Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.11.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ,/ÓLTKAR gySTUR" ★ ★ Sptnnandi framhaldssaga ★ ★ um og þær eru nú. Framfarirnar hafa líka sína kosti, og mig skyldi ekki furða þó að til- finningarnar væru heitari í dag en þær voru fyrir — hvað á ég að segja — hundrað ár- um. Maður veit svo miklu meira nú á dögum — ekkert er leynilegt framar. Ég skal teygja mig svo langt að segja, að maður geti lifað ríkara lífi nú en þá. Eftir fimm ár verður þú eflaust sammála mér — ef við fáum tæki- fæi'i til að hittast þá. Henni fannst síðasta setningin eins og svipu- högg. Hún beit á vörina og sneri sér frá bóka- hillunni. Hann vár svo nærri að hún reyndi að rjúfa hið ósýnilega samband, sem var milli þeirra. Hann tók kannske eftir þessu því að hann gekk út að glugganum og stóð þar og horfði út í rigninguna. Hún hikaði um stund en gekk svo út að glugganum líka og staðnæmd- ist við hliðina á honum. Þó að hálmþak væri yfir svölunum voru steintíglarnir á gólfinu rennvotir og vatnið rann í bunum niður á grasflötina. — Klukkan er orðin fjögur, sagði hún. — Heldirðu að það þýði nokkuð að bíða eftir að stytti upp? — Ég var einmitt að velta því fyrir mér, sagði hann. — Það er ekki vist að þessu sloti fyrr en einhvern tíma í nótt. Við skul- um fá okkur te og svo ökum við til Amanzi. — Er ekki hættulegt að aka þegar færð- in er svona? — Þú getur ekki orðið hérna, sagði hann hvasst. — Nei, ég átti heldur ekki við það, svaraði hún gröm. — Ég var bara að hugsa um hvort maður kæmist ekki einhvern veginn öðruvísi. — Nei, hér er ekki um neitt annað að velja, sagði hann einbeittur. Hann kveikti á lampanum á borðinu milli þeirra. 1 heit- um bjarmanum frá lampanum virtist andlit hans dimmara yfirlitum en áður. — Ég verð að fara niður á aflstöðina og athuga hvort varðmennirnir eru á sínum stað. Viltu hita te á meðan? — Já, það skal ég gera. Vertu ekki lengi í burtu ... Henni fataðist. — Ég meina — ég gæti orðið hrædd og komið í laumi á eftir þér. Hann brosti þóttalega. — Þökk fyrir að- vörunina. Ég skal læsa húsinu þegar ég fer. Hann fór í olíustakk og sjóstígvél og dró hattinn niður á ennið. Lesley stóð viðglugg- ann og sá hann fara inn í bílinn og aka af stað á fleygiferð. Hún andvarpaði og fór fram í eldhúsið. Hún fann allt sem hún þurfti á að halda nema tekönnuskjólið. Hún fór inn í borðstof- una og leitaði í skúffunum þar. Og nú fann hún ijómandi fallegt tekönnuskjól með ísaumuðum blómum og nafninu ,,Margarita“ í einu horninu. Kanske var þetta litla frænk- an hans, sem hann hafði verið að tala um. Sú sem hann hafði ekki séð síðan hún var tólf ára. Það var hlægilegt að vera afbrýðisöm vegna lítillar skólatelpu í Madríd. En það var ekki tekönnuskjólið, sem gerði henni bylt við. Það var ljósmyndin, sem gægð- ist fram milli dúkanna í skúffunni. Mynd af Virginiu. Hún ýtti skúffunni inn og fór fram í eldhúsið. Þegar hún kom inn í stofuna með tebakk- ann var Fernando kominn aftur og hafði far- ið úr votri yfirhöfninni. — Það rignir ekki eins ákaft núna og áður, sagði hann. — Það er best fyrir okkur að komast af stað og drolla ekki of lengi. Þegar hér var komið sögu var Lesley alls ekki í skapi til að di’olla. Hún hellti i bollana og drakk úr sínum í einni lotu. Hún gat ekki talað við Fernando. Þegar hann var að hjálpa henni í regnkápuna hennar og hneppti henni að henni, þoldi hún varla snertinguna af fingrum hans. Hún þráði að komast á burt frá honum sem fljótast, en nú átti hún samt eftir að sitja við hliðina á honum í bílnum og aka í slepjunni á veginum. Kannske var það happ að hann varð að einbeita sér að akstrinum á leiðinni. Einu sinni leit hann til hennar, snöggt og spyrj- andi, en hún lét sem hún tæki ekki eftir því. Hugurinn var eins og brimrót, og í því róti sá hún fyrir sér mynd, sem henni var kvöl að hugsa um. Hún nötraði og hann spurði hryssingslega: — Er eitthvað að? — Nei, ekki neitt, svaraði hún og beit á jaxlinn. ÓVÆNTUR GESTUR. Klukkan var sex og orðið dimmt þegar þau komu til Amanzi. Fernando dró regn- kápuhettuna yfir höfuðið á henni, tók um mittið á henni og fór með hana inn í húsið. Þau komu beint inn í stofuna og þar sat Virginia og ungur maður hjá henni. Lesley fannst eitthvað kunnuglegt við hann, en hún var viss um að hún hafði aldrei séð hann áður. yirginia brosti blíðlega til Fernandos áður en hún ávarpaði Lesley. Þá varð svipurinn kaldur og tortryggnilegur og röddin hvassari en áður. — Við pabbi vorum farin að halda að þú hefðir orðið fyrir slysi, Lesley, koffortið þitt kom frá Pemberton fyrir mörgum klukkutímum. Svo varð röddin blíð og silki- mjúk aftur: — Gott kvöld, Fernando. Það var fallega gert af yður að koma henni syst- ur minni heim. Má ég kynna Martin Boland? Hann kom fyrir hálftíma. — Frá Englandi? Fernando heilsaði unga manninum og brosti hæversklega. — Já, svaraði Virginia. Hún gaut augun- um til Lesley áður en hún hélt áfram: — Hann var vinur okkar heima í Englandi, og þegar hann kom til Afríku lét hann það verða sitt fyrsta verk að heimsækja okkur. Lesley, góða, gláptu ekki svona. Þú getur að minnsta kosti heilsað honum Martin. Hann er kominn hingað til að hitta þig. Lesley var eins og steini lostin. Hún brosti dauflega til gestsins og tók eftir að Fernando horfði hvasst á hana. Martin Boland leit út eins og hann hefði fengið taugaáfall. Þetta var auðsjáanlega af ásettu ráði gert hjá Virginiu, og Lesley gat sér til hvað það væri, sem hún hygðist vinna við það. Fernando tók við regnkápunni hennar og lagði hann á handlegginn. Hann hneigði sig formlega fyrir Martin og sneri sér svo að Virginiu. — Gerið svo vel að segja föður yðar, að Lesley hafi verið hjá mér í dag. Mér þykir leitt ef hann hefir haft áhyggjur út af henni, en við biðum svona lengi, af því að við vonuðum að uppstytta yrði. Ég verð að fara aftur til Kalindi nú strax. — Ö, Fernando! Það var Lesley ein, sem sá bræðina í augnaráði Virginiu er hún leit til Martins Boland. — Þér megið til að borða kvöldverð hjá okkur áður en þér farið! — Nei, það er þvi miður ekki hægt, sagði hann stutt. — Ég verð að fara tafarlaust. Og á næsta augnabliki var hann horfinn. Þau heyrðu bilhurðina skella og urgið í hreyfl- inum er hann ók af stað. Nú varð þögn uns ungi maðurinn tók til máls. — Svo að það er hann, sem er ástæðan, sagði hann rólega. — Og þú ert ekki að fara í felur með það. Virginia pírði augunum. — Þér kemur ekkert við hvað ég geri, Martin. Ekki bað ég þig um að koma til Afríku, og ég hefi ekki hugsað mér að bjóða þér að verða hérna í húsinu. Hafirðu verið það flón að koma hingað án þess að panta herbergi á gistihúsinu, verður það verst fyrir þig sjálfan. Ég skipti mér ekkert af því. — Þú gleymir að það var faðir þinn, sem bauð mér að koma inn. Það var hann sem bauð mér að vera í nótt og fara ekki á gisti- hús fyrr en á morgun. En ef ég get fengið bilinn þinn léðan . . . — Það geturðu ekki fengið. Hann er í við- gerð á verkstæði. — Það eru að minnsta kosti tuttugu kíló- metrar til Buenda. Hefirðu hugsað þér að láta mig fara þangað gangandi? — Það kemur vitanlega ekki til máia, tók Lesley fram í. — Virginia ætlast ekki til þess. Hún reyndi að brosa. — Þér komuð nokkuð óvænt, en þér hafið hitt hann pabba og vitið, að yður er velkomið að vera í nótt. Viljið þér ekki sitja? Virginia stóð á milli þeirra, há og föngu- leg. Hún þrýsti rauðum vörunum saman, nas- irnar titruðu og augun voru hörð eins og stál. Það var auðséð að hún barðist við að stilla sig. Svo sneri hún sér hægt frá þeim og fór út úr stofunni. MARTIN SEGIR FRÁ. Lesley andvarpaði. Hún var vot i fæturna og tilkenningin í höfðinu eins og hún hefði járnspöng um ennið. Hún horfði á Martin Roland, sem beit á vörina, og henni fannst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.