Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Þessi mynd er af upptöku þáttar í stórri kvikmynd frá gamalli tíð. Þótti það mikill íburður í þá daga að taka svona leikatriði, en unga fólkið nú á dögum hristir höfuðið og finnst hálfgerður viðvaningsbragur á öllu saman. ik Balling. Var hún sýnd við góð- an orðstír á kvikmyndaþinginu í Berlín í sumar. Notar félagið Eastmancolor-aðferðina á lit- myndir sínar. — Og í sumar fór Balling með leikaraflokk til Græn- lands til þess að táka þar kvik- mynd, sem heitir „Qivitoq" — eða „Fjallamaðurinn“. Hún er einnig með litum og verður af- mælismynd félagsins og sögð mjög eftirtektarverð. Leika þar margir Grænlendingar og efni myndarinnar er áhrifamikið. Er talið víst að sú mynd fái markað hjá stórþjóðunum. Á fyrstu árum íslenskra kvik- myndahúsa voru það myndirnar írá Nordisk Film, sem skipuðu öndvegi, og síðar myndir Svenska Biograpfteatern. Þeir sem nú eru komnir á efri ár minnast þessara mynda ýmissa danskra leikara frá þeim árum, svo sem Psiland- ers, Ebbu Thomson, Peter Fjel- strups og margra fleiri, t. d. Os- cars Stribolt og Olgu Svendsen, sem oft léku saman og voru í hæsta þyngdarflokki. Það var Nordisk Film, sem lét gera kvikmynd eftir „Sögu borg- arættarinnar" og taka hana hér á landi — í Reykholti og á Keld- um — en baðstofa var sett upp þar sem nú er Hallveigarstígur og teknar þar innimyndir. Þar léku Guðmundur Thorsteinsson, Guð- rún Indriðadóttir og Stefanía Guðmundsdóttir. Nordisk Film hefir jafnan haft bækistöð sína í Valby við Kaup- mannahöfn. Fyrstu myndir fé- lagsins voru teknar í lélegu hús- næði, t. d. í kartöflugeymslum, en síðan var farið að byggja gler- hús, því að í þá daga voru lampar ófullkomnir og reynt að notast sem best við dagsbirtuna í öllum innimyndum. Það voru glæsilegar myndir, sem Nordisk Film tók í gamla daga. En þróun kvikmyndanna hefir verið ör, og myndirnar frá Nordisk Film, sem þóttu mikið afbragð frá sinni tíð, þola engan samanburð — hvað ytra borð snertir — við amerísku myndirn- ar sem síðar komu, og allra þeirra tækni. En hins vegar stóð leikur dönsku leikaranna að engu leyti að baki leiknum í þeim kvikmynd- — Ég skal aldrei láta umsjónar- mann brunbrautarinnar aka mér heim framar! um, sem nú er mest gumað af í veröldinni. Danir hafa jafnan haft vel þroskaðan listsmekk og eru vandfýsnir hvað það snertir. Og það var meiri ró yfir hinum dönsku kvikmyndum, en nú er titt um þær myndir, sem fólk sækist mest eftir að sjá nú. Stórveldisdagar Nordisk Film eru löngu liðnir, en fyrirtækið fylgist með kröfum tímans og leggur enn kapp á að taka góðar kvikmyndir og fylgjast með öll- um nýjungum í tækni. Áður ruddi það nýjar brautir í kvikmynda- gerð, en nú verður það að láta sér nægja að fylgjast með tíman- um og framleiða myndir handa Norðurlandabúum aðallega. — Er 'hann Nonni litli inni, María? — Það hugsa ég. Að minnsta kosti hefir kötturinn falið sig undir borð- inu. — Skrambans urg er þetta í sjón varpstækinu! Alveg: hissa. iÞað var gott ár hjá nautabönunum á Spáni í fyrra, segir i opinberri skýrslu um þessa skemmtistarfsemi. Alls «ru nú 287 fasta-svið fyrir nauta- at í landinu, og heitir það stærsta Metropolitano og rúmar 30.000 áhorf- endur. 1 Barcelona cru fleiri nautaöt háð en í nokkurri annarri borg Spán- ar. Næst kemur Madrid og þar er Monumental, sem rúmar 25.000 áhorf- endur. Þær tvær borgir, sem höfðu flest ötin, næst Barcelona og Madrid voru Valencia og Sevilla. Á nautaöt- unum á Spáni eru drepin á hverju ári 1500 gömul naut og mörg þúsund ungtarfar. Á skránni um nautavigs- menn eru taldir 5000 matadorar og yfir 10.000 picadorar og banderillos. Ymsir útlendir matadorar starfa á Spáni, 31 frá Mexico, 19 frá Venezuela, 10 frá Columbia, 6 frá Perú, 2 Eng- lendingar, 1 Ameríkumaður og einn Þjóðverji. Það var ekkert af góðgerðum nema sítrón og grape i trúlofunargildi, sem haldið var í Tyrklandi fyrir nokkru. Það var Emine, 12 ára, og Halil, ári yngri, sem voru að trúlofast. Þau höfðu fengið leyfi foreldranna til þess að halda trúlofunargildið dag- inn áður en þau tóku próf í reikningi i barnaskólanum. En brúðkaupið verð- ur látið dragast þangað til þau hafa lokið barnaskólanámi. í veislulokin tilkynnti móður brúðarinnar að bráð- um mundi verða haldið annað trúlof- unargildi. Hún átti nefnilega 9 ára gamlan dreng, sem vildi ekki láta tuilofunina dragast óþarflega lengi. Frú Angela Buliock i Kaliforniu er hlýðin eiginkona og gerir allt sem maðurinn liennar biður hana um. Einu sinn hringdi hann heim til liennar og sagði henni að vörubill- inn hans liefði stansað á stað, sem hann tiltók á Aðalstrætinu. Hvort hún vildi koma á bilnum sinum og ýta staða bilnum af stað svo að hann kæmist í gang? Frú Bullock gerði það og er hún hafði ýtt vörubilnum nokkur hundruð metra rakst hann á annan bil, sem stóð við gángstéttina. Þá fyrst sá hún að maðurinn hennar var alls ekki í bílnum. Hann hafði verið farið að lengja eftir henni og hafði farið inn i búð til að hringja aftur og sþyrja hvort hún færi ekki að koma. Þegar Errol Flynn hélt stórt sam- kvæmi i vor sem leið sendi hann út boðsbréfin viku fyrir, en þau hljóð- uðu svo: Gildir fyrir handhafa og eina frú. I--------------------------- STÆKKIÐ um 2—6 þumlunga með hinni nýju aðferð okkar, sem hæfir bæði körlum og konum. Ábyrgjumst árangur eða end- urgreiðum afgjaldið eins og það leggur sig. Góðfúslega sendið 30 shillinga póst- banka- eða ferðaávísun, sem greiða má með á Indlandi i Englandi eða Ameríku. Activities (Dept. 927) Kingsway, Delhi-9, India. ----------------------------1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.