Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Þá varð friður. Hákarlarnir hurfu. Ég reyndi að tasla við snœrin í fleka- botninum og gera mér legurúm. Það tókst vel. Ég vaknaði um miðja nótt og fann að flekann rak hratt. Mér óx hugur við þetta. Mig lilaut að reka einhvers- staðar að landi. Kannske yrði þetta síðasti kvaladagurinn? Ég sá fiska á sveimi kringum bát- inn á 27. degi. En mig langaði ekki í mat og liafði megnustu óbeit á fiski. Morguninn eftir, 28. daginn var lieiðskirt og talsverður vindur. Flek- ann rak hratt, en ekki vestur. Það gat ég séð af sólinni. Ég var kominn á bakaleið — stefndi til Sumatra! Nú voru tiðnir 1G dagar síðan ég át síðast af skjaldbökunni. Hákarl sýndi sig aftur og ljót skata með gul- ar rendur á bakinu synti undir flek- anum og flæmdi fiskana á burt. Síð- degis fór að rigna en ég átti enn vatn eftir á flöskunni. Ég náði hálfri flösku og drakk nægju mína. Sólin brenndi mig eins og ég væri stunginn með glóð- heituin nálum. Hitinn var drepandi og mér fannst líkast og verið væri að steikja mig iifandi. Enginn raki til i kroppnum. Ég óskaði heitt að deyja. Nú er þrítugasti dagurinn kominn. Ekkert skip. Ekkert regn. Engin ský. Engin von. Engin lífslöngun. Ég var farinn að fá óráð og sá sýnir. Mér fannst ég stíga á land í lóni við suður- hafsey. Þegar ég rankaði við mér aft- ur var ég með báða fæturna útbyrðis. Mér stóð á sama um það. Og hákarl- ana. Ég kláraði allt vatnið fyrir sólar- lag. Stundum hitti ég ekki á munninn og vatn fór til ónýtis. Og nú liafði ég engan þrótt tii að ná i meira vatn, þótt rigning kæmi. Hafi ég nokkurn tima verið sann- færður um nokkurn hlut, þá var það það, að ég mundi deyja 25. mars 1953, er ég liafði verið 31 dag á flekanum. Stundum hélt ég að ég væri dauður. Dagurinn byrjaði vel. Það rigndi í klukkutíma um morguninn, svo mik- ið að ég varð að hafast eitthvað að. Ég vissi ekki hvers vegna ég gerði iþað, en loksins gat ég mjakað mér upp á björgunarbeltið og iá upp við dogg. Ég þreifaði eftir plastpokan- um og flöskunni. Sat með hann i fanginu eins og trekt, og lét vatnið renna niður í flöskuna. Stundum sofn- aði ég á milli, missti flöskuna og það sem í ihana var komið rann úr. En loks liafði ég þó náð í hálfa flösku. Ég var svo máttlaus í fingrúnum að ég gat ekki skrúfað tappann á fyrr en eftir langa bið. ÉG SÉ SKIP. Nú var komið framundir nón, heitt og logn. Ég lá á 'hægri hlið, var með fullri meðvitund og starði út á sjó- inn. Og nú sá ég skip. Ég veifaði með skyrtunni en bakið var máttlaust og hausinn seig niður á bringu. Ég reyndi samt að veifa þangað til skipið var horfið. En svo komu fleiri skip. Ég sá þrjú á sama klukkutímanum. Eg var með öðrum orðum á siglingaleið. Nú fór mig að langa til að lifa. Ef ég iifði einn dag enn var möguleiki á björgun. í rökkrinu sá ég fjórða skipið, sem fór enn meira en einn kílómetra frá mér. En nú var vasaljósið mitt orðið ónýlt. Ég sofnaði en vaknaði aftur við hávaða. Nú sá ég stefni á skipi innan við tuttugu metra frá mér. Eg reyndi að kalla en enginn heyrði. Ég sá mennina á þilfarinu. Tók skyrtuna og veifaði en hver gat séð það um miðja nótt, jafnvelt þótt tunglsljós væri. Skipið rann fram hjá mér. Ég barði órinni í málmflotholtið — nú urðu þeir að lieyra til mín. Ég barði aftur og aftur uns hausinn á mér seig niður á bringu. En nú heyrði ég sterka mannsrödd. Og á næsta augnabiiki heyrði ég að vélin var stöðvuð. Þá barði ég enn í málmhylkið og var viss um að ég heyrðist. En skipið rann áfram. Ég beitti öllum mínum litlu kröftum til að fá það til að snúa við, en það hvarf. Ég vil ekki lýsa hvernig mér leið þá. — En einhvers höfðu þeir orðið varir. Eftir dálitla stund féll sterkur ljós- glampi á sjóinn um 100 metra frá mér og hreyfðist fram og aftur. Og loks fundu þeir mig. Sterkur geisli kom á andlitið á mér. Mig sveið í augun. En nú vissi ég að mér var borgið. Ég fór að hugsa um hve illa ég væri til fara — rifinn og skitugur, skeggjaður og berfættur og hárið eins og strý. Og svo heyrði ég rödd af skipsfjöl: — Þetta er Rússi! heyrð- ist mér sagt. Kannske misheyrðist mér, en þegar ég ætlaði að svara kom ég ekki upp nokkru liljóði. En ég sá ljósin á þilfarinu, menn á hreyfingu og lieyrði mannamál. Nú langaði mig mest til að sofna. En kannske mundu þeir ekki finna mig ef ég sofnaði. Hvað átti ég að geraí Þá varð mér titið á skyrtuna og batt hana við árina. Ég var hróð- ugur að ég skyldi geta það. Mér fannst ])að kraftaverk. Eg þóttist viss um að ég mundi finnast ef ég gæti haldið skyrtunni á lofti. Nú sá ég tvö skip, annað fast hjá mér, liitt lengra i burtu. Línu var rennt niður á flekann og ég gat gripið endann. Mér fannst það þrekvirki. Ég batl línunni um mittið. Þeir biðu sjálfsagt eftir merki þarna uppi. Ég rétti upp hendurnar. Og svo tókst ég á loft. Flekann rak burt og ég var i vatni upp í mitti. Eg mundi eftir hákörlum rétt í svip, en gleymdi þeim, þó að krökkt væri af Myndir frá uppreisninni í Þinghúsið í Budapest var mjög fögur bygging, hvernig svo sem það lítur út núna eftir hinar hryllilegu að farir í Ungverjalandi. Uppreisnin hófst eftir átök, sem urðu fyrir utan þinghúsið. Mynd þessi er tekin í einu úthverfi Budapest, en þar hafa bardagar orðið einna harðastir, og tala fallinna er talin vera gífurlega há í þeim hverfum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.