Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Júlía gat ekki liugsað um annað en ]ietta eina, alla leiðina inn i borgina: I síðasta skipti! Síðasta ferðin í bæinn til að bitta Stefán — síðasta skiptið, sem bún gengi inn í veitingahúsið, sem hann sat og beið hennar i. Ilún átti bágt með að trúa þessu. Hún endurtók orðin hvað eftir annað — eins og lnin væri að þylja bæn -— ákvörðunina, sem liún hafði tekið: — Eftir kvöldið i kvöld sé ég 'hann aldrei framar — aldrei, aldrei framar ... En um leið sá hún sífellt andlit Stefáns í iiuga sér, eins og hún hafði séð það í fyrsta skipti í leikhús-and- dyrinu þegar hún átti að hitta Evu. Hún hafði litið við og séð tvö brún augu, sem höfðu horft á hana með augsýnilegri eftirtekt. Maðurinn var ekki hár, og engum hefði dottið i hug að kalla hann fallegan, en það var eitthvað sterkt og öruggt við þetta breiða andlit, og brosið var hlýtt og heillandi. Júlía roðnaði undir þessu fasta augnaráði og sneri sér að Evu. — Hvar varstu, Eva? sagði liún. — Ég hefi biðið eftir þér í marga klukku- tíma. Leikurinn á að byrja eftir tíu mínútur ... — Það er mér að kenna, sagði ungi maðurinn, sem var með Evu. Ég hitti hana og við töluðum svo lengi saman. — Þið þekkist sjálfsagt ekki, sagði Eva. Hún var stillileg stúlka og fá- skiptin, alger andstæða Júlíu, sem var mesti fjörkálfur. — Þetta er Stef- án White, frændi minn. — Og þetta cr Júlía Lester, Stefán. — Sælir! sagði Júlía og brosti til hans. Það var hiti í brosinu og rödd- in var innileg, en livort tveggja var lienni ósjálfrátt — hún varð alltaf svona þegar hún hitti geðuga unga menn. — Ætlið þér lika i leikhúsið í kvöld? — Ekki var það ætlun mín, sagði Stefán White. Eitthvað igrundandi kom í augnaráð iians, eitthvað sem lýsti von og undrun i senn. Hún hafði séð þetta augnaráð fyrr — hjá öðrum mönnum — og hún vissi hvað það þýddi. Það var inngangur að ást- leitni. Hún svaraði augnaráðinu í sömu mynt, rólega og hiklaust, og hún vissi að hún var á bylgjulengd með þessum manni. Svo tók hún eftir von- leysissvipnum sem kom á Evu og fékk samviskubit: Nei, ég má víst ekki fara út í þessa sálma, hugsaði hún með sér. — Það var tilviljun að ég liitti Evu hérna fyrir utan. En liver veit nema ég gcti fengið aðgöngumiða líka, við hliðina á ykkur. Það er lield ég ekki margt fólk í leikhúsinu í kvöld. Má ég sjá númerin á miðunum ykkar ... Hún rétti fram miðana. Ég ætla að reyna hvort það er hægt, sagði hann og hvarf i áttina til miðasölunn- ar. Júlíu féll vel hvernig hann bar sig, og enn reyndi hún að segja sjálfri sér, að hún mætti ekki ieggja snörur fyrir þennan mann. — Hann er myndarlegur, sagði hún áherslulaust meðan þær biðu. — Já, ég læt hann vera, sagði Eva og dró seiminn eins og hún var vön. — Plann er rithöfundur — seniur ýmislegt fyrir útvarpið og skrifar biaðagreinar. Hún leitaði að vasa- klútnum í töskunni sinni og muldr- aði: — Hefirðu frétt nokkuð af Leon- ard nýlega? Er 'hann i Edinburgh ennþá? — Já, hann kemur ekki heim fyrr cn eftir nokkra mánuði sagði Júlía og gretti sig. — Ég veit hvað þú átt við, væna min. Þér finst að þú megir lil að minna mig á, að ég er ráðsett og harðtrúlofuð stúlka, nú orðið. Eva yppti öxlum. — Þú um það. En þú verður víst að fara að temja þér að verða trú og fösl í rásinni. Eva hafði rétt að mæla, hugsaði hún með sér. Það er ljótt af mér að dufla við aðra úr því að ég er trúlofuð Leonard. En þegar Stefán kom aftur og sýndi aðgöngumiðann gat hún ekki stillt sig um að segja: — En hvað það var gaman ... Þegar þau voru sest inn í myrkrinu i salnum fann hún aðdráttaraflið enn greinilegar en fyrr. Leiluirinn var skemmtilegur, og nú heyrði hún fyrst hinn lága hlátur Stefáns og leit þá til hans og sá augu hans brosa til sín. Á næsta augnabliki varð hann alvar- legur og augnaráðið varð hvasst og leitandi. Júlía fann að hjarta hennar fór að slá liraðar. En liún sagði við sjálfa sig: — Þetta er ekkert — aðeins leikur, sem skaðar hvortigt okkar. En þó vissi liún með sjálfri sér að þetta var eitthvað annað. Þróttur og per- sónuleiki þessa manns hafði haft djúp áhrif á hana. í liléinu sagði hann: — Komið þið með mér fram í forsalinn. — Ekki ég, þakka þér fyrir, sagði Eva. — Ég nenni því ekki. Þið getið farið, ef ykkur langar. Júlia stóð upp og fór með lionum. Samtalið gekk létt og eðlilega, en það var likast og þau héldu uppi öðru samtali um leið með augnaráði, brosi og hreyfingum. Þegar bjallan hringdi i annað sinn fóru þau inn í salinn aftur, þó báðum væri það á móti skapi. — Hvar eigið þér heima? hvíslaði hann óðamála þegar leiknum var lokið og þau bárust með þvögunni út úr leikhúsinu. Það var einhver ólga í röddinni er hann spurði, og hún svar- aði um 'liæl: — Skammt frá Evu. — Það er ágætt, svaraði hann. — Þá get ég fylgt ykkur heim. — En þú átt heima í þveröfugri átt! sagði Eva. — Það gerir ekkert til. Ég kem samt. Hann gekk á-milli þeirra niður að neðanjarðarbrautinni, og tók þær sína undir livora hönd er þau fóru yfir akbrautina. Snertingin var ópersónu- leg og þetta var ekki nema almenn kurteisi, en Júlía fann að hún titraði cr hún fann hönd hans við handlegg- inn á sér. TROÐFULLT var af fólki niðri á brautarstéttinni svo að þau urðu að standa þétt saman. Júlia hjalaði og hló í sífellu til þess að reyna að láta ekki á því bera hvernig henni var innanbrjósts. Hún hugsaði með sér: Hvað gengur eiginlega að mér? Hér stend ég og haga mér eins og óþrosk- uð skólastelpa. Ég er trúlofuð Leon- ard og ætti ekki að vera að dufla við Stefán. Ef hann fer fram á að fá að hitta mig aftur, ætla ég að segja honum frá Leonard. Hún hafði duflað við marga um ævina, þó að hún væri ekki nema tuttugu og þriggja ára. Þetta var hennar matur og drykkur, en það hafði ávallt verið yfirborðsleikur — þangað til hún kynntist Leonard. Hann hafði kennt henni að trúa á ástina ... En nú fann liún í fyrsta skipti, að þessi leikur gæti tælt 'hana út á hálan is. Það var lilægilcgt, sagði hún við sjálfa sig. Ekkert hefir gerst — og ekkert mun gerast. Þessi Stefán er ekki öðruvísi en aðrir menn. Ef ... cf ég hitti hann oftar, ])á verður það ekki öðruvisi en sem venjulegur kunn- ingi. Ástin hagar sér ekki eins og bráður sjúkdómur. Hún var sífellt að reyna að byggja girðingu milli sín og Stefáns — múr hjals og hláturs. Hún reyndi að láta leikinn berast út í gaman, ])ar sem ’benni væri óhætt með honum. En hann lét ekki berast þangað eða ann- að. Hann var fastur fyrir og horfði á hana, þögull og brosandi, en dimmu augun sáu þvert í gegnum yfirborðs- kátínu hennar — sáu langt inn i hug hennar. Þegar þau höfðu kvatt Evu við dyrnar lijá henni, gengu þau hægt áfram, og bæði þögðu. Segðu honum það núna, sagði liún við sjálfa sig. Segðu honum það strax! Röddin skalf er liún spurði: — Þekkið þér Leonard Morris? Hún Eva þekkir hann vel. Hann leit fast á hana. — Nei. Þetta eina orð var spurning: Hvers vegna var hún að minnast á þennan niann, núna? — Nei, mér datt þetta bara í hug, sagði liún með öndina í hálsinum. — Hann er bráðskenmitilegur maður. Yður múndi áreiðanlega falla vel við hann. Hann ... ég er trúlofuð lionum. Nú var það sagt. Hann stóð kyrr i sömu sporum og hún stansaði líka, beint á móti hon- um. Svo sagði liann rólega: — Eruð þér það? Hvers vegna cruð þér að segja mér frá því? Hún leit vandræðalega á hann. — Ég ... ég veit ekki. Eg minntist bara á þetta. Eg hafði enga sérstaka ástæðu til þess ... Hann horfði á hana með hinu und- arlega, leitandi augnaráði sínu og sagði: — Það lcann að hafa ákveðna þýðingu, en ... Hann þagnaði. Hann rétti fram hendurnar og þrýsti henni að sér. Og án þess að hika lyfti hún liökunni og þrýsti sér að honum og hann starði fast í augu hennar. Hún sá að hann var líka órór og hræddur við áhrifin, sem kossinn hafði haft á hann. Hann sleppti henni og hló stuttan, skjálf- andi lilátur. — Ég hefði sjálfsagt ekki átt að gera þetta, Júlía, sagði hann bikandi. Hann bauð henni arminn og þau leiddust fram götuna. Þegar þau komu að húsinu, sem hún átti heima í, spurði hann: — Júlía, hvar get ég bitt þig á morgun? — Ég held ekki að það sé vert, sagði hún hikandi. — Eg sagði þér að ég væri trúlofuð .... — Það gildir mig einu. — Mér er alveg sama um þennan Leonard, og það er þér líka. — En ég er trúlofuð og . .. Hann baðaði út höndunum eins og hann væri á leiksviði, og andvarpaði. — Gott og vel, þá það — þú ert trú- lofuð og mátt ekki glensa við aðra karlmenn — þetta atvik í kvöld var aðeins vanhugsað liliðarhopp, og þeg- ar draumaprinsinn kemur á sjónar- sviðið ... hvenær er það annars, sem þú átt von á honum heim? Hvað er liann að hugsa, að láta þig leika svona á lausum kjala, það mundi ég aldrei gera. Hún liló titrandi hlátri. — Hann er í Edinburgh að opna nýtt útibú fyrir firmað sitt. Hann kemur ekki aftur fyrr en eftir nokkra mánuði. Stefán starði á liana. — Nokkra mánuði? Jæja, en þá er hann alls ekki til. Ekki frá minu sjónarmiði. Við bittumst á morgun og borðum mið- degisverð saman. ÞETTA var upphaf margra fleiri samfunda. Upphafið af þeim þætti ævi hennar, sem hún varð að ljúka i dag. Stefán stóð upp frá borðinu þegar hún kom inn í veitingasalinn. — Sæl vertu, sagði hann og ýtti fram stóí handa henni. Hún settist og röddin titraði er hún byrjaði að tala. — Stefán ... Svona nú! Þetta litla orð sagði allt. Hann hafði skilið hvernig í öllu lá. — Þú hefir þá tekið ákvörðun. Rödd- in var hreimlaus. Hann var ekki reiður — eins og í gær, þegar hann liafði sagt: — Nú vcrður þú að segja af eða á — undir eins! Þú getur ekki haldið áfram að skrifa Leonard ást- arbréf og láta liana móður þina liafa áhyggjur af undirbúningnum undir brúðkaupið og ... láta mig bíða í óvissu. Þú ert tuttugu og þriggja ára, Júlía, einhvern tíma verður þú að haga þér eins og fullþroska mann- eskja. Og nú set ég úrslitakostina: Annað hvort slitur þú trúlofun þinni og Leonards eða við verðum að liætta að hittast! — Ég ... ég get það ckki! Ofsa- hræðsla greip hana er hún fann að hún stóð í vanda, sem hún hafði ckki Hrettulegur (eibur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.