Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 2

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Trúlofunarhringir Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Háismen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Damas, Tissot, Certina. Laugavegi 50. — Reykjavílc. Ný verslun. I)r. Arthur H. Bryan prófessor við háskólann í Baltimore hefir tekist á hendur að rannsaka hvað felst í koss- inum, frá sjónarmiði læknisins og cfnafræðingsins. Útkoman af rann- sókn hins lærða manns er þessi: 9 milligrömm af vatni, 0,7 mgr. eggja- livítuefni, 0,18 mgr. munnvatn, 0,711 mgr. fita, 0.45 mgr. salt og 250 bakteríur. MAX í KJÖTKVEÐJUSKAPI. Hnefakappinn Max Sehmeling, sem mikiö orð fór af hér á árunum, hefir í mörg ár stundað minkaeldi og tóbaksrækt á búi sínu skammt frá Hamborg. Nýlega var hann kjörinn „heiðursöldungur“ í kjötkveðjusam- sæti í Bonn og varð þá að halda ræðu. Það er það, sem hann er að gera á myndinni. BAÐLÍF í SKEMMTIGARÐINUM. — Það er skiljanlegt. þó að vcl liggi á krökkunum þegar svo heitt er í veðri að þau fá að strípast undir gosbrunn- unum í skemmtigörðunum. Morgan Wallace fimleikamaður i Pueblo, Colorado, var að (hjálpa kon- unni sinni til að hengja upp glugga- tjöld, en datt og fótbrotnaði. Á stríðs- árunum hafði hann stokkið 113 sinn- um úr flugvél, i fallhlíf, og aldrei orðið fyrir óhappi. Ny matvöruverslun hefir nýlega verið opnuð i Austurstræti 0, og ber hún nafnið „Hrátt og soðið“. í versl- uninni er sjálfsafgreiðsla að miklu leyti, og á boðstólum eru allar tcg- undir kjöts og annarrar matvöru auk þess sem seldir eru heitir, matreiddir réttir. Eigendur er Þorvaldur Guð- mundsson og Skúli Ágústsson. Matvörurnar eru geymdar í kæli- skápum, sem Rafha hefir gert, og um- búðir um vörurnar eru smekklegar og hreinlegar. * I 'Rinso Wd&váva/t- I og kostar^bur minna Sá árangur, sem þér sækisl eftir, verður að veruleika, ef þér notið Rinso — raun- verulegt sápuduft. Rinso kostar yður ekki aðeins minna en önnur þvottaefni og er drýgra, heldur er það óskaðlegt þvotti og höndum. Hin þykka Rinso froða veitir yður undursamlegan árangur og gerir allt nudd þarflaust, sem skemmir aðeins þvott yðar. X-X-R 260-1225-55 Óskaðlegt þvotti og höndum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.