Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Qupperneq 6

Fálkinn - 09.11.1956, Qupperneq 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. 2. Nítjdn dr mtd Ali Khnn ALI ER ÓNÆRGÆTINN. Hjúnaband Alis og Jiitu varð tals- vert misvindasamt. Ein ástæðan til jjess var sú, að Ali særði þráfald- tega tilfinningar llitu, án þess að iiufa hugmynd um það. Ég minnist bliðviðrisdags i Suður-Frakklandi, er prinsinn hafði leigt skemmtisnekkju Errols Flynn í siglingu um Miðjarð- arhaf. Eina fólkið um borð var prinsinn, iiita og ég, og svo tólf manna áliöfn Errols Flynn, en liún var öll í sjó- ræningjabúningum með rýting við helti. Skipið lá fyrir festiun fyrir utan Cannes við liliðina á öðru skemmti- skipi, þar sem laglega limuð ung stúlka lá á þilfarinu og sólbakaði sig. I'egar Rita og Aii prins gengu upp skipsstigann renndi Ali aðdáunar- augum til stúlkunnar á hinu skipinu. íÞað má segja að þetta væri smá- munir, þvi að Ali hafði aldrei séð þessa stúlku áður. En Rita varð tiamslaus, og lét hann liafa óþvegnar skammir. En ég skal fullyrða, að Rita var enginn engill sjálf. Stundum lét 'hún eins og urðarköttur — en aldrei var l)ún jafn falleg og þegar heiftarköst- in komu í hana. Ein ástæðan til þess að hún kunni ekki vel við sig í nýja hlutverkinu, scm prinsessa Ali, var sú, að hún var alltaf utangarna þegar hún var með vinum prinsins. Húsbóndi minn iifði og hrærðist í hestum og kunni best við sig innan um tamningamenn, hestaeigendur og knapa. En þegar prinsinn var að tala um hesta, hund- leiddist Ritu. Auk þess voru flestir vinir hans ftanskir, en Rita kunni varla orð í frönsku. Hún reyndi að visu alvar- lega að læra málið, en ég er hræddur um að árangurinn liafi verið litill. Ititu féll líka illa að hlusta á sögur, sem nálguðust að vera klúrar. Oftar en einu sinni hefi ég séð hana standa upp hneykslaða og fara út, þegar fólk sagði tvíræðar sögur. Ég hefi meira að segja séð ltana standa upp frá veisluborði og hlaupa út grátandi, af því að luin hélt að einhver — kannske Ali prins — itefði móðgað sig. Við slik tækifæri varð ég alltaf að vera til taks og aka henni heim. Hún sat þá fram í hjá mér. og oft sá ég hana gráta á lieimleiðinni. En þrátt fyrir þessar snurður, sem urðu aigengari er frá leið, átti ég góða daga fyrst eftir að þau giftust, því að Aii prins var með allan hug- ann hjá Ritu. Hann var alltaf hjá henni. Þau tvö ár, sem þau voru gift gerði Ali sitt ítrasta til að stilla sig um að ferðast, og aðeins einu sinni fór hann í langferð konulaus. Mestu sæludagarnir voru vitanlega um það leyti sem Yasmin dóttir þeirra fæddist. Ég var með prinsinum þegar við ókum með Ritu snjóþakta vegina í Sviss á fæðingardeildina. Síðustu orð hans áður en hún hvarf inn með iæknunum voru: — Elskan mín, ég vona að það vcrði stúlka! SIÐASKII’TI. Prinsinn hafði ekki tamið sér á- kveðnar lífsregiur áður cn hann gift- ist, og lífið i „l’Horizon" var frjálslegt. Þar var mikill gestagangur og Ali var vanur að trúa mér og öðru þjónustu- fólki fyrir öllum undirbúningi undir veislur. Við vissum hvernig liann vildi hafa þær, og hann vissi að við gerðum einmitt j)að sem hann vildi, án þess að hann skipti sér af því. En undir eins og Rita kom til sög- unnar urðu endaskipti á þessu. Prinsinn er eins konar ævintýra- lietja og smekkur lians og venjur mundu vekja furðu annarra. Þó að hann kynni best við sig i gömlum og velktum fötum, kostuðu fötin hans, sem hann keypli hjá klæðskera í Bond Slreet, oftast kringum 75 sterlings- pund. Skyrtur hans voru saumaðar eftir máli, og fangamarkið A. K. á brjóstinu. Daginn eftir að Rita og prinsinn höfðu borðað miðdegisverð hjá her- togahjónunum af Windsor, varð ég þess var, að Rita hafði tekið í sig að breyta „l’Horizon“ í líkt og var hjá Windsor-hertoganum. Vinnustúlkur Alis prins, sem til þessa höfðu gengið i sumarkjólum og komu ekki í sokka nema við sérstök tækifæri, voru nú látnar fara í ein- kennisbúninga, svarta með hvitum krögum og svuntum. Og Rita lét þær nota svarta silkisokka og hælaháa skó. Þegar hertogafrúin af Windsor trúði Ritu fyrir þvi, að hárgreiðslustúlka kæmi í hverri viku og þvoði og greiddi iiárið á öllum stúlkunum hennar, af- réð hún að gera eins. Og áður en tvær vikur voru liðnar gengu allar stúlk- urnar í „l’Horizon“ með hárið í hnút i hnakkagrófinni. Jafnvel indversku þjónarnir, sem voru vanir að ganga í léreftsbuxum og skyrtu, opinni i hálsinn, urðu nú að ganga í hvítum einkennisbúning- um og með hanska. Einn daginn þegar við prinsinn iðkuðum okkar venjulcgu leikfimi, — við köstuðum litlum indverskum strák á milli okkar eins og bolta, lionum og okkur til mikillar skemmt- unar — sagði húsbóndinn: — Ég sé að þetta er mesti liégómi, en mér þýðir ekki að mótmæia. Það var lika vandlifað fyrir vinnu- fóikið á morgnana. Prinsinn var alltaf vanur að fara snennna á fætur — með hundinum Harveu, sem iá við rúmgaflinn hans. En Rita fór aldrei á fætur fyr en klukkan eitt, og hún vildi ekki hafa að neitt ónáðaði. Þess vegna gátum við aldrei hlegið eða tal- að hátt fyrr en kl. 1. Engum bíl var leyft að aka upp að húsinu fyrir kl. 1. Enginn sími fékk að hringja nálægt svefnlierbergi Ritu fyrr en kl. f. Garðyrkjumennirnir niáttu ekki nota grasklippurnar fyrr en eftir 1. — En klukkan eitt fékk liún litlaskattinn í rúmið. Það var gild máltíð, með steiktu fleski og eggjum, og borin fram á stórum bakka, sem var alstráður smáblómum. Hádegis- verðurinn var alltaf borðaður kl. 1. Hún sagði: — Ég get ekki byrjað daginn nema ég fái fiesk og egg! Ali prins borðaði hins vegar aldrei neitt nema ávexti á morgnana. En annars var hann fádæma átvagl. Einu sinni þegar við vorum í Róm átum við fyrst 12 stykki af rjómaís, síðan spaghetti og lambakjöt og svo tólf stykki af rjómais á eftir. Ég skal játa að margt breyttist til bóta þegar Rita tók við stjórninni á heimilinu. Að minnsta kosli varð meiri regla á máltiðunum, og prins- inn, sem alltaf hafði verið óstundvís kom nú stundvíslega í allan mat. Annars var óstundvísin sá eini ó- vani prinsins, sem Rita reyndi að lag- færa. Eins og ég gat um áður kunni Rita ekki vel við sig innan um ýmsa aðal- horna vini prinsins — sem hægt er að finna nöfnin á í Gotha-almanakinu. Konur þær er hann þekkti, veittist licnni hins vegar ekkert erfitt að um- gangast — og hún var reiðuhúin til að berjast við þær með öllum sínum vopnum, ef henni sýndist prinsinn renna til þeirra of hýru auga. VEL FARIÐ MEÐ FÓLKIÐ. Eitt af því sem Rita setti út á hve mikla umhyggju prinsinn bar fyrir vinnufólki sínu. Við höfðum öll vist- leg herbergi með hvítum þiljum og þægilegum húsgögnum. Og maturinn var um það bil sá sami, sem prinsinn og Iiita fengu. Það er skritið að segja frá því hvern- ig herberginu mínu var breytt. Ali bafði afráðið að lóga heilmiklu af húsgögnuin, sem hann var orðinn leiður á. Þau höfðu verið borin út fyrir dyr og prinsinn sagði mér að senda ruslið til Cannes og selja það. Ég hjálpaði prinsinum til að bera nokkuð af húsgögnunum út, og á eftir bar ég þau borð og stóla, sem mig langaði í, inn i lierbergið mitt eld- húsmegin, án þess að nokkur tæki eftir. Tveimur árum síðar rak prinsinn af tilviljun augun í lítið teborð, sem ég hafði „hnuplað". Hann þreif borð- ið og sagði: — Þetta er verulega fal- legt borð. Hvar hefirðu fengið það? Og svo fór hann með það inn til sín. Það er enginn vafi á að Ritu þótti eins vænt um hið undurfagra hús og prinsinum sjálfum. Þegar þau voru þar ekki, dvöldust þau ýmist í Sviss en þar á prinsinn hús í Gstad, eða í húsi hans við Bois dc Boulogne i París. En smám saman varð Ritu ljóst að sá staðurinn sem Ali elskaði mest var St. Crappen, gamall sveitahær skannnt frá Lisieaux í Norður-Frakklandi. Þar er allt mjög frumstætt og ekki einu sinni sími. Þar eru tvö svefn- herbergi, stofa með múrsteinsgólfi og gamall stigi. Þegar prinsinn er þarna er ihann mikið úti og sagar í eldinn og pælir kálgarða. Á öllum verustöðum prinsins er eitt herbcrgi, sem enginn fékk að nota nema ég. Prinsinn sagði einu sinni við mig í spaugi: — Veistu, Daffy, að þetta kostar mig eins mikið og heilt •hrossabú? Fyrir milligöngu Ritu kynntist prinsinn mörgu kvikmyndafólki, sem hann hafði eklci þekkt áður. Ég held

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.