Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Síða 8

Fálkinn - 02.11.1956, Síða 8
8 FÁLKINN Konn handa Cbnrles ]ie“, sagði Charles. — Og ég þarf enga konu. Heyrirðu það, Jane! — Það er gagnslaust að tala við ’þ'g, sagði Ernst. — Við ætlum út að fá okkur að borða. Viljið þið koma með okkur? *1«»EGAR Charles kom inn í skrif- stofuna til systur sinnar og kynnti nýju skrifstofustúlkuna Franc- cie Robbins fyrir lienni, stóð Jane upp, theilsaði Francie innilega og þaut inn í forstjóraskrifstofuna. — Ernst! sagði 'hún með öndina í hálsinum. — Nýja stúlkan er komin! — Það er gott, væna mín, sagði maðurinn hennar — forstjórinn. Jane tyllti sér á borðbrúnina hjá honum. Hún var ung og grönn og freknótt. Kona og meðeigandi for- stjórans, systir skrifstofustjórans og auglýsingateiknari fyrirtækisins. — Hann Charles bróðir ætti að gift- ast, sagði liún hugsandi. — Hann mundi verða fyrirmyndar eiginmað- ur. Engin stúlka gæti fengið betri mann en hann Charles. En hann er bara svo varkár. — Varkár? sagði Ernst brosandi. — Það er engin furða þó að liann sé var um sig úr þvi að þú ert alltaf að ota stelpunum að honum, hverri eftir aðra. Þetta er stórskotahrið. — Charles er tuttugu og níu ára og ... Siminn hringdi og Ernst tafðist nokkrar mínútur, en Jane pikkaði fingrunum óþolinmóð i borðið á með- an. Þegar hann hafði slitið samband- inu spurði hann: — Og hvernig lítur þessi nýja stúlka okkar út? — Jarpliærð — snoðklippt — hrokk- inhærð. Hærri en ég. Smekklega klædd. Græn föt með ... Nú var opnað og Charles kom inn. Charles Waite skrifstofustjóri i „Nor- press“ var laglegur maður og hraust- legur. Hann var jarphærður, dökkar augnabrúnir og framsett haka. Mark- visst augnaráð bak við hornspanga- gleraugun. — Ég á von á landsíma. Charles, sagði Ernst. — Viltu stilla símann til þín meðan ég skrepp út til að láta klippa mig? — Já, sjálfsagt, sagði Cliarles. Ernst fór út og Charles settist á stólinn við borðið. — Charles, sagði Jane. — Eru for- eldrar okkar hamingjusöm í hjóna- bandinu? Charles horfði forviða á hana. — Hvers vegna spyrðu? Ég veit ekki annað cn þeim komi vel saman. — Hvers vegna ertu svona hræddur við að giftast? — Hræddur? Ég er ekkert hrædd- ur, sagði Charles forviða. — Hefirðu nú komið auga á einhverja nýja handa mér? — Ég hefi kynnt þig sjö ungum, yndislegum stúlkum síðasta ár. Og síðan þú stóðst ekki út úr hnefa hefi ég reynt að vekja áhuga þinn á kvenkyninu. Hvenær ætlarðu eigin- lega að verða ástfanginn? — Ástfanginn? Það fór lirolltir um Charles. — Hve oft á ég að segja þér, að hjónabandið verður að byggjast á einhverju traustara en augnabliks ást. Aðilarnir verða að eiga sameigin- leg áhugamál ... — Aðilarnir verða nteðal annars að ... át Jane eftir með fyrirlitningar- svip. — Það er óhæfa að tala svona! Jæja, við höfum öll okkar galla, en aðalgaRinn á þér er sá, að þú ert durtur. En þú ert bróðir minn, og ég ætla að reyna að hjálpa þér samt. — Góðan daginn, Francie, sagði Jane viku síðar: — Hættu þessu rit- vélarglamri og fáðu þér vindling með mér. Francie ýtti frá sér vélinni og kveikti í vindlingnum, sem Jane bauð henni. Jane horfði á hana og andvarp- aði. Hún var lagleg, hún var viðfelldin og þokkaleg, en í hvert skipti sem Jane hafði stungið upp á við Charles að hann byði henni út í miðdegisverð, hafði ltann engst eins og ánamaðkur á stólnum sinum og komið með aRs konar mótbárur og afsakanir. Jane settist á borðbrúnina og sagði, eins og af tilviljun: — Þú munt ekki vera trúlofuð eða neitt þess háttar? — Nei, sagði Francie. — Hvers vegna spyrðu að því? — Mér datt það svona í hug. Ég veit að piltarnir gefa þér auga. Ég er alveg hissa á að þú skulir ekki vera trúlofuð einhverjum myndarleg- um pilti. — Myndarlegir piltar eru ekki á hverju strái, sagði Francie. — Þú þarft góðan og hygginn mann, sagði Jane. — Ekki neinn flagara, skilurðu. — Ég er sammála. Eg vil góðan og hygginn mann, sagði Francie. — Eruð þið að tala um mig? Martin Rogers kom inn úr dyrunum eins og eldibrandur. Hann var í upplitaðri skyrtu, opinni í hálsmálið og í hrukk- óttum molskinnsbrókum. Rauða hárið þurfti klippingar við og vikugamlir skeggbroddar stóðu út úr hökunni. Hann var sólbrenndur og hörundið flagnað á nefinu á honum. — Jæja, hérna er ég kominn eftir viku frí í sveitinni, sagði hann glað- lega. Svo kom hann auga á Francie og þagnaði. Jane kynnti þau og Martin settist andspænis henni við borðið. — Fran- cie, sagði hann lirifinn. — Ég hefi elskað það nafn síðan ég var krakki. Þér eruð ungfrú Francie — vonandi. Francie leit á hann. — Ég sagði ekkert um það, en ég er ekki gift. ef það er það, sem þér viljið vita. — Og þér vinnið hérna? sagði hann hrifinn. — Þetta kalla ég nú hunda- heppni. — Ég á að skila kveðju frá Alice, tók Jane fram i, — og biðja þig um að liringja undir eins og þú kæmir á skrifstofuna. Hann stóð upp. — Jane, heldurðu að þú gætir lánað mér liundrað krón- ur. Ég er staurblankur eftir sumar- fríið. Jane fór inn til að ná í peningana. Hún heyrði rödd hans gegnum hálf- opnar dyrnar, lága og prúða: — Gæt- uð þér ekki hugsað yður að koma með mér í bió í kvöld? — Nei, ég er þvi miður bundin. Hringið þér til mín um jólin, sagði F’rancie. — En það er ágústmánuður núna, sagði Martin. — Þetta er það beiskasta sem ég hefi reynt lengi. Sú kann að bita frá sér. — Ef þú byrjar ekki að vinna inni í teiknistofu undir eins, skaUu fá að bragða það sem beiskara er, sagði Jane i dyrunum. — Þú ferð norður og niður héðan af stofunni, drengur minn. Martin þaut út eins og byssubrennd- ur en tók peningana með sér. Jane leit til Francie, og Francie brosti: — Nei, það var ekki beinlinis svona maður, sem ég hafði hugsað mér. TVEIMUR dögum síðar litu Jane og Ernst inn til Charles til að spyrja hvort liann vildi koma út með þeim í miðdegisverð. Hann var í eldhúsinu með freðfiskpakka milli handanna. — Daginn, sagði Charles. — Þessi fiskur er grjótharður. Ég er orðinn leiður á að fást við matargerð. — Þú þarft að eignast konu, sögðu Jane og Ernst bæði í senn. — Rétt einu sinni, sagði Martin úr dyrunum. Þeir bjuggu í sömu ibúð- inni. Charles hafði fallist á það. þvi að annað hvort var að reka Martin eða láta Charles búa nærri honum, svo að hann gæti tosað honum á stof- una á morgnana. — Veslings Charles vantar konu ... söng Martin. — Láttu ógert að kalla mig „Char- — Get það ekki, sagði Martin. — Hefi stefnumót og verð að stoppa í sokkana mína. Hann hvarf blístrandi inn í herbergið sitt. — Jæja, sagði Jane. — Þá getur þú hringt til Francie, Charles, svo að við verðum fjögur. — Hvers vegna? sagði Charles og stakk frosna þorskinum inn í kæli- skápinn. — Hvers vegna á ég að hringja til Francie? — Nei, einmitt, sagði Ernst glott- andi. — Þú hefir ekki þekkt hana nema tvær vikur og aldrei séð fólkið hennar. Það er ómögulegt að vita hvers konar fólk þetta er. Charles andvarpaði. — Þú telcur í sama streng og Jane, vitanlega. En ég ætla mér ekki að hringja til Franc- ie. Ég þekki hana ekki nógu vel til þess. Mér er sama hvað þið segið ... —- Hlustaðu á hann, sagði Ernst. — Það er vonlaust um hann. — Viltu heldur borða hjá okkur á laugardagskvöldið — þó að Francie komi líka? Ég skal gefa ykkur spag- hetti, i þeirri mynd sem þú vilt hafa það. — Spaghetti? sagði Charles og það birti yfir honum. — Það er ekki frá- leitt. Stundvíslega laugardaginn klukk- an sex var hringt og Jane fór til dyra. Charles var alltaf stundvis. En það var Martin, sem kom inn úr dyrunum. Nýrakaður og ljómandi af ánægju. —Martin, sagði Jane. — Hver hefir boðið þér? — Enginn, sagði Martin og skálm- aði inn í stofu. Flibbinn hans var svo hvítur að það birti af honum í stofunni. — Ég hélt að þetta væri gleymska í þér. — Það lilýtur að hafa verið gleymska. — Nei. það var ekki gleymska, sagði Jane. — Við ætluðum ekki að vera nema fjögur. Tveir karlar og tvær konur. — Konur? át Martin eftir. — Þá kemur Francie, er það ekki? — Jú, Francie kemur, sagði Jane. — Og Gharles. Nema þá að þú hafir bundið og keflað hann heima. — Lofðu Martin að vera, sagði Ernst. — Hvers vegna ertu svona hræddur við að giftast? spurði Jane Charles bróður sinn. — Ég er ekkert hræddur, svaraði hann. — Hefirðu nú komið auga á einhverja nýja handa mér?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.