Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.11.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Þegar hann faðir þinn kom hingað fyrra laugardag, sagðist hann sakna þín. Og svo er það líka hún systir þín. — Ég er að tala um vinnu, greip hún fram í. — Okkur pabba leið svo vel saman meðan við fengumst við tóbaksræktina, og ég held að við hefðum orðið miklu ánægðari ef við hefðum selt Amanzi og byggt okkur skálann í Buenda, eins og við höfðum áformað. Ég hugsa að ég hefði getað fengið mér einhverja vinnu líka. — Og það telur þú vera lífið. Að vinna á skrifstofu og sjá um heimilið fyrir hann föð- ur þinn? — Já, mér finnst það mundi geta orðið gott. — Þá ert þú flón, Lesley! Þú hefir leiðinleg og einskisnýt áhugamál. Ég hafði ekki haldið það um þig. Hann varð svo æstur að hún gat ekki stillt sig um að horfa á hann. — Ég veit að það er ekki til mikils mælst, en ég mælist ekki til mikils, yfirleitt, og ég hefi tamið mér að óska ekki þess, sem aldrei verður til náð. — Hjónabandið er ekki það, sem ekki verður til náð. — Nei, en maður hugsar ekki til hjóna- bandsins fyrr en ... fyrr en einhver kemur manni til að hugsa um það. — Og enginn hefir með öðrum orðum get- að orðið til þess að hita þér um hjartaræt- urnar — svo að þú óskaðir að fá að lifa með honum alla þína ævi? Hún roðnaði við þessa beinu spurningu. Hana hefði langað til að hvísla: — Jú, Fern- ando, það er það ... og mundi hafa biðið eftir svari hans með titrandi hjarta. í stað- inn lygndi hún aftur augunum og sagði bljúg: — Einhvern tíma verð ég að segja þér frá öllum ástarævintýrum mínum. Þú verður ef- iaust hissa. — Ég verð vafalaust fokreiður líka, sagði hann með ertnisbrosi. — Þú hefir undarleg áhrif á mig, Lesley, og ég held að það sé vegna þess að þú ert svo ung og hugrökk. — Hugrökk? hváði hún tortryggin. — Vissirðu það ekki? Þú ert mjög hugrökk. Þegar þú varst nítján ára fórstu með veikum föður þínum hingað til Afríku og fórst að rækta tóbak, sem er vandameira en flest annað. Þú barðist í tvö ár, og varst fús til að halda áfram að berjast. Ég virði föður þinn mikils, en ég held að hann geri sér ekki ljóst til hálfs, hve mikið þú hefir gert fyrir hann. — Ég gerði það fyrir okkur bæði, og ég var fremur klaufsk. — Þú fékkst því framgengt, sem þú hafðir ætlað þér. Ég heid að faðir þinn hafi náð fullri heilsu aftur. Og nú er kominn tími til Hvar er ke'ppinauturinn? að þú farir að hugsa um sjálfa þig og gerir það sem þig langar til. Það hlýtur að vera eitthvað, sem þú óskar þér umfram allt annað. LJÓSMYNDIN. Hvernig átti Lesley að svara spurningu Fernandos um hvers hún óskaði sér? Átti hún að segja sannleikann? Já, Fernando, það er eitt sem ég óska mér fremur en allt ann- að. Ég vil að við verðum vinir, góðir vinir, og horfum ekki of langt inn í framtíðina. Það væri mér meira en nóg. En upphátt sagði hún: — Vilt þú að ég segi þér frá æskudraumum mínum? Hann hló. — Nei, það er nóg að þú eigir æskudrauma, pequena. Geymdu þá varlega. Þeir eru dýrmætir. I þögninni sem nú varð fór hún að hugsa til þess, að einkennilegt væri, að hann var hættur að erta hana á því að hún væri ást- fangin af Neville Madison. Hann og Neville hlutu að hafa talað mikið saman síðustu vikurnar, og það var sennilegt að Fernando hefði gert frænda sínum ljóst, að Lesley Norton væri svo óreynd að það væri ekkert gaman að henni. Hann, Fernando, hélt að hún væri ekki maður til að sjá sér farborða sjálf. Þessi langa þögn fór að gera hana óstyrka. Hin óhagganlega ró hans orkaði á hana eins og farg. Það var vissulega ekki á hverjum degi, sem hann hafði kvenfólk í heimsókn — en samt var hann alveg ósnortinn. Kannske hélt hann að kuldaleg framkoma væri besta uppbótin, þegar engin „anstandsdama" var viðstödd. — Áttu mikið af bókum, Fernando? spurði hún til að gera enn eina tilraun til að halda uppi samtali. Hann laut fram til hennar. — Ég er vanur að hafa með mér dálítið safn af uppáhalds- bókum, spönskum og enskum. Komdu og líttu á. Hann gekk að skrifborðinu, sem stóð í inn- skoti í þilinu og tók þunna bók úr einni hill- unni. — Þetta er úrval leikrita eftir spanska skáldið mikla, Lope de Vega. Þú ættir að lesa ensku þýðinguna. Þessi leikrit eru full af alls konar refjum og ást í stórum stíl. Hann sýndi henni nokkrar fleiri bækur og benti svo á stóra bók með breiðum leðurkili. — Þetta er ættarsagan mín. Það má til sanns vegar færa, að hún sé full af refjum og ást líka. Forfeður mínir elskuðu styrjaldir og kvenfólk! En einn þeirra — hann var afkomandi Columbusar — sór að hann skyldi aldrei elska nokkra konu. — Gat hann haldið þá heitstrenging? — Hver veit. Hann yppti öxlum. — En það er heitstrenging, sem ég mundi aldrei gera. Hana sárlangaði til að spyrja hann hvort hann hefði nokkurn tíma verið ástfanginn, en um leið fann hún, að enginn fríður Spánverji á Fernandos aldri, hefði getað komist hjá að kveikja bál í mörgum kvenhjörtum um ævina. — Segðu mér fleira frá forfeðrum þinum, sagði hún. — Nei. En ég skal segja þér frá móður minni. Hún var ensk og með jarpt hár og brún augu. Faðir minn kynntist henni er hún var í skemmtiferð á Spáni. Hún var að gefa páfuglunum okkar mat, gegnum rifurn- ar í girðingunni, og hann sagði að hún væri fallegasta konan sem hann hefði nokkurn tíma séð. Hann heitstrengdi á sömu stundu að þessa konu vildi hann eiga, og þá dugði ekki að malda í móinn. Hún hafði komið í stutt frí, en varð á Spáni ævilangt — í Castello del Cuero. — Ást við fyrstu sýn? — Þau giftust sex vikum síðar en ást þeirra varaði alla ævi. — Hún hlýtur að hafa verið yndisleg manneskja. Hann kinkaði kolli. — En í þá daga voru ensku stúlkurnar ekki eins ólíkar okkar stúlk- Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.