Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN að hann hafi orðið jafn hissa og ég, þegar hann komst að þvi að Ingrid Bergman var ein af bestu vinkonum Ritu. Hún kom og heimsótti þau oft, ásamt Rosselini, hinum ítalska manni sinum. Það var einkum fyrir Ritu orð, að Ali leyfði að nota „l'Horizon" fyrir samkvæmi í sambandi við kvikmynda- vikuna í Cannes. Við héldum veislur fyrir hundruS að kvikmyndastjörnum. en Ritu fannst þær fullmargar, ungu disirnar, sem reyndu að láta ljós- mynda sig með Ali prins. Það voru ekki eingöngu ríkir eða frægir gestir, sem komu í „l'Horizon". Prinsinn rétti oft bágstöddu fölki hjálparhönd. Ég hefi oft heyrt hann segja: — Farið þér og hvílið yður í sumarhúsinu mínu. Þér hafið gott af að breyta um loft. Og vitanlega kostaði dvölin þá ekki einn eyri. Rita skildi aldrei þessa tilhneig- ingu Alis, því að hún var ekki fædd rik sjálf. Hún var ekki vön að ausa út peningum. Hún hafði gaman af að segja söguna af ungum þjóni, sem hafði stolið demantsnál frá prinsinum og reyndi að veðsetja hana. Prinsinn fór til lögreglunnar og eft- ir að hann hafði sagt henni, aS þilt- urinn væri iSjusamur og viSfelldin, bað hann um að fresta málsókninni. Hann útvegaði honum verjanda sjálf- ur, og pilturinn fékk skilorðsbundinn 12 mánaða dóm. Og á eftir lét Ali borga honum tólf mánaða kaup. svo að hann freistaðist síður til að stela oftar. KASTAST í KEKKI. Því miður var prinsinn ekki alltaf eins nærgætinn — jafnvel ekki við konuna sina. Þegar frá leið rifust þau oftar og oftar, og stundum töl- uðust þau ekki við í langan tíma. Og þá lenti það lítið öfundsverða hlut- verk á mér að reyna að miðla málum og tala á milli þeirra. Eftir tiltölulegan rólegan kafla stakk prinsinn allt í einu upp á þvi, að þau skyldu fara á ljónaveiðar til Afríku. Rita var ekkert hrifin af því. Hún reyndi að gera honum skiljanlegt, að þess háttar ferðalag væri ekki fyrir sig. En húsbóndi minn lagði sig fram og kom henni á aðra skoðun. Mér var sagt að verða eftir og lita eftir bílunum, sem prinsinn átti víðs vegar á vesturlöndum. Rita var ekkert ánægjuleg þegar þau héldu af stað. Og ég varð ekki vitund hissa þegar hún kom heim tveimur vikum fyrr en áætlað var — og ein! Þegar ég spurði hvort hún hefði skemmt sér, svaraði hún: — Ég veit bara að mig langar ekkert til að fara aftur til Afríku, Daffy. Þetta var í síðasta skiptið sem ég sá Ritu áður en slitnaði upp úr. Ég flaug til London og tíu dögum síðar var símað til mín að Rita hefði farið með Yasmin dóttur sína til Vestur- Frakklands og ætlaði sjóleiðina það- án til Ameriku. Tvisvar sættust þau aftur, en þetta var vonlaust. í bæði skiptin lenti þeim fljótlega i bullandi skömmum. Ég er viss um að ef þau hefðu lifað rólegra lifi og ekki alltaf verið um- talsefni fólks, mundi hjónabandið hafa getað haldist. Ég veit að jafnvel nú, tveimur árum eftir skilnað'inn hefir prinsinn stóra ljósmynd af Ritu á slaghörpunni í stofunni. Og hann hefir bannað að hreyfa myndina. Arið 1951 fór Rita aftur til Ameríku eftir að hafa verið gift Ali Khan í 2 ár. FÍFLÐJARFUR ÖKUGIKKUR. Flestum — einkanlega kvenfólki — mun nóg boðið að sitja i bíl þegar Ali er við stýrið. Hann ekur stundum eins og brjálaður maður. Fyrri kona hans, frú Loel Guinness fyrrverandi. lét aldrei húsbónda minn stýra bil, sem hún sat í. Og Rita, önnur kona hans þverneitaði að fara inn í bílinn, ef hún vissi að hann ætlaði að stýra. Sannast að segja leiðist honum að aka í bil, nema hraðinn sé 150 kiló- metrar á klukkustund. Það hefir kom- ið fyrir, að eftir erfiðan vinnudag í París hefir hann ekið þaðan til Cannes — 900 kílómetra — á tíu timum. Stundum þegar ég hefi ekið með 150 km. hraða hefi ég séð hann kreppa hnefana og segja: — Hraðar, Daffy! Hertu á þér! Hvað sem hann gerir þá á það að ganga fljótar en fljótt. Á morgnana þegar hann fór í bað og klæddi sig, heimtaði hann að gera þetta allt á þremur mínútum, og meira að segja raka sig líka. Þjónn færði hann í sokkana (þann hægri fyrst þvi að hann er hjátrúarfullur), annar hélt brókunum tilbúnum og sá þriðji stóð viðbúinn með skyrtuna. Ef Ali prins hefði ekki samkvæmt erfSum sinum átt aS verða andlegur leiStogi margra milljóna múhameðs- sinna, er ég viss um að hann hefði orðiS einn af bestu kappakstursmönn- um í heimi. í fyrrahaust lifSum viS spennandi vikur. Ali prins hafSi gerst þátttak- andi í ítalska Grand Prix-akstrinum og átti að stýra Alfa Romeo-bil. En í sömu svipan sem Aga Khan frétti þetta símaði hann frá Cannes og bannaði Ali að taka þátt i akstrinum. Prinsinn reyndi að telja hontim hug- (hvarf, en Aga var ósveigjanlegur. Hann vildi ekki láta Ali leggja sig i lífshættu. Prinsinn var i öngum sínum, en ég skal ekki neita aS mér létti stórum. Prinsinn er ótrúlega bífræfinn öku- gikkur, þvi aS hann kann ekki aS hræSast. Ég er viss um aS hann á lif sitt aS þakka þvi, aS ég hélt i hemilinn á honum stundum þegar ég sat við stýriS. Þau tuttugu ár sem hann hefir ekið bil, hefir hann hvað eftir annað komist i beina lifshættu. DRAUMABÍLL ALI PRINS. Um eitt skeið átti húsbóndi minn kringum 40 bila hér og hvar um heim- inn, og þeir stóSu alltaf reiSbúnir ef hann lenti í flugvél einhvers staðar nærri. Hann átti Rolls Royce, Bentley, Alfa Romeo, Cadillac, Chrysler, Dela- haye og jeppa. En montnastur hefir hann verið af bílunum, sem eru sér- byggSir eftir hans fyrirsögn. Ali pantar sér „draumbil" eftir sinum geðþótta, á sama hátt og sumir panta sér skyrtur eftir máli. Þessir bílar eru smíðaðir af undra-duglegum en að kalla ólærðum bilasmið i París, ítölskum að ætt. Hann heitir Figoni, og þessir bílar kostuðu venjulega kringum hálfa milljón króna. Prinsinn og ég •höfum átt margar skemmtilegar stundir við að úthugsa þessa bíla. Og síðan fórum við með hugmyndirnar í hina litlu smiðju Figonis, i Auteil við París. Og meðan prinsinn lýsti hugmyndum sinum sat Figoni innan viS stóra skrifborSiS og hlustaði a. Og á eftir tók hann leir- klump og 4 lítil hjól og tvo trémeitla og gerði líkan af bílnum. Venjulega fór eitt ár í að smiða þessa bíla. Þeir voru kjörgripir og mörgum árum á undan sínum tíma. Amerískar bílasmiðjur hafa stælt ým- islegt i fyrirmyndum Figonis. Þegar prinsinn fór einu sinni einn í sex vikna ferð til Egyptalands, sagði hann viS mig er hann fór um borð í skipið í Marseille: — Nú finnst mér að þú ættir að nota tækifærið og fá þér almennilegt fri meSan ég er aS heiman. Og ég tók einn Figoni-bilinn og ók heim til Aberdare í SuSur- Wales. Bíllinn stöðvaði umferðina víða þar sem ég fór um, og ég varS að fá lög- regluvörð um hann á nóttinni. Prinsinn hefir lent i mörgum ljót- um bilslysum, en það skal sagt hon- um til málsbóta, að sjaldnast átti hann sökina sjálfur. Einu sinni ók hann nýjum Hotch kiss 170 km. hraða á frönskum vegi og þá sprakk einn hringurinn. Vegurinn var háll og viS fórum sex veltur áSur en bíllinn stansaSi. En hvorugur okkar fékk skrámu. Húsbónda mínum var jafnan hagaS um aS fara fram úr hraSametunum, sem viS höfðum fyrir, og einu sinni ókum við frá veðhlaupabrautinni í Newmarket og inn til London með 140 km. hraða. Eg sat við stýrið. Prinsinn var alltaf að nöldra: — Aktu hraðar, Duffy. Herlu á þér — við getum. ekki sníglast svona áfram! Vegurinn var auður, nema hvað lítill bill stóð úti á brún nokkru framar. Þegar við vorum 30—40 metra frá honum ók hann allt i einu út á veginn. Mér var nauðugur einn kostur að beygja. ViS hrutum yfir skurð, gegn- um girðingu og lentum i stórum hey- bólstri. Prinsinn var meðvitundar- laus og kíllinn — spánnýr Chrysler — var gerónýtur. En versta slysið var í Digne, í frönsku Alpafjöllunum, þegar prins- inn ók beint á Citroen-bíl með 100 km. hraða. Ég hélt fyrst að hann væri dauður. en sem betur fór var hann bara í yfirliði. GLÖGGUR HESTAMAÐUR. Það er erfitt að segja hvort það eru hestar eða bílar, sem prinsinn elskar mest. En ég veit að prinsinn fórnar fúslega nokkur þúsund sterl- ingspundum til að vinna sigur í veð- reiSum. Einna frægustu veislurnar i Paris eru þær sem húsbóndi minn heldur þegar hestur frá honum hefir unniS. Fyrir stríSiS komu 30—40 manns saman og drukku kampavín við slik tækifæri. Nú koma 400 manns í veisl- urnar, og stjórnmálamenn og iðju- höldar slást um að verSa boSnir í veislu prinsins i veitingasölunum Pré Catelin i Boulogneskógi. Þessar veislur kosta kringum 250.000 krónur og standa fram undir morgun. Og sigurinn cr mikils virSi fyrir þá sem starfa hjá prinsinum, þvi aS þeir sem hafa séð um hestinn sem vann, fá rausnarlega gjöf. Knapinn fær stundum fast að þvi 100.000 krónur. Ali prins á nú alla veðhlaupahesta í félagi við föður sinn. SíSan Aga Khan lá veikur fyrir þremur árum hefir Ali haft allan veg og vanda að hestunum. En hann gerir aldrei hestakaup nema faðir hans fallist á það. Og gamli maSurinn svarar venju- lega: — Þitt verS er mitt verS! Besta verslunin sem hann hefir gert var sú, aS hann keypti tvo hesta af franska merakónginum Raymond Volterra tveimur vikum áSur en þeir unnu Derby-hlaup. Prinsinn segir oft, að hann geti „lyktað" hvaða hestur vinni þaS hlaup. En Volterra vann aldrei Derby sjálfur. KvöldiS fyrir veSreiSar fór prins- inn aldrei snemma aS hátta. Hann fór meS mig út á veðreiðabrautina klukkan tvö að nóttu til að athuga hvernig völlurinn væri. í longchamps við París urðum við að klifrá yfir girðingar til að komast inn á völlinn. Mesta árið i hestasögu feSganna var 1948, er hestar þeirra unnu bæði Derby, Oaks Suður-frlands, franska Grand Prix og Prix de l'Arc de Triomphe. Eitt skemmtilegasta veðreiðasam- sætið var það, sem Ali og Rita buðu Bing Crosby og Joan Fontaine til i hesthúsinu, fyrir einar veðreiSarnar. Ali prins var í kjólfötum og með grá- an pipuhatt pg báSar dömurnar mjög skartbúnar. ViS stóðum og biSum eft- ir Bing fyrir utan Ritz í París og loks kom hann slangrandi á hvitum og svörtum lakkskóm, linjakka og meS stráhatt meS hvitrauSum borSa. Prinsinn var ekki aðeins rausnar- legur gestgjafi heldur stórgjöfull á Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.