Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 1

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 1
Lausasöluverð 4 krónur. 16 síður 43. Reykj/avík, föstudagur 9. nóvember 1956. XXDC »TEHÚS ÁGÚSTMÁNANS« Bandaríski leikritahöfundurinn John Patrick hefir hlotið mikið lof fyrir leikritið „Tehús Ágústmánans"', sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Bregður hann á góðlátlegan hátt upp mynd af lífi hinna innfæddu á japónsku eynni Okinawa, sem bandaríski her- inn tók herskíldi undir lok síðustu styrjaldar, og ýmsum vandamálum % samskiptum hersins við hina innfæddu. Sérstaklega gerir hann sér far um að lýsa gildi tehússins fyrir félags- og menningarlíf fólksins og varpa nýju Ijósi á japönsku geishuna, sem til þessa hefir ekki fengið að njóta sannmælis á Vesturlöndum. — Myndin hér að ofan er af tehúsinu i Tobiki-þorpi, sem verður uppistaða leikritsins. Fremst á myndinni sjást túlkurinn Sakini (Lárus Pálsson), amerisku liðsforingjarnir Fisby og McLean (Rúrik Haráldsson og Gestur Pálsson), sem hafa tileinkað sér viðhorf hinna innfæddu á vissan hátt, og „Lótusblómið" (Margrét Guðmundsdóttir) — geishan, sem ríkir í tehúsinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.