Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Til vinstri er Holbeaeh House, en þar voru margir samsærismennirnir skotnir 8. nóv. eftir að hafa flúið stað úr stað. — Til hægri er Ashby St. Ledgers, heimili Roberts Catesby, 75 mílur frá London. Þar voru lögð á ráðin um samsærið og fundir haldnir til að undirbúa það. Salisbury taldi sjálfsagt að gera kon- unginum aðvart um þetta. Þegar Jakob konungur heyrði þetta kvað bann hafa sagl: „Ég finn púðurlykt!" Þess varð skammt að biða að Catesby og félagar hans fréttu að konungur hefði fengið aðvörun um einhverja yfirvofandi hættu. En það út af fyrir sig var ekki næg ástæða til að hætta við áformið, því að á- stæðulaust var að halda að frétst hefði hvernig samsærinu átti að haga. Hinn 30. okt. — fjórum dögum eftir að bréfið hafði verið afhent — athugaði Fawkes kolakjallarann og staðfesti að þar væri allt með ummerkjum, cins og hann liafði gengið frá því. Hinn 3. október kom lordkanslarinn niður í kjallarann og fann ekkert athugavert. Honum hafði litist vel á „langa manninn með örvæntingarsvip- inn“ er hann hitti þar og kallaði John- son og vissi ekki betur en að hann væri vinnumaður hjá Thomas Percy. ,,.Tohnson“ þess var auðvitað enginn annar en Guy Fawkes. Þess vegna viku samsærismenn í engu áformi sínu. Mánudag 4. okt. fór Catesby frá London til Worcest- ershirc til að vera viðbúinn að hefja uppreisnina undir eins og fréttist um sprenginguna í þinghúsinu. En Guy Fawkes beið í kjallaranum og hafði fengið klukku með sér til þess að kveikja í tundrinu á réttum tíma. Nú voru ekki nema nokkrir klukkutímar þangað til það átti að ske, sem hann hafði nærri því ár verið að undirbúa. í þingsalnum var alit reiðubúið undir komu konungsins morguninn eftir en í kjallaranum var Fawkes að ganga frá kveikisvampinum. Þá var dyrunum iirundið upp og kjallarinn fylltist af vopnuðum mönn- um, og Guy Fawkes var tekinn liönd- um. Þetta var fimm minútum fyrir miðnætli. Fjórum stundum siðar var konung- urinn vakinn í Whitehall Palace og Fawkes leiddur fyrir hann í járnum. Hann var jafn rólegur og áður, og hefði ekki kveinkað sér rneira en „ránsmaður, sem staðinn er að verki á vegum úti.“ Gerðist nú margt í senn. Fawkes var sendur i dyflissu undir Hvitaturni i Tower of London, næsta klefa við pyntingaklefann. Caterby, Thomas Percy, Wright-bræður og Robert Winter voru drepnir 8. nóv. eftir góða vörn i Holbeach House, 30 mílum fyrir norðan Worcester. Hinn 17. nóv. undirskrifaði Fawkes eftir miklar pyntingar játningu með skjálfandi hendi og féll svo í yfirlið, svo nærri honum hafði verið gengið. Hann kom fyrir rétt ásamt fleiri samsærismönn- um í Westminster Hall 27. janúar. Dómur þeirra var afráðinn áður. Eft- ir réttarhaldið voru þeir fluttir á bát i Tower og farið með þá gegnum „landráðamannahliðið“. Sumir þeirra voru teknir af lífi fyrir framan St. Pálskirkjuna, en aðrir — þar á meðal Fawkes — fyrir utan þinghúsið. En þingið hafði samþykkt að 5. nóvem- ber skyldi framvegis verða þakkar- dagur fyrir að konungur og j)ing bjargaðist frá voða. Þó að þetta væri í sjálfu sér alvar- legur atburður, mætti halda að smám saman hefði fyrnst yfir hann. En svo er ekki. Englendingar muna enn „the fifth of November" og krakkarnir sem engin deili vita á Jaltob I. geta sagt ýtarlega frá Guy Fawkes. Og víða úti um land er dagsins minnst með ýmsu móti, sérstaklega þó með brennum og blysförum. í Bridgewater i Somerset er blysberaröðin t. d. að jafnaði um míla á lcngd. I Battle í Sussex — þar sem Vilhjálmur sigur- sæli vann sigurinn fræga 1066 — eru ávallt hátiðahöld 5. nóv. og í Rye brenna menn báti og sjóða reykta síld yfir eldinum og éta hana. I Lewes, sem er höfuðstaðurinn í Suss- ex eru finnn „brennufélög", sem halda upp á daginn, hafa þau sina blysför- ina hvert en sameinast að lokum í eina skrúðgöngu með 20 jmsund blys- um, cn sjö hljómsveitir leika. En í bæjum sem engin brennufélög hafa, sprengja strákarnir púðurkerlingar heldur en ekki neitt. Eustace Burnctt, sem er 77 ára og á heima i Hose i Englandi, hefir ekki sofið í 47 ár. Hann hefir reynt alls konar meðul við svefnleysinu, en ekk- ert þeirra hrifið. Læknarnir segja að hann þurfi ekki að sofa — honum er nóg að leggjast fyrir og hvíla sig. Kunnur enskur magalæknir, sir Donald Rogers segir: Maður þarf ekki nema þriðjunginn af því sem maður haugar í sig, til þess að geta lifað. Við læknarnir lifum á tveimur þriðj- ungunum hinum. Púðursamsærismennirnir. Höfuðpaurarnir Thomas Percy, Guido Fawkes, Robert Catesby og Thomas Winter eru til bægri á myndinni. HEFIRÐU HEYRT — að ef þér lendið i Hollywoodsam- kvæmi, þar sem Jane Russel er viðstödd, verðið j)ér að varast að drekka of mikið. Jane sendir nefni- lega j)á, sem taka sér of mikið neðan í j)ví, heim til mönnnu sinn- ar og hún gefur þeim svart kaffi og les yfir þeim meðan þeir eru að drekka j)að. að ein bilaverksmiðjan í USA ætlar að smíða bifreiðai- með radar- hemlum á þessu ári. að ameriskir vísindamenn hafa nú fundið aðferð til þess að búa til pappír úr nylon og öðrum gervi- efnum. Er liann þrisvar til tíu sinnum sterkari en venjulegur pappír. að sex milljón kengúrudýr i Astralíu eru í þann veginn að heléta aðal- bústofn Ástralíubúa: sauðfé. Keng- úran er nefnilega miklti aðgangs- frekari en sauðkindin, og bægir henni frá öllu besta haglendinu. að koníakið sem gufar upp árlega i franska Cognac-héraðinu samsvar- ar sjö milljón flöskum? að á eyjunni Caracoza við írlands- strönd er lítill bær, sem eingöngu er byggður úr skipsflökum og reka- timbri, sem skolast hefir upp á fjörurnar. að Lenin-bókasafnið í Moskva er stærsta bókasafn i lieimi. Þar eru 11 milljón bækur. að dýpsta holan, sem boruð hefir verið til að leita að olíu, er við Mississippi. Hún er meira en 6 kílómetrar á dýpt. að asfalt bráðnar við 30 stiga liita, en tigulsteinn við 1500 stig og grafít við 3000 stiga hita. að á fyrra helmingi síðasta árs var alvarlegur glæpur framinn i Bandaríkjunum fjórðu hverju mínútu. að á hverju ári á sæmileg kýr að mjölka 3000 lítra, hæna að verpa 200 eggjum og bíflugnabú að gefa af sér 6—12 kiló af hunangi. að i bíflugnabúi eru frá 20 til 75 þús- und vinnuflugur, 200—300 karl- flugur og ein drottning. að karlmenn milli 30 og 35 ára gift- ast aðallega 20—25 ára gömlum stúlkum. Aðeins einn af hverjum fimm giftast stúlku á líkum aldri og hann er sjálfur. að venjuleg jetflugvél sogar kringum 3740 rúmmetra af lofti inn i túr- bínuna, er hún fer með venjuleg- um hraða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.