Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 4
FÁLKINN Hér er Tiira að koma af sjúkrahúsinu í Singapore, heill heilsu. Hann lá þar lengi meðan hann var að jafna sig eftir hrakningana. // Dnuðinn eltir f leknnn // Finninn Ensio Tiira og Svíinn Predericsson voru á leið til Indokína, í styrj- öldina þar. I Indlandshafi kom þeim saman um að strjúka af skipinu á fleka og komast til Indlands. En það brást. Tiira hraktist matarlaus í 32 sólarhringa uns skip bjargaði honum, en Svíinn dó á 17. degi. Tiira hefir skrifað bók um þessa hrakninga, og er þetta þráðurinn úr henni. Norska skipið „Skaubryn" var statt í Malakkasundi, á leið til Indókíha, með sjálfboðaliða í franska herinn. Meðal þeirra voru Ensio Tiira frá Finnlandi og Fred Ericksson frá Sví- þjóð. Þeir voru orðnir afhuga her- mennskunni en komu sér saman um að strjúka af skipinu á fleka og hugð- ust ná landi von bráðar. En svo rak þá vestur í Indlandshaf. Hákarlarnir fóru að gerast nærgöngulir og skipin, sem sigldu hjá, sáu ekki flekann, enda höfðu þeir strokumennirnir ekki ann- að en litið vasaljós til að gefa merki. Matarlausir urðu þeir á þriðja degi og vatnslausir, en gátu náð í smáfisk sem þeir átu hráan, og stundum náðu þeir regnvatni á segl. Á 12. degi tekst þeim að innbyrða skjaldböku og drukku þeir úr henni blóðið og átu kjötið hrátt. En skjaldbakan úldnaði von bráðar og urðu þeir að fleygja henni útbyrðis, handa hákörlunum. Það er farið að draga af Fred en Tiira er hraustur enn. Á 17. degi kemur rigning, og nú segír Tiira frú: Um miðjan dag kom hellidemba og ég náði vatni í flösku. — Hérna er rigningin, Fred! Varstu ekki að bíða eftir henni? En hann hreyfði sig ekki. — Drekktu nú, Fred! Ég hnippti i öxlina á honum, en hann bœrði ekki á sér. — Fred, þú verður að vakna! sagði ég. En rigningin rann niður andlitið á Fred Ericsson og nú skildist mér að hann var dáinn. Rigningin kom of seint. Ég sat lengi og var að þreifa á slag- æðinni en hún hreyfðist ekki. Ég vildi ekki trúa að vinur minn væri dá- inn.. En nú varð ég að safna sem mestu vatni til að fara ekki sömu leiðina og Fred. Loks var komið upp undir axlir í flöskimni —mikill forði handa tveimur, en 'hálfu lengri handa einum. Ericsson lá á miðjum flekanum. Ég krosslagði hendurnar á brjóstið á honum og rétti úr fótunum, svo að hann skyldi liggja betur. Ég hafði lofað að koma honum í gröf á þurru landi. En vel gat farið svo að ég kæm- ist aldrei á þurrt sjálfur. Og þó var hugsanlegt að einhverjir fyndu okk- ur báða dauða á flekanum og kæmu okkur í gröf. Við höfðum gert þenn- an útfararsamning fyrstu dagana á flekanum, og ég vildi halda loforðið. Líklega var ég staddur viku leið fra Ceylon, ef flekann rak álíka liratt og áður. En ég hafði litla von um að halda í mér lifinu eina viku enn. Tvo—þrjá daga í mesta lagi, hélt ég. Regnið og fráfall Freds gerði mig forríkan á vatn. Ég afréð að reyna sem minnst á mig og spara yatnið. Með þvi móti gat ég haldið kröftun- um lengur. Um kvöldið bjó ég betur um mig en nokkurn tíma síðan við höfðum strokið af „Skaubryn", og hafði björgunarbelti undir Jiöfðinu. Ég sá sólina hníga i sæ. Eg var einn og tó'k betur eftir umhverfinu en áð- ur. Það hafði verið félagsskapur að Fred, jafnvel þegar hann þagði — og nú varð ég að finna eitthvað til að dreifa huganum frá kvíðanum fyr- ir dauðanum. Morguninn eftir fór ég að skoða á mér skrokkinn. Ég var orðinn grind- horaður og fleiður um allan líkam- ann. Skinnið losnaði i flygsum undir skegginu á mér. Nefið og eyrun rauð og þrútin. TÍU HÁKARLAR OG HÁLFDAUÐUR MAÐUR. Hákarlarnir höfðu fengið nasasjón af einhverju. Þeir flýttu sér ekki. Þeir höfðu umkringt herfangið og nú var að fara að öllu með gætni. Áður ¦— mér fannst fyrir löngu — höfðu þeir verið að eltast við fiskana kringum bátinn, en nú sást hvergi fiskur. Ekk- ert nema hákarlarnir og flekinn — lík Ericssons og ég sjálfur. Og hvað gat ég einn á móti tíu hákörhim? Fyrsta árásin kom mér á óvart -— ég sá hákarla bruna meðfram flekan- um, sem kipptist svo snöggt við að söng í málm-flotliylkjunum. Við höfð- T. v.: Ensio Tiira brosir við lífinu og borðar fyrstu máltíð- ina um borð í skip- inu sem bjargaði honum. : ;::*''w'--:::^:^-''vv:::ííj^ T. h.: Hákarlinn rak hausinn gegnum flekabotninn, rétt hjá mér. Ég reyndi að berja hann með árinni ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.