Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Við liöfum nógan mat, og hann get- nr orðið okkur að liði. — Þetta datt mér einmitt í hug, sagði Martin. — Nú skal ég leggja á horðið. Næst kom Francie. í gulum kjól og sómdi sér prýðilega. — Ljómandi er þetta fallegur kjóll, sagði Jane og fylgdi henni inn i stof- una. — Ernst kemur á hverri stundu. Þvi miður ... — Sælar nú, Francie, sagði Martin og kom fram í dyrnar með diska í báð- um liöndum. — Hvar á ég að láta þetta? — Ó, sagði Francie, — Ég vissi ekki að hann ætti að koma. — Nei, það var það, sem ég átti við þegar ég sagði: „því miður“, sagði Jane og tók diskana af Martin. — Fáðu þér sæti og láttu eins og þú sért heima hjá þér, Francie. Francie settist i sófann og Martin hlammaði sér hjá henni. — Þetta hefi ég verið að hugsa um lengi, heyrði Jane hann segja. — Heyrðu, Francie, gætir þú hugsað þér að sjá ásjónuna á mér yfir morgunkaffinu á hverjum morgni í næstu 40—50 ár? Ef þú ... — Viltu gera svo vel að hjálpa mér með salatið, Francie, kallaði Jane framan úr eldhúsinu, og Francie kom að vörmu spori. — Ernst, hélt Jane áfram. — Farðu inn og talaðu við hann Martin. Er þér verr við að hann sé hérna i kvöld, Francie? — Nei-nei, sagði Francie. — Það er gaman að honum, en þetta er eng- inn maður. Jane hrærði i spaghettipottinum. — Charles hefir verið honum eins og eldri bróðir. Charles er maður. Hann hvorki reykir né drekkur. Nú var hringt. Það var Charles. — Ég kem 16 mínútum of seint, sagði hann. — Ég fann hvergi nýju skyrt- una mína. Sæll aftur, Martin. Nú skil ég hvernig í öllu liggur. Jane sagði yfir borðum: — Þið Francie eigið eitt sameiginlegt, Cliar- les. Ykkur þykir báðum spaghetti gott. — Undravert! sagði Martin. — Að hugsa sér að tveimur manneskjum þyki spaghetti gott! Þetta er það besta, sem ég hefi heyrt lengi! Heyrið þið —eigum við ekki að fara út og dansa. En ég held að það sé best fyrir þig að fara heim. Henni létti er hún sá að Martin hjóst til burtferðar undir eins og þau höfðu drukkið kaffið. — Þökk fyrir í kvöld, Jane, sagði hann. — Ég vona að ég geti einhvern tíma hugsað beiskjulaust til þessa kvölds. Þegar Jane og Ernst óku heim af veitingastaðnum síðar um kvöldið, sagði Ernst: — Jæja, dálítið hefir okk- ur þokað áfram. Mér finnst ýmislegt banda á að bróðir þinn sé bálskotinn í Francie. — Heidurðu það? Hefir hann sagt nokkuð við þig? — Hann sagði að liún væri lagleg stúlka. Jane hugsaði sig um. Loks spurði hún: — Ernst, giftist þú mér af því að ég væri lagleg stúlka og kynni að sjóða mat? — Mat? Þegar við kynntumst gastu ekki opnað niðursuðudós nema að nota járnkarl og sleggju. Og þú varst ekki „sæt“. Þú varst órabelgur. Mér er óskiljanlegt að ég skyldi þora að biðja þin. NÆSTA fimmtudag kom Martin og bað um lán aftur. — Það er afmælið hennar Francie, hvíslaði hann. — Mig langar til að kosta upp á hana svolitlu grænmeti ... Jane hnyklaði brúnirnar. — Hvað áttu við að ... byrjaði hún en tók sig á. Vitanlega gat Martin keypt blóm eftir vild, Francie var ekki bundin Charles. Það mátti heita kraftaverk, að hann hafði boðið henni i kokkteil hérna um kvöldið. — Fimmtíu króna bleðill nægir, sagði Martin. Þegar Charles kom úr liádegismatn- um hljóp Jane á eftir honum inn i skrifstofuna og lokaði á eftir sér. Hún sagði honum af afmæli Francie. — Þú verður að kaupa blóm, sagði hún. Charles starði á hana. — Blóm? Til hvers ætti ég að fara að kaupa blóm, Jane? — Eða þá konfektöskju, sagði Jane biðjandi. — Eða þó ekki væri nema lílil súkkulaðiplata. — Nei, sagði hann þver. — Ég kaupi ekki neitt. Þegar Francie tók umbúðirnar utan af þremur orkideum frá Martin fór hún að hlæja og sagði: — Afmælis- dagur? Hvernig datt ykkur það i hug. Ég á afmæli í mars. — 'Góða'Jane, sagði Ernst einn dag- inn í september er þau voru á leið i skrifstofuna. — Það er ekki að sjá að þú komir áforminu þínu fram. Þegar ég hafði þekkt þig í mánuð höfðum við verið saman 31 sinni, rifist 22 sinnum og þú slitið trúlofun- inni 8 sinnum. Það kalla ég vera líf i tuskunum. — Þau eru hvorugt þannig gerð, sagði Jane. — Þetta tekur tíma. Þau eru svo lengi að „læra að kynnast". — En ég segi eins og ég liefi sagt áður, sagði Ernst. — Ef þú hættir að nauða á þessu við Charles, getur vel verið að honum dytti fremur i hug að reyna af eigin ramleik. Charles hélt áfram að bjóða Fran- cie með sér út. Þau voru i kvikmynda- húsum, hljómleikum og leikhúsum saman. En það eina sem hann gat sagt um Francie var að hún væri lag- leg, og að honum félli vel við hana mömmu hennar. — Þetta er mjög efnilegt, sagði Ernst þegar liann heyrði það. — Nú er september. í mars hefir hann kannske komist að þeirri niðurstöðu, að sér falli vel við föður hennar, og þá fer kannske eittlivað að ganga. Martin hélt áfram að stíga i væng- inn við Francie, með sinu lagi. Alltaf voru að koma blóm frá honum. Og stutt ástarbréf lágu á ritvélinni henn- ar á morgnana, og Martin gaf lienni stóra mynd af sjálfum sér með ástar- kveðjum i einu horninu. Jane hafði séð Martin í líku ástandi áður, en nú óskaði hún að hann hefði fundið ein- hverja aðra en Francie til að ausa úr ástarbrunninum yfir. ■— Jæja, Francie, sagði Martin einn morguninn í október. — Nú er ekki langt þangað til. — Langt þangað til hvað? spurði Francie. — Til jólanna. Þú sagðir að ég mætti hringja til þín um jólin. Hann laut fram á borðið hennar. — Hugsum okk- ur ef við gætum gifst, sagði hann. Francie hló. — Hvernig fer þá með Alice og Rosemary og Kitty og allar hinar? — Þær eru bara „statistar“. Það ert þú, sem leikur aðallilutverkið i lífi mínu. Ég er bráðástfanginn af þér, Francie. Hvenær eigum við að giftast? Charles kom inn í dyrnar rétt í þessu. Hann deplaði augunum. — Af- sakið þið að ég trufla þessa hrífandi samfundi, en hann Ernst þarf að tala við þig, Martin, og ungfrú Robins getur ekki gifst þér í dag, því að hún ætlar í kokkteilboð með mér. — Það var leiðinlegt, sagði Martin. — Eitt kokkteilboðið enn. Varaðu þig á áfenginu, Chariie. Hann fór blístr- andi út. Charles leið á Francie. Hann tók bréfavigt af borðinu og liorfði lengi á hana. Svo leit hann á Francie aftur. — Francie, sagði hann og ræskti sig. — Ég veit að mér keniur þetta ekkert við, og þó að mér fyndist Martin besti náungi — hressilegur slrákur — og ... nú, jæja, mér kem- ur það ekki við, en liann er ekki af þeirri gerðinni, sem vert er að gift- ast ... í þessum svifurn hringdi síminn hjá Francie og Charles fór út. Hann var fölari en hann átti að sér. En engar stórbreytingar urðu. Nú kom nóvember og mesti viðburður ársins — dansleikurinn i Auglýsinga- stofufélaginu — fór i hönd. Jane varð dauðhrædd um að Charles mundi hafa gleymt að bjóða Francie. Hún varð að ganga úr skugga um það. — Já ;— en, þú sagðist skyldu sjá um það, sagði hann. Jane beit á vörina. — Ætlaðir þú ekki að bjóða henni með þér? spurði hún. Hún fór með honum út á ganginn og beið fyrir utan dyrnar að stofu Francie meðan hann væri inni að „ganga frá“ boðinu. Á eftir fór hún inn til Francie og spurði hana i hverju liún hugsaði sér að vera á dansleikn- um. Francie starði út í bláinn. — Vera i? sagði liún utan við sig. — Ég veit ekki. Jane, varst það þú, sem sagðir Charles að bjóða mér á dansleikinn? — Sagði honum? spurði Jane og rcyndi að gera sér upp hlátur. — Hvernig getur þér dottið það i hug? Francie yppti öxlum. — Ég er ekki svo mikill kjáni. Mér finnst á mér, að Charles mundi aldrei hafa fram- kvæmd í sér til að bjóða mér. Hún andvarpaði. — En mér fellur vel við hann. — Honum líst vel á þig líka, sagði Jane með öndina í hálsinum. — En liann er svo annars hugar. Það er í rauninni eini gallinn á honum. En segðu mér hvernig kjól þú hefir hugs- að þér að vera i ... ÞÆR voru enn að tala um danskjól- ana sína daginn eftir, er Martin kom þjótandi inn i skrifstofuna í sport- fötum. — Snjórinn frá i fyrra er kominn aftur, sagði hann. ITann var í rauðri peysu og rauðum sokkum. — Það lýsir rauðu af þér langar leiðir, sagði Francie. Jane lcit upp úr jólakortahrúgunni, sem átti að senda skiptavinum firm- ans. — Alice, Rosemary eða Kitty? spurði liún. — Það kemur út á eilt, sagði Martin og settist á borðið lijá Francie — Francie, ég elska þig. En nú er nýtt komið upp á teningnum. Ég skrifaði ,„Völu vitru“, sem gefur heilræðin í Kvennablaðinu, og spurði livað ég ætti að gera, og hún svaraði, að það væri heimska að eyða allri æsku sinni i að hugsa um kvenmann, sem ekki vildi lita við mér. „Vala vitra“ sýndi mér allt þetta i réttu ljósi. — Það var mál til komið, sagði Jane. —- Ég skil ekki að ég hafi farið rangt að, sagði Martin og stóð upp. — Ég hefi kvalið þig, Francie — ég hefi ergt þig og verið þér til leiðinda í siðasta skipti i dag. Ég hélt að þér þætti gaman að lieyra þetta. — Já, sagði Francie. Martin var um það bil kominn út úr dyrunum er liann sneri sér við og spurði: — Langar þig til að koma með mér á skauta í kvöldi — Sei-sei, sagði Jane. — Þetta var þá ekki annað en ieyniárás. — Já, sú allra siðasta, sagði Martin. — Nei, þökk fyrir, sagði Francie. — Ég gerði að minnsta kosti það sem ég gat, sagði Martin. — Já, þáð gerðirðu, sagði Francie. Jane og Ernst voru að tygja sig undir dansleikinn, og Jane var að segja honum frá uppgjöf Martins er barið var bylmingshögg á útidyrnar. Ernst liljóp frarn og Jane á eftir honum. Charles stóð fyrir utan dyrnar með liattinn á skakk og virtist æstur. — Charles! hljóðaði Jane hrædd. — Hvað er að? Ertu veikur? — Hleyptu mér inn, sagði Charles og þrammaði inn í stofuna. -— Francie var að sima til mín, sagði hann. — Hún kemur ekki á dansleikinn! Hann saup hveljur. — Hún sagðist ætla út með manni, sem þætti verulega vænt um hana. Hún sagðist ætla að fara á skauta. Hver þremillinn gengur að henni? Ég elska liana. — Skauta! át Jane eftir og Ernst líka. Jane andvarpaði. — Ó, Charles, þú ert erkiflón! Hún lætur þig sigla þinn sjó og fer á skauta með Martin í staðinn. — Martin! sagði Charles. — Eru þau nokkurn tíma saman? — Það er svo að sjá að þau ætli að fara að verða saman úr þessu, sagði Ernst. — Það var leiðinlegt. En hver veit nema þú getir náð þér i einhverja aðra. — Ég vil ekki neina aðra! æpti Charles. — Jæja! Martin! Hann rang- hvoldi i sér augunum. — Heyrðu, sagði Jane. — Nú skaltu fara niður á skautasvell undir eins, Gharles ... Hann sneri sér að systur sinni. — Þetta er allt þér að kenna! — Mér að kenna? — Öllu þessu giftingarþvaðri i þér. Það er engin furða þó að ég hafi verið hræddur. Þú varst að setja upp gildrur fyrir mig hvar sem ég fór. Ég fer eklci niður á skautasvell i kvöld. Það er afgert mál. Hann snerist á liæli og skálmaði út úr stofunni. Ernst átti fullt í fangi að afstýra, að Jane færi á eftir honum. Þegar Jane kom í skrifstofuna morguninn eftir var Charles kominn. Það var svo að sjá á svip hans, að hann væri einráðinn í hvað liann ætl- aði að gera. — Jæja, byrjaði Jane. — Hittirðu liana Francie í gærkvöldi? — Nei, Sagði hann. Nú opnuðust dyrnar og Francie kom inn. Charles stóð upp. Francie roðnaði i kinnunum. — Nú verð ég sjálfsagt rekin, sagði hún ag leit á Charles. — Já, þér er óhætt að reiða þig á það, sagði Charles. — Ég þarf að Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.