Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Page 5

Fálkinn - 23.11.1956, Page 5
FÁLKINN 5 SÚEZ OG KÝPRUS um aldrei fengið svona kipp, er við urðum liákarlanna varir fyrst. Nu munaði minnstu að ég farykki útbyrðis. Þetta var undirbúningurinn. Rétt eftir þennan kipp kom annar. Nú renndi einn hákarlinn sér á málm- flotholtið og bakuggirin var eins og linífur upp úr sjónum. Ég sá liausinn á ófreskjunni eins og í þoku. Annar faákarl kom eins og tundurskeyti neð- an úr djúpinu og tókst á loft er upp úr kom og gljáði á votan, skreipan skrápinn. Sjórinn var í einu brim- löðri. Ég sá i bakugga, sem fór i hring kringum mig á fleygiferð. Hann hvarf snöggvast en kom svo upp undir miðj- um flekanum. Strigabotninn rifnaði og eitt stagið slitnaði. Hákarlinn var inni i flekanum, milli flotholtanna og ég barði í hausinn með árinni eins og óður maður og reyndi að hitta augun. Fjórum sinnum barði ég en liann spriklaði i botnsnærunum, hann hafði fest hausinn milli þeirra. Ég barði i hausinn, en það var eins og að berja i faart bein. Ég var hræddur um að árin mundi brotna, en ekki tjóaði að fást um það. Ég barði og barði og snærin slitnuðu en hákartinn sakaði ckki. Hann losnaði og stakk sér og kom svo aftur á stjórnborða. Ég var örmagna og hræddur. Deyjandi maður getur ekki varist við 'hákarla. Og alltaf voru hákarlarnir að sækja á, þeir tóku glefsur af tíki Ericssons og ég gat ekki einu sinni hljóðað, favað ])á hreyft mig. Það var Ericsson sem þeir voru að ásælast — ekki ég. Ég mátti ekki hafa hann um borð lengur. Enda var það kraftaverki næst, að honum skyldi ekki l)afa skolað út fyrir löngu. Og ég ýlti líkinu fyrir borð og bað Faðir vor. Framliald á bls. G. Það hefir löngum verið ófriðsælt við botn Miðjarðarhafsins, en sjaldan hefir ástandið verið verra en síðustu vikurnar. fsraelsmenn réðust á Egypta og lögðu undir sig Sínaískagann, en Bretar og Frakkar gerðu athlögu að Súez-svæðinu og settu þar her á land. Egypski herinn veitti viðnám, enda hafði Nasser, foringi þeirra búið þjóðina undir átök. Svo horfði um skeið, að heimsstyrjöld gæti hlotist af þessum átökum, en Bretar, Frakkar og ísraelsmenn voru víttir fyrir árás- ins á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú hafa stofnað allfjölmennrar lög- reglusveitir til að gæta friðar við Súezskurðinn. Vopnahlé komst á fyr- ir tilstilli samtakanna, en óvíst er með öllu ennþá, hve tryggt það verður, því að ýfingar eru með Araba- þjóðunum og Rússum annars vegar og Israelsmönnum, Bretum og Frökkum hins vegar. Myndin að ofan t. V. er af gríska skipinu „Panagia", sem ísrael hefir á leigu. Það var í haldi hjá Egyptum í Port Said frá því í maí í vor þar til fyrir skemmstu, enda nær yfirlýsingin um „frjálsar sigl- ingur um Súez-skurð“ ekki til ísraels- manna að dómi Egypta. — Að ofan t. h. er mynd af sókn ísraelsmanna, sem sækja fram í Síaní-eyðimörkinni. Að neðan er mynd frá Nicosiu, höfuð- borg Kýprus, þar sem útgöngubann hefir verið sett. Tvo tíma á degi hverjum fá íbúarnir að fara út til matvælaöflunar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.