Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Side 9

Fálkinn - 09.11.1956, Side 9
FÁLKINN 9 Harry að drekka og jafnvel örfa hann til þess. Áður en bannið var afnumið var Harry vanur að fá brennivinið sitt hjá maiini á bensinstöðinni við Mud Creek. Agnes bafði vitað um það. Hún vissi meira að segja að Miriam hafði stundum ekið þangað með Harry og beðið i vagninum meðan liann var inni. Agnes bafið komið þvi til leiðar að bensínsalinn var handtekinn og fékk refsingu. En það var enginn sem vissi um það. Hún hafði skrifað sýslu- manninum og falsað nafn undir og það dugði. Sýslumaðurinn gerði liús- rannsókn á bensínstöðinni og fann allmikið af viský, og maðurinn var dœmdur og sat í fangelsi. En vitan- lega náði Harry sér í viský á öðr- um stað. Það sem sérstaklega hafði vakið athygli Agnesar daginn sem hún heyrði foreldra sína tala um hjóna- skilnað Miriam, var dálitið sem kom fyrir eftir að hún hafði farið út til að hitta Mary Culbertsson og liafði snúist hugur. Enginn hafði séð að liún kom aftur, og hún hafði gengið upp í herbergi sitt, sem lá við „ársal- inn uppi“. Svo kom símasendillinn hjólandi og hún sá hann gegnum gluggann. Hann hringdi og Kate vinukona fór til dyra. Faðir hennar var inni hjá mömmu og dyrnar voru lokaðar, en hann var ekki farinn að verða hávœr þá. Nýja vinnukonan var stór, rauðhærð og með rauða hand- leggi, og Agnes fannst röddin i henni svo gróf og ruddaleg. Og fruntaleg var hún líka, því að hún gekk að stiganum og grenjaði: Miriam, Miri- am, hérna er skeyti til yðar! Miriam hefði átt að setja ofan í við hana. Var nokkur hemja á því að liða vinnu- konunni að kalla í sig með skírnar- nafni, hugsaði Agnes með sér. Ivate kallaði oft á Agnesi svona líka, en Agnes gat ekkert við þvi sagt, því að ef hún gerði það þá var hún sú eina á heimilinu sem gerði það og vinnukonan mundi fyrtast við hana og ekki gera henni neitt til geðs. Ef hún t. d. þyrfli að fá kjól strokinn í snarkasti þá mundi Kate draga það á langinn og kannske gera það illa eða jafnvel sviða kjólinn í þokkabót. Þegar hún hafði heyrt Ivate kalla hafði hún verið kyrr inni í her- berginu sínu og hlustað. Dyrnar út í ársalinn voru lokaðar en hún opnaði svo að hurðin félli ekki alveg að stöfum. Miriam kom hraðstíg innan úr herberginu sinu. hinu megin við ársalinn, og gekk hálfa leið niður stigann. Ef þessi nýja vinnukona hefði verið sæmilega siðuð, — ef móðir hennar hefði sagt henni hvernig hún ætti að liaga sér, þegar hún réð hana, liefði hún vitanlega átt að ganga upp stigann og drepa varlega á dyr lijá Miriam. Agnes stóð innan við hurð- ina í herbergi sínu og gægðist gegn- um rifuna. Ilún sá Miriam fara niður stigann, á pallinn i miðju, þar sem luin mætti Kate sem kom að neðan. — Ég kvittaði fyrir þvi, sagði Kate og rétti Miriam skeytið. — Það stend- ur pottur sem sýður i á eldavélinni hjá mér, bætti hún við, en samt stóð hún og beið meðan Miriam las slceyt- ið. Það var af þvi að hún var for- vitin. .Ta, þessi frekja í henni, að kalla svona á Miriam með fornafni. hún öskraði það blátt áfram. „Miriam! Miriam!" Miriam var ekki grönn eins og Agnes, og hún var ekki lagleg. Hún var of munnstór. Það var munnurinn hennar móður þeirra. Miriam var menntuð og hafði numið í háskólanum í Ghicago. Agnes hafði ekki gert það. Einmitt í þann mund sem Agnes, sem var fjórum árum eldri en Miriam, •hafði lokið gagnfræðaskólanum, hafði faðir hennar — heimskinginn só, far- ið að braska i hlutabréfum og tapað stórfé. Eftir þrjú—fjögur ár var hann kominn á réttan kjöl aftur, og þá bauðst hann til að kosta Agnesi til náms en hún þáði það ekki. Hún vildi ekki sitja i bekknum upp á það að vera elst. Agnesi fannst hún vera laglegri en Miriam. Hún vissi að hún var það. Henni fannst flónska að vera að eyða tímanum í bóknám. Kerlmennirnir kærðu sig ekkert um þess háttar konur. Hún liafði mikið, gljáandi, rauðjarpt hár og falleg eftirtektar- verð grágræn augu. Hún varði mikl- um tíma i að halda sér til. Það borg- aði sig. Það kom fyrir að Harry reyndi að erta hana með því, en hún vissi hvernig hún átti að stinga upp i hann. þvi að einu sinni hafði hún séð dálitið. Það var viðkomandi vinnukonunni, þeirri giftu, sem hafði verið þar á undan Kate. Hún hét frú Itenry, og maðurinn hennar hafði verið settur inn, vegna þess að hann hafði slegið mann í rot með priki á þriðja flokks bilíiard-kjallara. Hún var há og ljóshærð og leit vel út, og Agnes hafði heyrt ýmislegt um hana. Agnes vildi ekki taka munninn svo fullan að segja að það væri eitthvað á milli hennar og Harry, en einu sinni var Harry kominn inn í eldhús, þar sem liann liefði aldrei átt að koma, um nónbilið. Agnes gat ekki betur séð en að talsvert væri í honum. Hann reyndi að næla sér í bita af steiktum kjúklingi í kæliskópnum, en frú Henry vildi ekki leyfa honum það. Agnes var komin í eldhúsdyrnar og stóð og horfði á. Frú Henry sagði a ðef Harry sncrti á kjúklingnuni yrði of lítið eftir til miðdegisverð- arins. Hún hét Alice að skirnarnafni. — Hver fjárinn er þetta, Alice? sagði Harry og svo fór hún að stjaka hon- um frá skápnum. Þau lilógu bæði. Harry danglaði í liana og hringsneri henni og svo skellti hann hana á hausinn með flötum löfanum. Það benti á ýmislegt. i i 1 ! : !T! KATE, nýja vinnukonan stóð i stig- anum og brann í skinninu af forvitni. í rauninni stóð henni alveg á sama um hvort syði upp úr pottinum í eldhúsinu. Ef simskeyti kemur á heimilið og vinnukonan er úr sveit, svo að segja nýkomin af bændaheim- ili, þá lieldur luin alltaf að einhver ósköp hafi skeð. Fólkið i sveitinni fær aldrei símskeyti nema þegar ein- hver er dauður. Miriam var skjálf- hent þcgar hún opnaði skeytið. Ilún fór inn í herbergið sitt, setti upp hatt og fór í kápu. Svo gekk hún niður stigann, hað föður sinn að koma út úr herbergi móður sinnar og sagði eitlhvað við hann, sem Agnes gat ekki heyrt, þó að hún stæði við stigann uppi. Svo fór Miriam út. En á eftir heyrði Agnes að faðir hennar fór aftur inn til mömmu hennar, og hún heyrði að hann sagði henni frá símskeytinu. Tom Haller ætlaði að koma á miðvikudaginn. Og i dag var ekki nema mánudagur. Hann ætlaði að koma til að tala út við Miriam — um skilnaðinn. Það var þá það, sem á spýtunni hékk. Agnes fékk gott tækifæri til að taka eftir Miriam áður en hún fór út, og hún var bæði trufluð og æst. — Mér þykir gaman að 'hún skuli hafa lent i þessu, hugs- aði lnin með sér. En svo skammaðist hún sin og hugsaði: Nei, mér þykir það ekki gaman. Hana hafði að visu grunað að ekki væri allt með felldu þegar Miriain kom heim frá Cliicago fyrir tveimur mánuðum. Þær sátu öllum stundum saman, Miriam og móðir þeirra og töluðu í livíslingum og augnaráð henn- ar Miriam var svo undarlegt. Hún •liafði ekkert eftirtektarverð augu, eins og Agnes. Augun i Miriam voru blá en upplituð. — Ég þori að veðja um að hún er ólétt, datt Agnesi undir eins í hug, en síðan hafði hún breytt um skoðun á þessu án þess þó að gera sér grcin fyrir hvað að var. Miriam og Tom Haller höfðu verið gift í þrjú ár. Miriam hafði kynnst honum þegar hún var ó háskólanum i Chicago. Agn- es hafði haft augun hjá sér og tekið eftir ýmsu viðvikjandi Miriam, og hún furðaði sig á að hún skyldi ekki gera neitt til að halda sér grannri. En luin komst að þeirri niðurstöðu að ástæðan væri ekki sú, sem hún hafði haldið fyrst í stað. Samt var nú þetta skrítið, að hvorki Miriam né móðir hennar skyldu segja Agnesi nokkurn skapaðan 'hlut, enda þótt Wilsons- fjölskyldan kynni vel að fara með leyndarmálin sin. Hún var að hugsa um að ef það hefði verið hún sjálf — ef það hefði verið hún, sem hefði ver- ið gift Tom Haller, og ekki Miriam — þá mundi þetta ekki hafa komið fyrir, vegna tilfinninganna sem hún bar í brjósti i fyrsta skipti sem hún sá Tom Haller í fyrta skipti, jiegar hann kom til Carlsville til að giftast Miriam. Hcnni fannst að ef jiað hefði verið hún þá skyldi hún hafa séð til þess að verða ólétt undir eins, og hún komst að þeirri niðurstöðu að ef 'hún ætti eftir að giftast einhvern tíma þá væri þetta það eina rétta. — Ég þori að bölva mér upp á að mér gæti tekist það, hugsaði hún með sér. Hún hafði hugsað margt eftir að Miriam fékk símskeytið, og enda áður líka, alla tíð síðan Miriam giftist Tom. Tom var hár og ljóshærður. Hann kom frá Chicago og brúðkaupið var haldið i húsi Wilsons sjálfs í Carls- ville. Agnes hafði verið brúðarmær. Þetta var stórt brúðkaup því að Alfred Wilson var farinn að fást við stjórn- mál. Hann sat i efri jnngdeildinni i fylkinu, og vitanlega varð hann þá að bjóða öllum, sem eitthvað kvað að. En nú var það skritnast að tveir af helstu atkvæðaniönnunum í Carlsville, sem hann mátti til að bjóða af póli- tískum ástæðum, höfðu alls ekki verið boðnir. Hann hélt að hann hefði boð- ið þeim, en hann hafði ekki gert það. Það var Agnes sem hafði sett boðs- bréfin í póstinn. Hún hafði farið með árituð boðsbréfin á pósthúsið og hún hafði tekið þessi tvö bréf úr hrúg- unni og rifið þau í tætlur. Frúr þess- ara tvcggja stjórnmálamanna voru sjaldan boðnar til málsmetandi fólks í Carlsville, cn samt vissi Agnes varla hvers vegna lnin gerði þetta. Hún bara gerði það. Henni fannst sjálfri að lnin hefði verið einstaklega myndarleg i brúð- kaupinu. Tom Haller hafði komið með annan mann með sér þegar hann kom. Hann átti að vera svaramaður. í raun og sannleika virtist ekki mikið varið í hann. Hann var cldri en Tom og var pröfessor í ensku eða einhverju svo- lciðis, og hann gekk með gleraugu og fór hjá sér. Agnes þótti ekkert í hann varið og þess utan var hann mennta- maður og nærsýnn. Agnes hefði þorað að veðja um að Tom liefði lánað svara- manni sinuni fyrir fargjaldinu frá Chicago til Carlsville. Ilún vildi ekki setja neitt út á Miriam. en ekki gat lmn séð hvað þau gátu fundið hvort öðru til ágætis luin og Tom. Ef Miriam hefði hins vegar orðið heilluð af prófessornum, úr því að þau voru bæði svo miklir bókamenn, þá hefði það verið skiljanlegra og átl betur við. En vitanlega sagði liún aldrei neitt í þá átt. Henni leist vel á Tom. Einu sinni þegar hún kom niður stigann, daginn fyrir brúðkaupið — hún hafði verið uppi í herberginu sínu og mátað brúð- armeyjarkjólinn sinn, og var á leiðinni niður til að sýna sig móður sinni — mætti hún Tom á pallinum i miðjum stiga og liann tók allt í einu utan um hana og kyssti liana. Hann sagði að það væri bróðurkoss, en það var ekki. Hún vissi nú betur en svo. LOKSINS, þegar hún hafði komist að þvi sem allir hinir i fjölskyldunni vissu, án þess að nokkur þeirra hefði liirt um að segja henni frá þvi, fór Agnes upp i herbergið sitt og settist við gluggann. Hún hafði sannarlega mikla eftirtekju af þessari stund, sem hún sat liarna og hugsaði. Fjölskyldan hafði þá ekki talið það hyggilegt að segja henni frá þessu. Tom Haller var væntanlegur til að tala við Miriam um skilnaðinn. Hvað sem öðru leið gat hann ekki gifst aftur fyrr en geng- ið hefði verið frá hjónaskilnaðinum, en Miriam mundi gefa lionum eftir skilnaðinn hvað sem faðir þeirra segði. Líklega mundi hún ekki einu sinni fara fram á lífeyri eða meðgjöf. Miriam var þorskur. Agnes minntist aftur augnabliksins með Tom i stig- anum, kvöldið fyrir brúðkaupið hans. Þetta eru allt saman eintómir þorsk- ar,. luigsaði Agnes með sér. Hún var staðráðin í þvi að ef fjölskyldan héldi áfram að fara bak við hana, þá áskildi hún sér fullan rétt til að halda áform- um sinum leyndum fyrir hcnni. ITún sat um stund og liugsaði. Svo stóð hún upp og skoðaði sig i speglinum. Það voru tveir dagar þangað til Tom Haller kæmi. — Ég verð að fara á hárgreiðslu- stofuna á morgun. hugsaði luin með sér. * — Nú er öryggisbeltið á réttum stað á konunni minni .. . Konan var spurð hvers vegna hún kallaði manninn sinn Hugsandi. — Vegna þess að hann vinnur aldrei ærlegt handarverk. Kennslukonan: — Hvernig getur þú sannað að jörðin sé hnöttur? Stráksi: — Eg hefi aldrei sagt að liún væri það.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.