Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Hundaheppni BIRGIR FJALLDAL sat á skrifstof- unni og var hinn ánægðasti. Hann tók almanakið og strikaði kross við daginn, því að þetta var merkisdagur. Vitanlega varð hann að gera sér glað- an dag. Sjálfsagt að fara i „Gullkrón- una“ í kvöld. Hann átti svo margar minningar þaðan. Meðan hann var trúlofaður fór hann alltaf þangað — það var litið unr aurana þá, en þar gat maður setið tíma eftir tíma yfir einum kaffibolla án þess að vera rek- inn út. Oft var það Lina, sem borgaði kaffið. Hann var að iæra, átti heima i súðarkytru, vann ekki fyrir einum eyri. En hann vildi ekki afsala sér iþeim tímum fyrir neitt. Hann mundi draumana þeirra og lagið, sem var svo vinsælt þá: „You are my lucky Star“. Sjálfsagt að fara i „Gullkrónuna“. Og sitja við gullfiskakerið, eins og þau höfðu gert fyrrum. Birgir fletti upp simaskránni, fann númerið og hringdi. Bað um að fá að tala við brytann. „Ég heiti Fjalldal," sagði hann. „Við konan mín ætlum út i kvöld og ég ætla að biðja yður að taka frá borð handa okkur við fiskakerin. Við sát- um þar kvöld eftir kvöld fyrir 20 árum yfir kaffibolla — munið þér það — það var gaman. En í kvöld drekkum við ekki kaffi heldur kampa- vín. Þér verðið að gera mér grciða — sjá um nellikkur á borðið — tíu, nei, þrjátíu nellikkur — við komum kl. 21. Gerið svo vel að biðja hljóm- sveitina að leika „You are my lucky Star“ stundvíslega kl. 21. Ég skal þægja ihljómsveitinni fyrir það — þetta var nfl. lagið okkar. Þakka yður fyrir. Og gleymið ekki nellikkunum. Konan mín elskar nellikkur, skiljið þér. Við komum stundvislega klukk- an 21“ Birgir sleit sambandinu, kveikti í vindlingi. Nú mundi Lina verða for- viða. Hún veit ekki hvaða happi ég hefi orðið fyrir i dag — 15 þúsund króna nettóhagnaður á einni verslun, það er ekki amalegtl Jú, nú var kom- inn skriður á hann, enda vann hann frá morgni til kvökls. Auðvitað varð hann að halda daginn hátíðlegan! Lína stóð við gluggann og horfði út á götuna. Augun voru full af tár- um. Gat Birgir ekki hugsað um neitt nema kaupskap? Hún sá liann varla framar — aldrei fóru þau í leikhús og aldrei á kvikmynd. Hún þráði trú- lofunardagana — Gullkrónudagana, þegar þau voru {átæk en glöddust yfir að geta setið yfir kaffibolla og haldist í liendur. Það voru dásamlegir dagar. Draumar þeirra liöfðu ræst. Þáu áttu fallegt heimili, Birgir hafði sæmilegar tekjur og þau áttu tvo drengi. En samt vantaði eitthvað. Lifið var ekki aðeins peningar og strit. Birgir kom heim í besta skgpi, en glaðværðin livarf er stúlkan ságði að frúin lægi í rúminu. Hún hefði ekki verið frísk í morgun — hafði fengið hvert grátkastið eftir annað. Birgir hljóp inn í svefnherbergið. „Lina!“ sagði hann undrandi. „Ertu að gráta — hvað gengur að þér?“ „Ég hefi verið að hugsa um þig og mig, Birgir. Við gátum átt miklu betri Framhald á bls. 14. ★ Tísftunigndír ★ --------------------1 NOKKUÐ SEM VERT ER AÐ AT- HUGA. — Skinnfóðraður utanyfir- fatnaður er nú að komast í tísku á Norðurlöndum. Megum við gleðjast yfir því er kuldinn fer í hönd. Paton sýnir hér fallega sportdragt með % síðum frakka með ozelot fóðri sem fer mjög vel við beigelita dragtina. Þessi kjóll er frá Fath og er úr svart- köflóttu ullarefni. Ágætur skrifstofu- kjóll. Axlarstykki og ermar er sniðið út í eitt. Fath nefnir sjálfur feliing- arnar sem mynda axlarbogann, skot- færahylki. Breitt leðurbelti er við kjólinn og sams konar fellingar á mjöðmunum. JERSEY er ekki einungis mjúkt og gott til hversdagsnota heldur einnig í fínan fatnað. Jacques Heim lætur þetta mjúka fína efni vefja sig um likamann í þessum fína cocktailkjól. Kjóllinn er út í eitt með pokaermar. En þið skuluð ekki flýta ykkur að kaupa 4 rnetra af efni í þeirri von að geta saumað eins kjól, nema þær sem færar eru, þótt hann sé sléttur. ÞESSI ER FALLEGUIÍ. — Þrátt fyrir það að hann er búinn til af Dior, snill- ingnum, sem er þekktur fyrir að búa til pokalega dragtir og frakka, cr hann þó einstakur kufl, víður og þykkur og sem gerður fyrir okkar kalda loftslag. Vitið þér...? að Victoriakrossinn er gerður úr fallbyssum úr Krím-stríðinu? Það var Victoria drottning, sem stofnaði þessa orðu fyrir 100 árum, og liefir hún verið veitt 1340 her- mönnum fyrir frækilega framgöngu. Orðurnar hafa verið smíðaðar af sama firma alla tið og eru úr fallbyss- um, sem teknar voru af Rússum. að býflugur hafa vérið notaðar til hernaðar? Þetta hefir komið fyrir nokkrum sinnum í veráldarsögunni, en kunn- ast er það er Ríkharður ljónshjarta barðist við Serki, sem höfðu vígbúist i virkinu í Acre í Palestinu. Það er ekki fyrr en Ríkharður hafði látið kasta fjölda af býflugnabúum inn í virkið, að honum tókst að gera svo mikið uppnám þar að hann gat ráðist á virkið og unnið það. að kengúru-rottan drekkur aldrei? Þessi litla, lipra skepna, sem er ekki stærri en mús, minnir að sumu leyti á hina frægu kengúru, og getur m. a. hoppað afar langt og liátt eins og hún. Þessar kengúrurottúr lifa i sambýli, margar saman, en ef ein stelur mat frá annarri verður hún fyrir aðsúg og er drepin. — Þessar skepnur lifa í eyðimörkunum og fá aldrei vatn. Þeim dugir sú væta, sem er i jurtunum er þær éta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.