Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 09.11.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hvar ég er, sagði hún lágt er hún elti Fern- ando upp að tómum stólnum hans. Ungur maður stóð upp af næsta stól við. — Takið þér stólinn minn, herra Cuero. Ég hefi strigastóla í bilnum mínum og næ í þá. Fernando þáði auða stólinn, settist og rétti fram fæturna. — Þakka þér fyrir, Bob, sagði hann vingjarnlega. — Þetta var fallega gert af þér. . — Hver var þetta? spurði hún þegar ungi maðurinn var farinn. — Einn af verkfræðingunum okkar. Leist yður vel á hann? — Ég veit ekki. Eg var ekki kynnt honum. — Ég er ekki vanur að kynna vini mína undirmönnum mínum. — Eru þeir svona siðavandir hérna í Kal- indi? Hve margir hvítir menn eru hérna í virk j unarstöðinni ? — Ellefu — þeir hafa allir hver sitt hús. Þér fáið að sjá þá alla þegar þér setjist að hérna. En ég er hræddur um að þér saknið Buenda. Nú fóru allir að góna á flugvélina, sem færðist óðum nær. Þeir innfæddu ætluðu að sleppa sér af hrifningu og forvitni. Aldrei hafði flugvél lent á þeirra landi fyrr og þeir frá sér numdir yfir þessum einstæða atburði. Flugvélin fór í hring yfir svæðinu og lækk- aði sig og lenti von bráðar á miðjum vell- inum. Hreyflarnir stöðvuðust, svertingjarnir börðu bumburnar og höfðinginn, sem var ungur maður í fallegum fötum, saumuðum eftir máli, gekk fram til að bjóða fulltrúa Bretlandsstjórnar velkomna. Þetta var allt mjög hátíðlegt. Fjórir menn í einkennisbúningum komu út úr flugvélinni. Menn tókust í hendur og hneigðu sig, og gest- írnir fjórir veifuðu til hvítu mannanna, sem ftöfðu mætt þarna til að taka á móti þeim. Svo gengu þeir til sæta sinna og settust undir hálmþakinu. 6 — Mér fellur vel hve Bretar eru lægnir á að setja hátíðasvip á samkomur, hvíslaði ffernando brosandi. — Svertingjarnir hafa fniklar mætur á því. £ — Mér finnst það ekki óviturlegt, svaraði hún. Báðir aðilar verða ánægðir og það skap- ár hátíðleikann. Þessir menn eru hingað komnir til að ræða alvarleg málefni. — Já einmitt. Hann leit á hana frá hlið. ^— Hvernig finnst yður Neville vera núna? — Neville? Mér sýnist hann hafa náð sér aftur, en hann er dálítið þreytulegur. Menn verða slappir eftir malariu, er það ekki? % Hann kinkaði kolli. — Jú, og það verða menn líka af ástarævintýri, sem ekki er kom- ið í aigleyming enn. ; — Á það nokkuð skylt við þetta? DIAMANTINA. 1. í byrjun 18. aklar voru margir gullgraftar- menn í Brasilíu. Á einuni staðnum sem þeir voru að grafa, voru þeir alltaf að rekast á fallega smá- steina, en þeir fleygðu þeim, því að þeir voru ekkert Hkir gulli. En gull var það sem þeir vildu finna. — Einn daginn tók einn gullgrafarinn fulla skjólu af þessum steinvölum heim, handa krökk- unum sínum að leika sér að. Og börnin voru að velta steinunum á götunni, þegar munk nokkurn bar þar að. Munkurinn fór að skoða steinana og spurði börnin hvar þau hefðu fengið þá. Þau sögðu honum það og hann náði sér i fullan kassá af svona steinum og fór með h'ann til Rio de Janeiro. 2. Frá Rio sendi hann kassiann til konungs- ins i •Portúgal, sem þá var konungur Brasiliu. Konungurinn varð hissa er hann ¦fékk fullan kassa af grjóti, en lét rannsaka það ogsteinarnir reynd- ust vera demantar. Nokkrum máhuðum síðar komu steinafræðingar, sendir af konUngi, þangað sem steinarnir höfðu fundist. — „Eigið þið meira af þessum laglegu sniásteinum?" spurðu þeir gull- grafarana. .,Já, heila hauga af þeim," svöruðu þeir. „Börnin ýkkar leika sér að demöntum," sögðu kóngsmenn. Og nú hækkaði brúnin á námumönn- unum. Þeir tóku skóflurnar og fóru að moka upp demöntunum. Staðurinn, sem þetta gerðist á, var kallaður Diamantina, og þar voru um skeið mestu demantanámur lieimsins. — Ég veit ekki, sagði hann og leit fast á hana. — Þér verðið að segja mér það. — Þér hélduð þá að þér hef ðuð uppgötvað að eitthvað væri milli Nevilles og mín? spurði hún frökk. — Var það þess vegna, sem þér komuð honum burt til Kalindi í flýti? Svo að hann kremdi ekki hjartað í henni litlu systur hennar Virginiu? Skelfing var þetta fallega gert af yður, Fernando. — Ég gerði það ekki til að gera góðverk, sagði hann lágt. Nú varð hreyfing í svertingjahópnum. Hóp- ur dansara kom hlaupandi fram . á auða svæðið fyrir framan sólskýlið og dansaði tryll- ingslegan gýgjarslag til heiðurs „Hvítu drottn- ingunni". ÓVEÐRIÐ SKELLUR Á. Loftið var þungt og mollulegt. Sólin var horfin og komið logn. Margir litu þungbúnir upp í drungann í loftinu, en enginn þorði að hreyfa sig burt fyrr en athöfninni væri lok- ið. Loks stóð Neville upp af stólnum, sem hann hafði setið á utast í röðinni og gekk til Fernandos og Lesley. — Hann fer að rigna sagði hann. — Ég Hugsa að bílbarðarnir mínir þoli ekki vætu á veginum, svo að það er best að ég komist til Buenda áður en fer að rigrta. Ertu búin að sjá nóg, Lesley? — Þér er óhætt að trúa mér fyrir henni Lesley, sagði Fernando. — Ég skal aka henni heim. Það er hyggilegast fyrir þig að fara núna. Bæði er það að þú ættir á hættu að sitja fastur í leðju, og 'svo hitt að þú mátt ekki við því að kvefast. Ég vonast eftir þér til Kalindi um helgina. Neville yppti öxlum og horfði á Lesley. — Því miður, sagði hann. — Þú verður sjálf- sagt að þrauka hérna þangað til allt er búið. Líði þér vel á meðan. Svo kinkaði hann kolli og fór. Fernando horfði fast á Lesley, sem horfði á móti, án þess að depla augunum. Henni gramdist við hann og hafði gaman af hon- um um leið. Hún óskaði að hún gæti látið sér detta eitthvað í hug til að segja við hann svo að hann kinsaðist, en það eina sem henni Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MED MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Ilraustlega blásið. 338 Copyright P. 1. B. Boj. 6 Copenhoqen ^

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.