Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. t>að hrifur að bcrpa í borðið! ÉG hafði verið vestur í Ameríku í tvö ár og var nýkominn heim til Reykjavíkur. Ég var að koma út úr Búnaðarbankanum og ætlaði inn á Laugaveg, en livern haldið þið að ég rekist á þegar ég er nýkominn nerna Kristján kvakandi, sem stendur á gangstéttinni og mænir á búðardyrnar lijá SÍS. — Nei, þetta kom mér sannarlega á óvænt, sagði Kristján og hristi hönd- ina á mér upp og niður i fimm mín- útur samfleytt, eins og hann væri að pumpa vatni. — Hvernig líður þér og þakka þér fyrir sömuleiðisl Við stóðurn þarna eins og klettur í allri umferðinni, og rifjuðum upp gamlar endurminningar í nærri þvi hálftíma. Ég var nú i hálfgerðum vandræðum, því að ég vissi ekki hvað gerst hafði hjá kunningjunum meðan ég var að heiman. Og einmitt um það leyti sem ég fór, hafði Kiddi kvakandi sagt Gælu sinni upp hlýðni og holl- ustu, en þau höfðu verið hringtrúlofuð í alltof mörg ár. Ég gat ekki komið mér að því að fara að inna hann eftir þessu viðkvæma málefni, sem ég var orðinn allsendis ókunnugur. Þess vegna stóðum við þarna og töluðum um daginn og veginn, um stjórnmálin cg um þá sem gengu fram hjá, og um dýrtíðina á Seltjarnarnesinu og í Ameríku. Ég mundi að Kiddi hafði verið skrambi framlágur um það leyti sem ég var að fara, og það var út af Gælu. En allt í einu nefndi Kiddi nafnið — Gælu. Og þá gat ég vitanlega ekki neitað mér um að spyrja hvernig henni liði. , — Jú, þakka þér fyrir — henni líður nú vel. Við höfum verið gift í rúmt ár. — Slettist ekki upp í vinskapinn ykkar? — Jú, skilurðu, en það lagaðist aftur. Svoleiðis var að hún gerði sér orðið of dælt við mig. Þegar við liöfðum ákveðið að fara út saman klukkan 7 og ég kom 'heim til hennar að sækja hana, þá kom ég vitanlega stundvíslega, en þá var hún ekki byrj- uð að tygja sig og átti meira að segja eftir að baða sig. Og svo varð ég að sitja og bulla við gamla manninn klukkutímunum saman, en hann talar aldrei um annað en gigtina i sér, og alla skurðina, sem gerðir hafa verið á honum. Hann segir að það séu skræf- ur, sem ekki þola að fá sótthita upp í 47,2. Og þegar sá gamli var ekki heima, kom bróðir hennar og fór að sýna mér frímerkjasafnið sitt. Mér er meinilla við alla frímerkjasafnara. IJvern þremilinn varðar mig um vatns- merki, takka og yfirstimplanir! Loks sauð upp úr mér og ég lét Gælu heyra meiningu mína. Eitt kvöldið þegar við höfðum á- formað að fara á Sölku-Völku klukk- an 7, og hún sýndi ekki á sér snið til að vera tilbúin fimm mínútum áð- ur, brýndi ég raustina og barði í borðið. Ég sagði henni afdráttarlaust, að ef hún nennti ekki að vera tilbúin á réttum tima, þá gæti hún látið ein- thvern annan en mig bíða eftir sér framvegis — ég mundi ekki púkka upp á hana. Héðan í frá yrði hún að vera tilbúin á réttum tiniá, sagði ég Framhald á bls. 14. Vitið þér...? að hægt er að setja klukkuna sína eftir „Old Faithful“? Þessi frægi hver er frægastur allra þeirra, rúmlega hundrað, sem gert hafa garðinn frægan i Yellowstone National Park í Wyoming i U. S. A. — Og hann er stundvísari en Geysir okkar. Þvi að nákvæmlega 65. liverja minútu spýtir hann úr sér 60 metra háu gosi, um 3.000 lítrum af vatni, og þetta hefir hann gert svo lengi, sem menn með úr upp á vasann hafa haft kynni af honum. Þess vegna hef- ir hann líka fengið nafnið sitt — gamli Tryggur. að Juaymi-indíánar nota ódýrustu rakblöð í heimi? Þegar þeim dettur i liug að raka sig slíta þeir upp blöðkustrá af panama- grasi. Þau eru flugbeitt og kvað vera hægt að skrautraka sig ineð þeim ekki síður en King Gi'llette-blaði. Juaymi- indiánar eiga lieima i Panama. að einkafyrirtæki byrjaði að nota hliðarljós skipa? Það var Skotinn Samuel Cunard, stofnandi Cunard Line, sem við stofn- un félagsins 1840 byrjaði að nota toppljós og grænt stjórnborð- og rautt bakborðsljós á skipum sínum. Ýms-' ar þjóðir tóku ekki upp þennan sið fyrr en eftir síðustu aldamót. Fath hefir valið hið mjúka fína nutria í fóður á þetta eape. er úr sama efni. Vel má nota ódýrara efni ef vill. Kósakkahúfan NÝTT BELTI. — Nýtt belti breytir kiólnum svo að hægt er að nota gaml- an og leiðinlegan kjól sem nýr væri. Tískuhöfundar leika sér nú með alls konar belti. Hér eru nokkur sýnis- horn, öll frönsk nema það köflótta sem er þýskt. ÞETTA ER FYRIR ÞÆR HÁU. Kasaklínan er falleg, ef til vill nokk- uð stíf, en ávalar axlirnar milda svip- inn. Þessi kjóll frá Grés er í tvennu lagi, pils úr grófu efni og blússa með y V-laga hálsmáli. ★ Tískumifodir ★ -------------------1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.