Fálkinn


Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 15

Fálkinn - 30.11.1956, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 ORÐSTÍR ÍSLENDINGS. Framhald af bls. 2. Féllu 388 handrit úr leik, svo aðeins fjögur verkanna kom lil greina við úrslitadóminn. í dómnefndinni við fyrstu könnun tónverkanna áttu sæti: Mlle. Naida Boulanger, ein al' fræg- ustu tónlistarmönnum Frakklands og heimsfræg sem tónlistarkennari, svo og Gian Francesco Malipiero, fræg- asta tónskáld ítala og Necil Kazim Akses, helsti tónlistarfrömuður Tyrkja. í úrslitadómnefnd, sem kom sam- an í Monte Carlo 18. og 19. apríl 1955 áttu eftirfarandi 12 heimskunnir tón- listarmenn sæti: Fyrrnefnd Naida Boulanger, sem var formaður dómnefndarinnar, Necil Kasim Akses, fyrrnefnt tyrkneskt tónskáld, George Auric, franskt lón- skáld og tónlistargagnrýnandi, með- limur og meðstofnandi „félags hinna 6" („Le Six“), Aaron Copland, eitt þekktasta tónskáld Bandaríkjanna, Arthur Benjamin, tónskáld og hljóm- svcitarstjóri í Sidncy (Ástralíu), Frank Martin, svissneskt tónskáld, Niels Viggo Bentzon, eitt þekktasta tónskáld Dana, Andrzej Panufnic, pólskt tónskáld og hljómsveitarstjóri, Ernesto Halffter, spánskt tónskáld og hljómsveitarstjóri, Sir Lennox Berkeley, eitt þekktasta tónskáld Breta, Pablo Casals, heimsfrægur spánskur celloleikari og Alexander von Spitzmiiller, austurrískt tónskáld. Yfirumsjón með dómaðgerðum hafði með höndum Pierre prins af Monaco, scm stofnaði til verðlaunanna, 1000 dollara að upphæð, auk þess sem full- trúi Olyinpíuráðsins átti sæti í nefnd- inni, en einnig án atkvæðisréttar. íslenski þátttakandinn i samkeppn- inni var Þórarinn Jónsson, tónskáld, og var tónverk hans eitt þeirra, sem komu fram við úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hann hafði samið tónverk við sitt eigið frumsamið ljóð, á þýsku, þar sem honunl var ókunnugt um að ákveðið hafði verið í þátttökuskilyrð- ununi að styðjast bæri við ljóðatexta eftir Pindar. Kanslari Olympíuráðs- ins telur það vera heiður fyrir Þór- arinn að verk hans kom fram við úrslitadóminn. Verk Þórarins hlaut 10 áritanir hinna 12 manna dómnefndar í úrslita- keppninni. Sigurvegari var Michal Spisak, pólskt tónskáld, húsettur i París, og nemandi Nadiu Boulanger. Hlaut hann 11 atkvæði hinna 12 manna dómnefndar. Polignac prins, faðir Rainiers fursta af Monaco hefir ekki skaðast á því að sonur hans giftist Grace Kelly. Koníakkið sem hann framleiðir, „Prins Polignac-Cognac" selst helm- ingi betur en áður, siðan furstinn giftist. Á siðasta fjárhagsári, sem lauk 30. júni, varð reksturshallinn á norsku ríkisjárnbrautunum 98.7 milljón norskar krónur. Er ógerningur að lækka þcnnan halla nema með þvi að taka upp oliukyndingu á brautunum eða rafvirkja þær, en hætta alveg við kolakyndingu. Að hækka taxtana þyk- ir ekki jiorandi vegna samkeppninnar við bifreiðarnar, sem undirbjóða járnbrautirnar á mörgum hinna styttri lciða. Orðrómur gengur um það að Greta Garbo ætli að fara að leika á ný. Eru nú liðin fjórtán ár síðan hún lék síðast — það var í myndinni „Léttúð- uga konan“ árið 1942. Ýmsar hestu myndir hennar eru sýndar við og við ennþá, svo sem „Kristin drottn- ing“, „Ninotsjka" og „Kamelíufrúin". En það er talið vafasamt hvort Garbo græði nokkuð á þvi að fara að leika aftur. Síðan hún stóð upp á sitt besta hefir ný lcynslóð vaxið upp, sem tign- ar sínar nýju gyðjur — svo sem Ava Gardner, Marilyn Monroe og Audrey Hephurn. Það þykir vafasamt hvort Gretu Garbo tækist að lirifa fólkið núna því að smekluirinn er breyttur. Og ef henni mistækist mundi hverfa af henni ljóminn, sem hún nýtur enn af fornri frægð sinni. Dómari einn i Georgia í Bandarikj- unum kom of seint í réttinn. Hann afsakaði sig með því að hann hefði ekki vitað betur en að réttarhaldið ætti að byrja klukkan 10 en ekki kl. 9. — Siðan hófst athöfnin og það fyrsta sem dómarinn gerði var að dæma sjálfan sig í 25 króna sekt fyrir hverja mínútu, sem hann hafði komið ol' seint. Þetta urðu yfir 1200 krónur. George Grogniet, fimmtugur Belgíu- maður, var að rifna af stolti (og kviðfylli) er liann var kjörinn heims- meistari i eggjaáti fyrir skömmu. Hommi tókst að innbyrða 44 soðin egg á hálftíma. i Japan var nýlega haldin „vika“ til að innprenta unglingum að hirða vcl tennurnar i sér. Þessari tilstofn- un lauk með allsherjarsýningu i stærsta skemmtigarðinum i Tokío. Þar burstuðu 40.000 krakkar tenn- urnar, en stór lúðrasveit lék undir á meðan. £ Trúlofunarhringir Ijósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Damas, Tissot, Certina. Laugavegi 50. — ReyTcjavík. Rinso þvær áva/t og kostarySur minna Þér getið náð dásamlegum árangri með því að nota Rinso — raunverulegt sápuduft. — Rinso er ekki aðeins ódýrasta þvottaduftið heldur einnig það drýgsta og fer vel með þvott og hendur. Hið þykka, mjúka Rinso þvæli hreinsar vel án þess að riudda þurfi þvottinn mikið, en nuddið slítur þvottinum einna mest. Best fyrir þvott og hcndur X-R 256. 7-1225-55

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.