrst í mark. Þegar tilkynnt vár að Palestína liefði sigrað lieimtaði prinsinn að sér væri ekið í hesthúsin. Það var lieitt þennan dag og ég var staðuppgefinn. En við flugum til baka til Parísar um kvöldið. * Á FERÐ FIMM DAGA f VIKU. Ég hefði líka getað sagt Ritu að Ali prins hefir gaman af að fljúgast á. Sannast að segja er ég stinghaltur, og það er eftir glimu við Hans Tign. Hann hafði gaman af að koma mér til að tuskast við sig. Oft hefir hann kýtt mér niður í sófana á Ritz Hotel í London eða stungið mér ofan i bað- kerið í öllum fötunum og skrúfað frá og látið renna yfir mig, að gamni sinu. Ég held að ekki sé sá maður tii, sem Emrys Williams, höfundur þessarar frásagnar, var þjónn, bílstjóri, líf- vörður og trúnaðarmaður Alis í 19 ár. En þá var hann orðinn hjarta- bilaður, og þótti engum mikið! hefir meira gaman af að gera manni grikk en Ali prins. Hann hefir oft farið svo illa með mig að við höfum ekki talað saman í marga daga á eftir. Oftast nær vorum við á ferðalagi fimm daga vikunnar. Ég hefi farið kringum hnöttinn íneð honum hvað eftir annað, og það var ekkert óvenju- lcgt að dagurinn væri svona: Þegar við vorum í Cannes ók ég með brytann niður á torgið til að kaupa kjöt og grænmeti. Næst ók ég með prinsinn út á flugvöllinn og við flugum til París i einkavél hans. Þar ókum við fyrst heim í hús prinsins við Bois de Boulogne til að vitja um póst, og síðan út á flugvöll- inn og áfram til London. Oftast beint á IRitz Hotel, þar sem hann leit á póst og tók á móti gestum, ef nokkrir voru, en síðan var haldið út á flug- völlinn aftur og flogið til írlands til þess að líta á hestabúið lians. Það kom fyrir að hann fór á bak einhverjum liestinum eða ók 7—8 enskar mílur á annað hestabú .. . og svo til baka til Parísar til að borða miðdegisverð. Og oft ókum við síðan til Cannes um nóttina. Ég gat sagt Ritu að þetta var mjög venjulegur dagur. Það þýddi aldrei að segja prinsinum, að maður væri þreyttur. Öll þau ár sem ég hefi þekkt 'hann hefi ég aldrei heyrt liann kvarta um þreytu. Hann sefur að meðaltali 3—4 tíma á sólarliring. BRJÓSTGÓÐUR EN ATHUGULL. Ég hefði getað huggað Ritu með því, að Ali væri brjóstgóður. Ég gekk oftast nær með peningana lians i vas- anum. Stundum kringum 2.500 ]iús- und krónur í seðlum. En Ali vill ekki láta pretta sig eða hafa sig að féþúfu. Þegar við vorum á gistihúsum athugaði hann alltaf reikningana nákvæmlega áður en hann borgaði þá. Venjulega bjó ég til lista um þjór- fjárgjafir, en hann tvöfaldaði alltaf upphæðirnar. Þegar hann hafði verið 2—3 daga á gistihúsi gaf hann venju- lega þjöninum sem svarar 500 krónur, þernunum 300 liverri og lyftudrengj- unum 75 krónur. Ég hefi aldrei séð hann sýna ágirnd. Einu sinni þegar hann tók eftir að hann hafði ónotaðan farmiða í vasan- um, sendi liann mig til að fá harin endurgreiddann — það voru 8—9 krónur. Og þegar við fórum i versl- anir aðgættum við verðið eins og við værum húsmæður á torginu. Einu sinni sagði ég að hann væri Rita sker niður brúðkaupstertuna með gömlu sverði, sem lengi hefir verið í eigu ættarinnar, en Ali horfir á.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.