Fálkinn


Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.11.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Fullgildir fimmtíu króna seðlar ★ Tískumsfnrfir ★ --------------------1 SÓKRATES SÖRENSEN var litill og grindlioraður og hugsaði ekki um annað en peninga. Á daginn var hann hókari í stóru verslunarfyrir- tæki, og þó að liann handléki ekki beinlínis peninga þar, þá skrifaði hann þó upphæðir i stóru bækurnar. Á kvöldin taldi hann sína eigin seðla, og fannst þeir alltaf vera of fáir. Þess vegna glennti hann upp skjá- inn þegar liann fékk bréf með 50- króna seðli, sem virtist vera nýr. Bréfið hljóðaði: „Vér leyfum oss hér með að senda yður sýnishorn af fyrsta flokks fölsk- um seðlum, sem við prentum. Eftir margra ára tilraunir liefir okkur tek- ist að gera seðla, sem eru óþekkjan- legir frá ekta seðlum. Við ábyrgjumst þetta, og yður er óhætt að víxla seðl- inum í sjálfum Þjóðbankanum. Notið liann eins og þér viljið. Þér skuiuð heyra betur frá okkur seinna.“ Sörensen skalf meðan hann var að lesa bréfið, og svo tók liann á seðlin- um. Það skrjáfaði í honum alveg eins og ekta seðli. Merkilegt hve iíkur hann var ófölsuðum seðlum. Síðar um daginn keypti liann sér tíu aura rakblað í búð, og borgaði með falska seðlinum, hikandi. Hann fékk 49.90 til baka og fór heim með þær og lagði hjá hinum peningunum. En honum sárnaði að hafa keypt rakblaðið, því að hann rakaði sig með liníf. Eftir nokkra daga fékk hann nýtt bréf. Nú voru fimm 50-kr. seðlar inn- an i. í bréfinu stóð, að vonandi mundi hann vera ánægður með sýnishornið, og á morgun mundi honum verða sent bréf með hundrað þúsund krónum, sem hann gæti innleyst fyrir fimm þúsund. Hundrað þúsund fyrir fimm! Það var tilboð, sem vert var að íhuga, en fyrst varð hann að ganga úr skugga um, að seðlarnir væru óaðfinnanlegir, þvi að ekki vildi hann íenda í typt- unarhúsi fyrir seðlafals. En að vísu var seðillinn í hættu ef hann léti rannsaka hann. Andvarpandi gekk liann inn i bank- ann og lagði á borðið og bað um að fá honum skipt. Gjaldkerinn leit á seðilinn og ætlaði að fara að skipta þegar Sörensen sagði: „Ég hefi grun um að þessi seðill sé falsaður!" Gjaldkerinn leit forviða á hann, þuklaði á seðlinum og hélt honum á móti birtunni, og Sörensen náði ekki andanum af eftirvæntingu. Hann finnur að þetta er bíræfni en vill vita vissu sina. Hér er um hundr- að þúsund að tefla. „Ég get ekki séð neitt athugavert við þennan seðil. Við tökum orðalaust á móti svona seðlum. En til vonar og vara get ég iátið sérfræðinginn líta á hann.“ Sörensen langar mest til að hlaupa út. Nú uppgötvast allt, og hverju á liann að svara er hann verður spurð- ur hvar hann hafi fengið seðilinn, og hvers vegna hann hafi grunað að hann væri falsaður? En nú varð ekki aftur snúið. Eftir dálitla stund kom gjald- kerinn aftur brosandi. „Þetta er eins og ég sagði. Seðill- inn er fullgildur. Það eru ekki svo lagnir falsarar til að þeir gætu gert Mjög djarft virðist þetta tiltæki Christ- ians Diors, en hann getur leyft sér margt. Hálsmálið mun eflaust vekja talsverða athygli. Kjóllinn er svo þröngur sem hægt er en úr því dreg- ur nokkuð að breitt belti er bundið neðan við brjóstin og hnýtt að aftan, en endar þess eru langir og breiðir og hanga niður eins og lausir dúkar. þennan seðil!“ — Þarna var þá ekki um neitt að efast. Seðlarnir voru eins góðir og þeir væru ekta. Og daginn eftir fer Sókrates á pósthúsið með fimm þúsund krónur og leysir út ofur- lítinn póstkröfuböggul. Á heimleiðinni verður hann órólegur. Fer ekki meira en þetta fyrir tvö þúsund fimmtíu króna seðlurn? Hann hleypur við fót heim, dregur niður gluggatjaldið og opnar böggulinn i flýti. Hann er svo skjálfhentur að hann nær varla umbúðunum af. Loks rifnar umslagið. Og það munar minnstu að líði yfir hann er hann sér að innan i því er •—■ samanbrotið dagblað! Aht hringsnýst fyrir augunum á honum en loksins getur hann þó lesið bréfið: „Gamli maurapúki: — Ég hefi lengi verið í vafa um hvort þú værir heið- arlegur maður, og þess vegna langaði mig til að prófa þig. Vona að þú lærir það af þessu, að sá sem prettar aðra verður prettaður sjálfur. Seðl- arnir voru ekla, en þakkaðu fyrir að þetta var ekki nema apríl-spaug. Peningarnir sem þú greiddir, að frá- dregnum þeim sem þú fékkst áður, verða sendir þér í pósti.“ „Seðlafalsarinn“. KJÓLL ÚR RÓSRAUÐU LÉREFTI. Það er gaman að hafa einn einlitan kjól meðal allra þeirra rósuðu sem nú tíðkast. Hann er einfaldur mjög, með drengjakraga, uppbroti á ermum og með vasa á hliðarsaumunum. BALLKJÓLAR HANDA ÞEIM UNGU. I.étt blússa, ermalaus og vítt pils úr tafti með breiðum streng. Svo er ann- ar enn fallegri kjóll. Hann er úr hvítu brokadi sem fellur þétt að mitti og barmi en breiðist svo út að neðan. Þessir kjólar eru frá Ameríku. 6 Fast högg undir flagbrjóstið. Vegfarandi hitti vegavinniunann og spurði liann til vegar til Grindavík- ur. — Þú heldur áfram þessa leið og upp á hæðina þarna og þar stendur spjald. — Þakka þér fyrir, sagði vegfar- andinn, — en það er bara sá gallinn á, að ég kann ekki að lesa. — Þá er þetta alveg tilkjörið fyrir þig. Það stendur nefnilega ekki neitt á spjaldinu. — Hreinlætið er til hollustu. Presturinn hafði haldið hjartnæma ræðu um að guð gleddist yfir glöðum gjafara, og eftir messuna sagði með- hjálparinn honum frá því að 1000 krónur og 59 aurar hefðu komið í samskotabaukinn. — Það var ágætt, sagði presturinn og var talsverl upp með sér, — kannske liefir ræðan mín haft áhrif. -— Það er nú alveg vafalaust, sagði ineðhjálparinn. — En gamli læknir- inn selti 100 króna seðil í baukinn, og hann er heyrnarlaus, eins og þér vitið. — Heyrðu, elsku Steini rninn. Finnst þér ekki orðnir margir mánuðir síðan þú hcfir gefið mér afmælisgjöf núna?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.