Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 12. f/ OL1K3R SVSTUR /J Spennandi framhaldssaga og þá datt mér nokkuð í hug. Ég átti terrier- hund heima í Englandi ... Lesley flýði. Hún fór inn í herbergið sitt og tók upp úr töskunni og hengdi upp kjólana sína. Þegar hún hafði kveikt á náttlampan- um sá hún að kónguló hafði spunnið vef í horninu yfir rúminu hennar. Salómon hafði auðsjáanlega ekki gefið sér tíma til að þvo herbergið hennar síðan hún fór. Jafnvel ekki í dag. Hún settist á rúmið og hafði skóskipti. Henni fannst heilt ár liðið síðan hún skildi við önnu Pemberton um morguninn. Hún rif j- aði upp fyrir sér allt það, sem hafði gerst — ökuferðina með Neville — athöfnina hjá svertingjunum — heimsóknina hjá Fernando og hádegisverðinn í fallegu borðstofunni — samtalið í stofunni á eftir og rigninguna, sem einangraði þau frá umheiminum. Þau höfðu talað vinsamlega saman í dag, en á eftir ... Lesley stóð upp og tók lökin og ullarvoð- irnar af rúminu. Hún strauk fingrunum um stutta hárlokkana. Höfuðverkurinn hafði komið eftir að hún fann myndina af Virginiu. Ýmsar skýringar gátu verið á því, að myndin lá i þessari skúffu, en hvað sem þeim leið var þó eitt víst, að myndin var þarna og að Virginia hafði gefið honum hana. En maður þáði ekki mynd af stúlku, nema tilfinningar væru að baki. Hún horfði á kóngulóna, sem hékk eins og óvættur í horninu. Fernando sem mágur! Fyrst nú gerði hún sér ljóst hve þetta var skelfilegt. Virginia ók eitthvað út í bílnum á hverjum morgni. Hún var orðin góðkunnug ýmsum frúm stjórnarerindrekanna og þær voru van- ar að hittast hver hjá annarri fyrripart dagsins. Hún át oft hádegisverð hjá öðrum, en aldrei þáði hún boð ógiftu mannanna um að borða hjá þeim. Hún var viðstödd polo- og cricket- keppni og engin af hinum dömunum gat skák- að henni að því er snerti fegurð og dýran klæðaburð. Hún var í ermastuttum lin- og silkikjólum og hafði alltaf lítinn nettan hatt á ská ofan á ljósu lokkunum. Hún var alls staðar nærstödd, og hinar dömurnar dáðust að henni fyrir það hve kuldaleg og varfærin hún var gagnvart öllum ungu mönnunum, sem reyndu að kynnast henni. Enginn vissi að Lesley átti eins mikið í bílnum og Virginia. Fólki fannst skrítið að, Lesley, sem átti jafn ljómandi fallega systur og Virginia var, skyldi helst vilja ganga í síðbuxum og halda sig heima. Þegar Virginia talaði um yngri systur sína var viðkvæðið þetta: — Hún hefir alltaf ver- ið svona. Hún vill lesa, sauma og hirða um blóm. Það kemur til af því að hún er svo seinþroska. En einhvern tíma blómgast hún — sem nett og dugleg húsmóðir. Kannske var það gott að Lesley hafði ekki hugmynd um hvernig systir hennar lýsti henni. Það hafði orðið stórum kaldara milli þeirra síðan Virginia þvertók fyrir að nafn Rolands væri nefnt þegar hún var viðstödd. Martin hafði sofið á dívaninum í stofunni fyrstu nóttina. Hann hafði farið snemma á fætur morguninn eftir, skrifað Edward Norton þakkarbréf og farið. Líklega hafði hann farið gangandi alla leið til Buenda, þvi að Lesley hitti hann í bænum nokkrum dög- um seinna, og þá sagði hann henni að hann dveldist á gistihúsinu og ætlaði að verða þar eina viku. Hann minntist ekki á neitt af því sem hann hafði sagt henni frá um kvöldið. Lesley sárnaði meðferðin sem Martin sætti af hálfu stúlkunnar sem hann elskaði. Hún velti fyrir sér hvað það væri við Virgi- niu, sem ylli því að tveir jafnólíkir menn og Martin Roland og Cuero yrðu ástfangnir af henni. Laugardaginn fór Virginia til Kalindi til að heimsækja Fernando. Hún nefndi á síð- ustu stundu, að Lesley væri boðin líka. — Þegar við pabbi komum þangað síðast, minntist Fernando á, að það væri gott að við kæmum öil þrjú og veldum húsið, sem við tökum til íbúðar. En það er ekki nauð- synlegt. Ég tek auðvitað stærsta húsið. — Ég vil gjarnan koma, sagði Lesley og gerði röddina harða til þess að leyna því, að hún var sár. — Ég get verið tilbúin eftir tíu mínútur. — Ég get ekki beðið svo lengi. Virginia tók sjal af stól og vafði því um herðarnar á sér. — Ykkur Fernando kemur heldur ekki vel saman. Þegar hann kom heim með þér þarna um kvöldið, varst þú svo súr á svipinn, og honum virtist leiðast. Og svo hugsa ég lika, að hann pabbi vilji ekki fara með svona stuttum fyrirvara, og önnur hvor okkar verð- ur að vera eftir hjá honum. — Heldurðu að Fernando kunni við að þú komir ein til að borða miðdegisverð hjá hon- um? spurði Lesley. — Æ, góða Lesley! Hún brosti svo sá í perluhvítar tennurnar, en augun voru skær og sálarlaus. — Þú veist varla mikið um lífs- venjur Fernandos. Hver sem er af vinafólki hans getur komið heim til hans á laugardags- kvöldi og átt víst að fá góðan miðdegsverð. Ég er ekki vön að fara aftan að siðunum. Þér er óhætt að láta mig sjálfráða um það sem ég geri. Það var svo satt að Lesley steinþagði. Hún snerti varla við miðdegismatnum með föður sínum um kvöldið, og hún lá glaðvakandi í rúminu þegar Virginia kom heim um lág- nættið. Hún hlustaði og heyrði að annar bíll var settur í gang og gat sér þess til að Fern- ando hefði fylgt henni heim í sínum eigin bíl. Virginia hafði áreiðanlega verið í essinu sínu þegar hún gat sýnt honum hve leikin hún væri í því að aka í myrkri á vondum vegi. VESLINGS MARTIN! Daginn eftir fékk Lesley að vita, að þau ætt-u að flytja búferlum undir eins næsta morgun. Virginia var glöð og hróðug. — Fernando ætlar að senda tvo flutninga- bíla og nokkra þjóna. Húsið er hreint og fal- legt og þokkalegt. Maður skyldi ekki halda að það væri venjulegt timburhús. Það er ut- ast í hverfinu og tiu mínútna gang frá húsi Fernandos. Það verður gaman að eiga heima þar í nokkrar vikur. Við verðum að halda vígsluveislu á fimmtudaginn eða föstudaginn. Kannske þú getir farið til Buenda á morgun og keypt það sem við þurfum? Lesley var önnum kafin við að ganga frá innanstokksmununum og það rak raunahug- leiðingar hennar á burt um sinn. Flutninga- bílarnir komu snemma mánudagsmorguns og þegar húsið var orðið tómt var Salómon sagt að þvo það og koma svo til Kalindi á eftir með báða hestana. Virginia og faðir hennar settust fram í bifreiðinni en Lesley varð að sitja að aftanverðu, innan um koffort og böggla. Hún leit ekki við er þau óku úr hlaði á Amanzi. Það var likast og allar tilfinningar hefðu slokknað í henni, og hún tók sér ekk- ert nærri að yfirgefa Amanzi. Húsin í Kalindi stóðu í röð og var um hundrað metra bil á milli hverra tveggja húsa. Þau voru í sama stíl, og að fráteknu húsi Fernandos sem var úr múrsteini, voru aðeins þrjú húsin með fleiri herbergjum en tveimur, auk eldhúss og baðklefa. Þessi þrjú voru ætluð mönnum, sem vildu taka á móti fjöl- skyldum sínum í heimsókn. Það var auðséð að kvenfólk var fáséð þarna í þorpinu, þvi að ekki voru blóm við nokkurt hús. Húsið sem Virginia hafði valið stóð um tvo kílómetra frá aflstöðinni. Þegar kyrrt var mátti heyra niðinn frá fossinum í fjarska, en annars ekki nema skvampið í ánni, sem Lesley gat séð úr svefnherbergisglugganum sínum. Nóg var að hugsa. Þarna voru færri glugg- ar en á Amanzi, en þeir voru stærri, svo að ekki varð komist hjá að skeyta nokkur af gömlu gluggatjöldunum saman. Það var erfitt að koma húsgögnunum fyrir, og oft þurfti að færa þau úr stað áður en Virginia var ánægð. — Þetta getur verið svona, til bráða- birgða, sagði hún kuldalega, en við þurfum að fá ný húsgögn í stað þessara hvað líður. Þau eru ekki beinlínis smekkleg. Lesley minntist ekki á að þau hefðu haft úr litlu að spila er þau voru að kaupa hús- gögnin fyrir tveimur árum. Flest af þeim höfðu svertingjar smíðað, því að faðir þeirra hafði ekki efni á að fara í húsgagnaversl- anir og kaupa þar. Sjálf svaf hún ennþá á beddanum frá Neville og herbergið hennar var mjög fátæklegt. Ef ekki hefði verið út- sýnið úr glugganum mundi hún aldrei hafa komið þangað inn nema til að sofa. Virginia fór ekki oft til Buenda eftir að þau voru flutt til Kalindi. En daginn sem vígslusamkvæmið átti að verða datt henni

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.