Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 3 Hflllgrímiir Fr. Hflllgrímsson sœmdur breshu heiöursmerki ‘þióðleikhúsið: „Fyrir kóngsins mekt“ Haraldur Björnsson, Ævar Kvaran, Rúrik Haraldsson. Elísabet II. Englandsdrottning hef- ir sæmt Hallgrím Fr. Hallgrímsson framkvæmdastjóra einu af æðstu htiðursmerkjum breska heimsveldis- ins, C. B. E. orðunni, í víðurkenn- ingarskyni fyrir störf hans í þágu Bretlands. Sendiherra Breta hér á landi, mr. Gilchrist, afhenti iieiðursmerkið í sendiherrabústaðnum við Laufásveg s.l. föstudag að viðstöddum alimörg- um gestum. Sendiherrann rakti störf Hallgrims Fr. Hallgrímssonar i þágu Breta, m. a. á styrjaldarárunum, er liresk herskip og skipalestir þurftu á fyrirgreiðslu að halda i sambandi við olíuviðskipti. Jafnframt minntist mr. Gilchrist á formennskustörf Hall- grims i Angliu um átta ára skeið. Tveir íslendingar hafa áður verið sæmdir C. B. E. orðunni (Insignia of the Commander of Ihe British Empire). Það eru þeir Ásgeir Sig- urðsson aðalræðismaður (1929) og Lárus Fjeldsted hrl. (1947). Breska heimsveldisorðan var fyrst veitt 1917 í tíð Georgs konungs V. og skiptist hún í tvo flokka, annars veg- ar fyrir hermenn og liins vegar til handa óbreyttum borgurum, og í sex stig. * Ljósm.: P. Thomsen. Leikrit séra Sigurðar Einarssonar i Holti undir Eyjafjöllum, „Fyrir kóngsins mekt“ var frumsýnt i Þjóð- leikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld og hlaut góðar viðtökur. Að efni til fjallar leikritið um erfða- hyllinguna í Kópavogi 1062, en at- burðina má þó að ýmsu leyti beim- færa upp á nútímann og hlutskipti smáþjóða í viðureigninni við stærri og voldugri þjóðir. Margvíslega galla má vafalaust finna á leikritinu frá bókmennlalegu sjónarmiði, en á sviði Þjóðleikhússins hefir sýning þess tekist vel á margan hátt, enda hefir fátt verið lil sparað. Léiksýningin minnir að öðrum þræði á íslands- klukkuna, en jafnframt á hin gömlu íslensku leikrit, sem sækja efniviðinn í sveitalífið fyrr á öldum, en er þó alfrábrugðið hvoru tveggja. Hún mun veita áhorfendum nokkuð af skemmt- un þeirra leikrita, en verður þó fjarri þvi að vera jafnoki þeirra frá bók- menntalegu sjónarmiði. Ævar Kvaran fer með hlutverk Hinriks Bjálka höfuðsmanns og Valur Gíslason með ldutver’k Árna Oddsson- ar lögmanns, og hinn góði 'léikur þeirra á ríkan þátt í því að gera leik- sýninguna að því, sem hún er. Rúrik Haraldsson i hlutverki Gunnsteins Ólafssonar og Haraldur Björnsson Framhald á bls. 15. Íiif^llÍlÍsSSíiS ' 'i tlÉÍffck W ' '■ JÉMf IjLl mBa m i m Hl! ~ € v/' Íslendíngur fsr silfurverðlann d Ólympíuleihunum íslenski liópurinn mun vera sá fá- mennasti, sem kom til Ólympiuleik- anna í Melbourne í Ástralíu, og hann mun einnig vera lengst að kominn þeirra allra. Þess vegna voru það sér- stök gleðitíðindi, er það spurðist hingað, að annar þeirra tveggja is- lensku keppenda, sem lil leikanna fóru, hefði unnið til silfurverðlauna í grein sinni og auk þess náð betri árangri en gildandi ólympíumet var. Vilhjálmur Einarsson stökk 16,25 metra í þrístökki og varð annar. Sig- urvegari varð heimsmethafinn og ólympíumethafinn da Silva frá Brasi- líu, en hann stökk 16,34 m. í þriðja sæti var Rússinn Kreer. Rússinn Tsjerbakov og Japaninn Ogake, sem voru taldir líklegastir til þess að veita da Silva harða keppni urðu að láta sér nægja neðri sæti. Tsjerbakov var sjötti, en stökk þó 15,80 m. Aðeins þrír menn hafa frá upphafi vega slokkið lengra í þrístökki en Vilhjálm- ur. Það eru einmitt da Silva, Tsjerbak- ov og Ogake. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.