Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Stjörnulestur eftir Jón Arnason, prentara. Sólmyrkvi 2. des. 1956. Alþjóðayfirlit. Eldsmerkin eru í yfirgnæfandi á- hrifuxn. Og breytilegu merkin eru jiað einnig. Kraftur og orka mun koma í ljós og gera vart við sig í heimsviðburðunum, en ])ó er liætt við að óstöðugleiki komi einnig verulega til greina og geri afstöðurnar óákveðnar. Líklegt að verkefnin verði örðug viðfangs. Sólmyrkvinn er í Skotmanni. Er Ungverjaland undir þessum áhrifum og gætu jiau dregið úr orku jjess um tíma og tafið fyrir framförum frels- ishugsjónanna i bili. Búda í Ung- verjalandi mun verða verulega vör við iþetta. — Mætti búast við jarð- skjálfta náiægt Shanghai i Kína eða á þeirri lengdarlínu eða um Yestur- Ástralíu. — Tölur dagsins eru: 2 + 1+2 + 5 + 6 = 16 = 7. Tungláhrif á- berandi, sem eru breytileg eins og lireyfing vatnsins. Lundúnir. — Sólmyrkvinn er við sóirisumark og Satúrn i nálægð og Merkúr. Mun draga nokkuð úr þrótti manna og sjúkleikar munu gera vart við sig. Umræður nokkrar um útiíþróttir og fræðaiðkanir. — Mars i 3. húsi. Rekstur járnbrauta og flutninga undir töfum og hindrunum, blöð og bókaútgáfa, fréttir og flutn- ingur þeirra undir gagnrýni. — Uran í 8. húsi. Kunnur rithöfundur gæti látist, einnig fyrrv. embættismenn. — Júpíter í 9. húsi. Verkfall á siglinga- flotanum og töp gætu átt sér stað. — Neptún í 10. húsi. Gagnrýni á stjórn- ina og áróður gegn henni. — Venus í 11. húsi. Framgangur mála í þing- inu undir töfum og andspyrnu. Berlín. — Sólmyrkvinn í 12. húsi. Góðgerðastofnanir, betrunarhús og vinnuhæli undir mikilli athygli. Taf- ir í rekstri geta komið til greina og fjárhagsörðugleikar. — Merkúr i 1. húsi. Undangröftur og svik rekin á bak við tjöldin, sem gætu orðið ráð- endunum örðug. — Mars i 3. ‘húsi. Örðugteikar nokkrir gætu komið í ljós frá hendi flutningamanna, kirkj- unnar og fræðimanna og ollið vand- kvæðum. — Úran í 8. húsi. Fyrrver- andi embættismenn gætu látist. — Júpíter í 9. iiúsi. Tafir og vandkvæði i rekstri utanlandssiglinga og versl- unar, verkföll gætu komið til greina. — Venus og Neptún i 10. húsi. Sljórn- in á úr ýmsu vöndu að ráða og hefir í mörg horn að lita. Moskóva. — Sólmyrkvinn í 11. húsi. Æðsta ráðið á í örðugleikum ýmsum út á við og inn á við, tafir og fjárhagsvandræði koma til greina og hættur ýmsar. — Mars i 2. húsi. Fjárhagsútlitið athugavert og banka- starfsemin ótrygg og peningaveltan undir hættu. — Úran í 7. húsi. Hætt við undangrefti og svikum i utan- rikisþjónustunni. — Júpíter i 8. húsi. Hátt starfandi kirkjuhöfðingi deyr og rithöfundur. Tokýó. — Sólmyrkvinn i 6. lnisi, ásamt Satúrn og Merkúr. Aðstaða verkamanna athugaverð. Tafir ýmsar í framkvæmdum og blaðaumræður gætu komið til greina um hagsmuna- mál þeirra. Úran í 3. liúsi. Flutninga- starfsemi, fréttir, bækur og hlöð og útvarp undir athugaverðum áhrifum. — Júpíter og Plútó í 4. húsi. Barátta gegn stjórninni meðal bænda og búa- liðs og hún gæti orðið fyrir aðköstum. Washington. — Sólmyrkvinn i 2. húsi. Hefir slæm áhrif á fjárhags- hreyfingar og bankastarfsemina. Taf- ir geta komið til greina i framkvæmd- um. -— Venus og Neptún í 1. húsi. Aðstaða almennings nokkuð óákveð- in og undangröftur gæti átt sér stað frá konunúnistiskum áhrifum. — Merkúr i 3. lnisi. Umræður nokkrar um flutningamál og rekstur flutn- ingatækja og verkföll gætu komið til greina. — Mars i 6. húsi. Barátta nokkur gæti komið í ljós frá liendi verkamanna og meðal hermanna. :— Úran í 10. húsi. Stjórnin gæti orðið fyrir árásum og rógsherferðir gerðar á bak við hana, en hún hefir stuðning nokkurn. Júpíter í 12. lnisi. Athuga- verð afstaða í góðgerðamálum, svik og fjárdráttur gæti komið í ljós. íSLAND. Sólmyrkvinn í 2. húsi, ásamt Merk- úr. — Örðugleikar og vandkvæði i fjárhagsmáhjnum og bankastarfsem- in þróttlaus og verða jæssi mál mjög á dagskrá og athygli veitt. Umræður milclar um þau mál. 1. hús. — Satúrn í húsi læssu. — Þungi nokkur yfir almenningi og kæl- ing sem orsakar kvefsóttir gæti átt sér stað. Best að búa sig vel gegn kælingu. 3. hús. — Satúrn ræður liúsi jxessu. — Rekstur flutninga undir fargi og töfum. Fréttaflutningur, blöð og bókaútgáfa gengur frekar treglega. 4. hús. — Mars í húsi jsessu. — Ðændur munu kvarta vegna slæmrar afkomu og jjcir munu krefjast aukinna styrkja. Andstaða stjórnarinnar fær- ist í aukana. 5. hús. — Mars ræður húsi þesOTý —• Mars hefir slæma afslöðu til Júpiters og því er líklegt að urgur nokkur og barátta ætti sér stað vegna fjármála eða launa við leikliús og leiklist, en aftur eru góð áhrif sýni- leg frá almenningi og útlendum við- skiptum, því Mars hefir góðar af- stöður frá Satúrn i 1. húsi og Úran i 9. húsi. 6. hús. — Venus ræður húsi þæssu. •—- Hefir allaf afstöður slæmar og því sumar aðstæður verkamanna og þjóna örðug i ýmsum greinum og berast áhrif þessi úr ýmsum áttum. 7. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Ýmsir örðugleikar við að fást, Framhald á bls. 14. &kar hreina^ tukiflí l hciMÍ / 37'- GILIETTE 1957 RAKVÉLm Gillette raksturinn endist allan daginn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.