Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Side 4

Fálkinn - 09.11.1956, Side 4
4 FÁLKINN Xlpphaf ★ ★ kvikmynda d Tiorðurlöndum Nordisk Films Kompagni varð fimmtugt á þessu ári. I>að var einu sinni stórveldi í kvikmyndaiðnaði, en síðan talmyndin kom til sögunnar hefir markaðurinn færst saman. En á Norðurlöndum eru myndir þessar vinsælar. LSTA kvikmyndafélag ver- aldar varð fimmtugt 6. nóv- ember. Þegar það var stofnað kannaðist enginn Evrópubúi við nafnið Hollywood og þá var ekk- ert „Svensk Filmindustri" og engin „Ufa“ til. Maðurinn sem stofnaði Nordisk Film var fjár- málasnillingur og félagið óx með amerískum hraða undir stjórn hans. Það var Ole Olsen, sem stofnaði Nordisk Film, sjálf- menntaður maður, sem komist hafði áfram af eigin ramleik. Sag- an segir að í ungdæmi sínu hafi hann gengið á milli húsgarða og snúið lirukassa og hirt fimmeyr- inga, sem gjafmilt fólk lét rigna úr glugganum. Það vorkenndi aumingja manninum, sem staul- aðist þarna áfram á tréfæti, því að það vissi ekki að þetta var blekkifótur. Þegar Ole Olsen fór að snúa kvikmyndavél í stað líru- kassans voru báðir fæturnir jafn- langir og Ole óhaltur. Og það voru stærri peningar en fimmeyringar, sem Ole Olsen hafði upp úr snún- ingi myndavélarinnar. Ole Olsen byrjaði með því að taka stutta myndastubba, 10—25 mínútna myndir, sem fólk gat hlegið að. Leikendurnir urðu að þola ýmislegt mótlæti, svo sem að detta í vatn, renna á appelsínu- berki eða láta hella yfir sig úr mjölpoka ofan af skemmubita — þannig var upphafið. En Ole 01- sen undi ekki slíkri framleiðslu til lengdar. Hann hafði sjálfur fengið leyfi til að reka kvik- myndahús á „Strikinu" í Khöfn árið 1905 og það var meðfram til að afla mynda handa því, sem hann réðst í að stofna Nordisk Film. Og hann hafði hærra mark- rnið en að búa til stuttar ærsla- myndir. Hann fór að gera stærri myndir og réð til sín leikara, sem fólk vildi sjá, ekki aðeins Danir heldur og aðrar þjóðir. Þvi að Nordisk Film leitaði markaða fyr- ir myndir sínar víða um lönd og fékk þá. Danir urðu forustu- þjóð í kvikmyndagerð á þeim ár- um, sem hún var i bernsku. Fyrsta ,,stóra“ leikaranafnið hjá Nordisk Film var Valdemar Psilander, glæsilegur maður á- sýndum og góður leikari, sem samsvaraði vel þeim kröfum er fólk gerði þá, enda varð hann fljótt „hetja“ í Danmörku og frægur víða um lönd. Ole Olsen varð sér og úti um góða leik- stjóra, svo sem George Sihnee- voigt, A. W. Sandberg og Carl Th. Dreyer, sem er enn í fullu fjöri og hefir getið sér mestan orðstír allra danskra kvikmynda- stjóra. Vegur Nordisk Film fór hrað- vaxandi fram að fyrri heims- styrjöldinni. Það hafði haft for- ustuna og myndir þess seldust um allan heim. En nú fór samkeppn- in að vaxa. Svenska Biograph Teaterne, sem síðar rann inn í Svensk Filmindustri, kom til sögunnar og sendi frá sér hverja kultúrmyndina eftir aðra, gerðar undir stjórn Victors Sjöströms. Þjóðverjar og Frakkar efldu mjög kvikmyndaiðnað sinn og Ame- ríkumenn uppgötvuðu að hægt var að moka saman penirigum á kvikmyndagerð. Þessir nýju að- ilar kepptu nú á mörkuðum þeim, sem Nordisk Film hafði haft gott olnbogarúm á áður og í þeirri samkeppni fór Nordis Film hall- oka um hrið og tapaði stórfé. Var félagið komið að hruni er víxlar- Þetta eru myndastofur Nordisk Film í Valby. Háa glerhúsið baka til er fyrsta „atelicrið“ sem félagið reisti og stendur ennþá, en nú er það ekki ,.gagnsætt“ lengur, því að það hefir verið fúðrað, síðan farið var að taka allar myndir við lampaljós. í einu húsinu eru geymdir allir búningar Valdemars Psilanders, sem varð fræg- astur allra leikara félagsins á fyrstu árunum. inn Carl Bauder keypti meirihlut- ann af hlutabréfum félagsins og útvegaði því fjármagn til nýrra framkvæmda. Þetta var um það leyti sem talmyndin kom til sög- unnar. Dönsku hugvitsmennirnir Petersen og Poulsen höfðu fengið einkaréít á tækjum fyrir tal- Vörumerki Nordisk Film hefir frá upphafi verið ísbjörninn, sem í byrj- un hverrar myndar geispaði framan í áheyrendur, og fór að urra undir eins og talmyndin kom til sögunnar. myndir- og keypti Nordisk Film ainotaréttinn fyrir Danmörku. Um þær mundir voru ýms kvik- myndafélög starfandi í Dan- mörku, en Nordisk Film varð fyrst þeirra til að taka talmyndir. Þessar myndir voru auðvitað teknar á dönsku. Og talmyndir sem eigi eru teknar á einhverju heimsmálinu, fyrst og freinst ensku, eiga þröngan markað. Myndir á norðurlandamálunum eiga t. d. lítinn markað utan Norð- urlanda. Þó hafa sumar talmynd- ir Nordisk Film farið víða um lönd, svo sem óperettumyndin „Alle gaar rundt og forelsker sig“. „Ðitte Mennskabarn", eftir sögu Andersen-Nexö varð einnig víð- fræg. 1 ár byrjaði Nordisk Film að taka kvikmyndir með litum, fyrstu litamyndir gerðar í Dan- mörku. 1 vor var tekin gaman- myndin „Kispus“, samin og tekin af framleiðslustjóra félagsins Er-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.