Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Side 11

Fálkinn - 23.11.1956, Side 11
FÁLKINN 11 I-------------------- ★ Tískumjfndir ★ ---------------------1 LITLA SAGAN. Þrantalítil fæðing ÆR Iilógu og skvöldruöu svo hátt að Eiríkur gat ekki einu sinni heyrt sínar eigin hugsanir, þegar hann kom inn í forstofuna. Æ, nú mundi hann það — vinkonurnar voru að gera kveðjulieimsókn hjá henni Edith. „Æ, liver þremillinn, þá hefði ég ekki þurft að flýta mér heim,“ hugs- aði hann með sér. En úr þvi sem komið var, mátti hann til að voga sér inn i „Ljóna- búrið“. Hann hengdi upp frakkann sinn, strauk sér um hárið, setti upp sunnudagsandlitið og fór inn. Tvisvar sinnum fjögur augu góndu á hann. „Einstaklega varstu hugulsamur að koma svona snemma heim og líta inn til okkar,“ tísti Elín. (Hún fór alitaf i taugarnar á honum). Elin var ein af þessum kvendum, sem gleypa alla karlmenn með augunum og láta skína úr sér um leið: „Er ég ekki töfrandi?“ Hann heilsaði þeim öllum og kyssti Edith á kinnina. „Sjáðu bara allt sem ég hefi fengið!“ Edith dró hann með sér að litla, kringlótta borðinu, og þar var hrúga af ungbarnafatnaði — flest af þvi var ljósblátt, þeim hafði sem sé fundist sjálfsagðara að hún eignaðist son en dóttur. Og yrði það dóttir, var hægt að notast við ijósblátt á hana, en hins vegar ekki viðlit að færa sveinbarn í ljósrautt. Þctta var ljómandi fallegt — flest prjónað. Eiríkur dásamaði gjafirnar, kaf- rjóður, og þaklcaði kærlega. „Verður ekki gaman að sjá hana fríska aftur?“ spurði Elín. „Það er ómögulegt að neita því, að það fer manni ekki vel að vera svona á sig komin.“ „Ekki get ég séð það,“ sagði Inger, besta vinkona Edithar. ,,0g mér finnst Edith fara sérstaklega vel að vera ófrísk." „Ja, það má nú scgja,“ sagði Elín súr á svipin. Sem betur fór var verið að slita somkvæminu, ekki annað eft- ir en að fá sér ábætinn. Svo fóru þær að tygja sig og allar óskuðu Edith heilla og hamingju. Um að gera að bíta á jaxlinn og bera sig vel — þetta væri ekki nærri eins sárt og fólk segði. „Bara að þær gætu nú haldið kjafti,“ hugsaði Eiríkur með sér og brosti alúðlega til þeirra um leið. Edith hátti að fara til Kaupmanna- hafnar um kvöldið. Systir hennar var ljósmóðir þar og hún álti að sjá um Edith þangað til allt væri gengið um garð, en barnið var væntanlegt eftir eina -viku, samkvæmt timatalinu. Og svo ætlaði Eirílcur að koma á eftir henni eftir nokkra daga. „Nú verður þú að fara i land, Ei- rikur,“ sagði Edith, „þeir hafa hringt tvisvar. Þú þarft ekki að vera hrsedd- ur um mig,“ bætti hún við hlæjandi. Hann kyssti hana og fór, og undir eins og hann var kominn niður á hafnarbakkann var landgangurinn tekinn, og skipið lagði frá. Edith veifaði meðan lhin sá hann og fór svo niður í klefann sinn. Hún hafði verið svo heppin að fá einn af þeim fáu einbýlisklefum, sem voru í skipinu. Og nú er komið haust, blöðin falla af trjánum, það er orðið kalt og þörf fyrir hressingu. Því þá ekki að lýta á nýju kjólana, það er þó alltaf til- breyting. Jean Desses er tilbúinn með tillögu um kjól,úr olivengrænu ullar- efni, einfaldan að sniði og þó snotran. Þessi kjóll grennir, hann er með prinsessusniði. Emil þykir nokkuð seinn i snúning- unum og einu sinni verður húsbónd- inn reiður, og spyr hvort liann hafi nokkurn tíma séð brekkusnígil. — Já, það hefi ég gert, svarar Emil. — Þú hlýtur þá að hafa mætt lion- um. Þvi að það er óhugsandi að þú hafir gengið fram á liann. Ameríkumaður kom á blaðaskrif- stofu til að fá birta trúlofunarfregn. „Og livað kostar nú þetta?“ segir hann. — 25 cent fyrir sentimetrann. — Almáttugur! Og kærastan mín er 175 centimetrar. Svo hengdi liún kápuna sína upp á snaga, fór úr kjólnum, leit í spegil- inn og fór svo að skellihlæja. Tárin runu niður kinnarnar á henni og hún liló og hló. Svo leysti hún stóran púða af mag- anum á sér og settist á rúmið. „Hvað skyldu þær vera margar, sem hafa haft svona lítið fyrir að eign- ast barn?“ hugsaði hún með sér, og raunasvipur kom á liana um leið. Hana hafði langað svo innilega til að eignast barn, en það hafði ekki tekist. „En hvaða þörf var á að láta alla vita, að við tækjum okkur kjörbarn? Systir hennar hafði búið allt í hag- inn og útvegað henni von á barni, sem átti að fæðast eftir viku.“ Amelyst litt velour er notað í kjólinn og húfuna, valið af Jean Paton. Þessi kjóll er hugsaður sem cocktailkjóll í samkvæmi og miðdegisboð. Líningarn- ar á öxlunum liggja utarlega. Kjóll- inn útheimtir góðan vöxt og fallegar hreyfingar. Vitið þér...? að slysin eru algengasta dánar- orsök barna í menningarlönd- unum? Aður voru sjúkdómar algengasta dánarsorsökin og eru það enn i hin- um svonefndu „eftirlegulöndum“, en þar sem læknavísindi og þrifnaður er á háu stigi hefir sjúkdómunum fækkað mjög. — Hins vegar hafa tækniframfarirnar, ekki síst i sam- göngunum, haft i för með sér að iskyggilega mörg börn biða bana. að stór jet-hreyfill í flugvél sýgur að sér 90 kíló af lofti á hverri sekúndu? Það jafngildir því á einni míniitu notar hann eins mikið loft og kemst fyrir í stórhýsi. Loftið þjappast sam- an í hreyflinum og verður kringum 4G0 sliga lieitt, og er svo blandað elds- neytinu og kveikt i öllu saman. Er 5000 kílóa þrýstingur á loftinu er það fer út úr hreyflinum. Hugsi maður sér að þessi hreyfill væri í flugvél, sem vegur ekki nema 5000 kiló, mundi hún fara lóðrétt upp i loftið. Bifreiðaverslun ein liafði selt bíl með afborgunum, en kaupandinn kom sjaldan eða aldrei til að greiða af- borganirnar. Loks þraut seljandann þolinmæðina og sendi alvarlegt rukk- unarbréf. Þar stóð: „Hvað haldið þér að nágrannar yðar mundu segja, ef við sendum til yðar og létum taka bílinn?“ Nokkrum dögum síðar kom svarið og þar stóð: „Ég hefi talað við alla nágranna mína um þetta. Og þeim finnst að það væri mjög iila gert.“ MAGGY ROUFF hefir valið sandgrátt ullarefni í þetta fallega sýnishorn. Kjóllinn er með víðar hálflangar ermar, brjóstvasa, hnappalista og fast belti o. fl. smávegis sem gerir sitt gagn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.