Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Side 7

Fálkinn - 02.11.1956, Side 7
FÁLKINN 7 niskur. og þá svaraði hann: — Pen- ingar eru alltaf peningarl Þó að hann liafi gaman af fögrum klæðum vill liann þó fyrst og fremst vera þægilega klæddur. Einu sinni var hann kominn í vinnubuxur, sem hann hafði keypt fyrir 35 krónur. — Nú vantar yður ekkert annað en skóflu og haka, yðar tign! sagði ég. En hann hló og tók þessu í gamni. EINS OG BRÆÐUR. Ég hefði getað sagt Ritu að ég væri sá eini í heimi, sem gæti leyft mér að svara prinsinum fullum hálsi, án þess að hann móðgaðist. Ég bar virð- ingu fyrir honum, ég var þjónn hans — en við vorum þó öllu fremur eins og bræður. Og sem bræður upplifðum við margt gamanið. Einu sinni er við vorum á leið til Cannes, manaði liann mig til að klifra yfir múr og stela kirsiberj- um í garðinum fyrir innan. Ég lét ekki segja mér það tvisvar. Þegar ég kom aftur kortéri seinna sagði ég: — Jæja, nú mana ég yðar tign! Ég hélt vörð. Prinsinn var í óða önn að fylla vasa sína þegar ég sá bóndann koma vaðandi með liund og byssu. Ég kallaði en það mátti ekki seinna vera að við kæmumst undan. Ég grét þegar ég varð að yfirgefa prinsinn fyrir nokkrum mánuðum. En ég var orðinn hjartveikur eftir þessi nítján ár. Læknirinn minn i London sagði berum orðum: — Emrys, þú þolir ekki þetta lif. í dag ertu í Róm á morgun í New York, svo í Suður-Ameríku eða austur í Asíu. Ef þú heldur þessu áfram verður ekki langt þangað til þér verður fylgt til grafar. Þetta urðum við að skilja, prinsinn og ég. Ég veit að sá sem á að þjóna prinsinum 24 tíma á sólarhring, verð ur að keppast við í tuttugu tima — og það get ég ekki lengur. Hann ætlaði fyrst ekki að trúa mér ■þegar ég sagðist verða að hætta. Svo að ég skrifaði bréf og lagði það undir koddann lians. ÁSTAMÁL RITU OG ALI. Ég vissi að Rita og prinsinn voru mikið ástfangin, löngu áður en farið var að tala um það. Það var ekkert nýtt þó að kvenfólkið félli fyrir hon- um. Óteljandi fagrar konur höfðu bor- ið í hann víurnar. Það var eitt af verkum minum að stugga þessu kvenfólki frá honum. En Rita var öðru vísi. Undir eins og hann sá hana i samkvæmi Elsu Maxwell, vissi liann að liana vildi hann eiga. Það sem Ali prins vill eignast er hann vanur að fá. Ég lield að Rita hafi farið að verða ástfangin af honum áður en hún vissi af því sjálf. Og af þvi að hann talaði um lítið annað en Ritu, vissi ég að nú hafði hann fundið konuna, sem hann gat hugsað sér að iifa með. iSjaldan mun kona hafa verið dáð eins og hún. Á hverjum einasta degi í marga mánuði jós hann yfir hana blómum. Hvar í heiminum sem hun var stödd fékk hún blómvönd frá honum þegar hún vaknaði á morgn- ana. Oftast þrjátíu og sex rósir. Frá upphafi reyndi liann að gleðja hana á einhvern hátt. Við fórum til Parísar daginn eftir að Rita hafði verið í heimsókn hjá honum í fyrsta sinn. Ali var alltaf að reka á eftir mér, þvi að hann vildi flýta sér sem mest heim aftur. Allt í einu kom þessi spurning: — Ali teymir Derby-sigurvegarann „Tulyar“, eign Aga Iíhans út af brautinni eftir sigurinn. Daffy, veistu af nokkrum duglegum matsveini? Ég vil fá fyrsta flokks mann í eldhúsið! Ég sagði honum að René, sem lvefði verið undirmatsveinn hjá Aga Khan væri á lausum kjala. Þetta var fyrsta bendingin um, að eftir að hann liitti Ritu ætlaði hann að gera allt enn full- komnara á „L’ Horizon“ til þess að það hefði áhrif á hana. Nýi kokkurinn kom og Ali prins iét kaupa besta postulín og bestu potta og pönnur, sem hægt væri að fá til að gera eldhúsið sem fullkomnast. Nýir dúkar voru keyptir lika. Allt til heiðurs Ritu. Ekki veit ég hve oft hann simaði til hennar áður en hann liitti liana næst, — en það var oft. Næstu vikurnar hafa verið eins og ævintýr fyrir Ritu, sem þá var ekki enn skilin við Orson Welles. Oft þegar hún kom var Rebekka dóttir hennar með henni, og amma hennar. Ali prins, sem er mjög barngóður, varð fljótt vinur Rébekku, og ég veit að það varð til þess að gera Ritu enn hrifnari af honum. Rita, sem er ákaflega skapstór og grýtir bókum gafla á milli í stofunni, þegar fýkur i hana, er í hina röndina mjög tilfinninganæm, og frá uppliafi reyndi Ali að hlifa henni við forvitnu og ágengnu fólki. Hann skildi það sem fáir vita, að Rita hatar fjölmenni. f „FRÍI“ Á SPÁNI. Ég man vel þegar prinsinn gaf mér fyrirskipanir viðvíkjandi ferðalagi, sem ég átti að fara i með honum og Ritu til Spánar og Portúgal. Hann hað mig um að láta engan vita af því að það stæði til. Ástæðan var auðsæ. Hann vildi láta þetta verða rólegt ferðalag, þeini til hvíldar. Ég fékk vegabréfsáritanir handa okkur og Rita gekk undir nafninu frú Welles. Við komumst yfir landamæri Spánar án þess að uppvíst yrði hver þau voru, en þegar við komum á gisti- lnisið i Madrid þekktumst þau undir eins. Þegar við reyndum að sleppa hurt til að borða miðdegisverð eltu okkur niu bilar, fullir af blaðamönnum og Ijósmyndurum. Þeir voru á hælunum á okkur allt kvöldið. Hvenær sem við þurftum að komast út úr gistihúsinu, en þar bjuggu þau sitt á hvorri hæðinni, varð ég að finna cinhver ráð. Ég fór niður í eldhúsið i kjallaranum og fann þar litlar dyr og svo sendi ég Ali einan burt í leigu- vagni. Svo setti ég úrið mitt og Ritu alVeg eins og sagði: — Biðið við þess- ar dyr og þegar þér sjáið bíl nema staðar þá hoppið inn í hann ... En nokkra metra frá þessum dyrum stóðu þúsundir manna, sem biðu eftir að fá að sjá prinsinn og Ritu. En meðan það stóð og mændi á aðaldyrnar laum- uðumst við burt án þess að nokkur tæki eftir. Þetta voru erfiðir dagar hjá mér. Ég var járntjaldið milli forvitna fólks- ins og elskendanna. Ég man eftir nautaati í Toledo — einu því ljótasta, sem ég hefi séð. Við héldum að cng- inn vissi af okkur þarna, en áður en kortér var liðið var fólk farið að hvísla „Rita“ og „Ali“ og loks hróp- uðu allir: „Við viljum sjá Ritu! Við viljum sjá Ali!“ Á minna en klukkutíma höfðu Spán- verjar gleymt öllu nautaati en hugs- uðu aðeins um Ritu og prinsinn. Og loks var atinu hætt vegna þeirra. Ég — og fjöldi lögregluþjóna — var klukkutíma að kom- ast með þau burt úr þvarginu. Nú fannst Ritu nóg að gera og prinsinn afréð að við skyldum fara til Sevilla í von um að meiri friður yrði þar. Við komumst burt frá Madrid án þess að okkur væri veitt eftirför, en mér leist ekki á blikuna þegar við komum að staðnum, sem við áttum að gista á á leiðinni. Það fyrsta sem ár- maðurinn á gisti- húsinu livislaði að mér var „Senorita Gilda?“ — Gilda hét ein af kvik- myndum Ritu Hay- worth. MEÐ SPÖNSKUM ÆTTINGJUM. En í Sevilla tókst þeirn þó að vera eitt fagurt kvöld í næði fyrir forvitna fólkinu. Ég var sá eini óviðkomandi, sem tók þátt í ,.fiesta“ þeirri, sem Rita hélt fyrir kringum fimmtíu spánska ættingja sína. Það var heitt þetta kvöld, garður- inn lýstur mislitum ljösum og frænd- ur og frænkur Ritu dönsuðu spánska þjóðdansa við gítarslátt fram undir morgun. Ali prins var eins og i töfra- lieimi. Ég lield alltaf, að það hafi verið þetta kvöld, sem hann bað Ritu. Hann var eins og dáleiddur þegar Rita dans- aði hina tryllingslegu dansa, með hár- ið flagsandi út á axlir. Afi Ritu, sem var níræður, dansaði eindans þarna. Þegar við ókum burt hölluðu þau sér fram i bílnum og sögðu við mig: — Þetta er indælasta kvöldið sem við liöfum lifað. Svona vel höfum við aldrei skennnt okkur áður ... Þremur vikum síðar bað prinsinn mig um að láta flugmanninn i London koma og sækja þau og fara með þau til Cannes. En löngu fyrir þann tíma vissi öll veröldin, að prinsinn hafði verið með Ritu á Spáni. Þau reyndu að komast hjá athygli fólks með þvi að fara til U.S.A. En það var að fara úr öskunni i eldinn. Ég man eftir lieimsókn okkar i London. Það voru hræðileg læti á gistihúsinu, er við reyndum að sleppa út óséð. Rebekka var með okkur og margir hneyksluðust á að barnið skyldi látið vera með. SKÖMMU síðar fór prinsinn til Cannes. Þar sagði hann við mig: — Daffy, ég ætla að kvænast miss Hay- wood, ef faðir minn leyfir mér það. En hvernig átti hann að segja Aga Klian frá þessu? Við vorum eins og fangar i „l’Horizon" því að allt í kring voru yfir 300 blaðasnápar dag og nótt. Þá datt mér það ráð í hug að dulbúa brytann og eina þernuna sem Ali prins og Ritu og aka burt með þau. Brytinn fékk föt af prins- inum, frakka og brúnan flókahatt og slúlkan fór í föt Ritu. Þegar mér var gefið merki ók ég að dyrunum og þau komu hlaupandi niður þrepin og inn í bílinn hjá mér. Við ókum burt á fleygiferð, og allur blaðamannahóp- urinn á eftir bkkur. Eftir svolilla stund óku prinsinn og Rita á burt i besta næði til þess að tala við Aga Khan. Hann var hrif- inn af Ritu frá fyrstu stundu, en sagð- ist þvi aðeins veita saniþykki sitt, að þeim væri báðum full alvara. Honum hafði fallið illa live mikið liafði verið skrifað um þau í blöðin. Svo mikið veit ég að um þær mund- ir sáu þau prinsinn og Rita ekki sól- ina hvort fyrir öðru. Ali sagði mér að hann ætlaði að fara að undirbúa brúðkaupið liið allra fyrsta. Og hann byrjaði með því að kaupa hring handa Ritu, fyrir kringum 50.000 dollara. Upp frá þessu var allt á öðruin end- anum i „l’Horizon“. Rita varð að skreppa til Ameriku, en þau töluðust við þráðlaust á hverjum degi — oft tvisvar eða þrisvar á dag. Ilvar sem við konnnn þyrptist fólk- ið að okkur. Á veðreiðunum í Epsom urðu hundrað lögreglumenn, og marg- ir þeirra ríðandi, að ryðja okkur braut. Og samt rak einn af rithanda- söfnurunum pennann sinn i augað á prinsinum. Að minnsta kosti viku fyrir brúð- kaupið var verið að skreyta þorpið Vallauris í Suður-Frakklandi, þar sem Picasso býr. Það var meira að segja plantað trjám meðfram langri götu, fyrir þenna eina dag. Kvöldið fyrir brúðkaupið buðu Rita og Ali 400 manns i miðdegisverð i Cannes. En þau horfðust í augun og dönsuðu saman allt kvöldið. Ég gleymi aldrei brúðkaupsmorgn- inum. Eg var að strjúka af bilnum þegar Aga Khan kom akandi og kall- aði til min: — Williams, viljið þér fá honum syni minum þennan böggul. — Það er gjöf til brúðurinnar. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.