Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN Conrad Hilton - «£is< iii ií su jaa'fl i 1111 "~íp „Sá ætti að koma til Islands!" sagði einhver, þar sem verið var að tala um Conrad Hilton, mann- inn sem byggir gistihús um víða veröld, en þó fyrst og fremst í Ameríku. Því að Hilton er orð- inn heimsfrægur fyrir að byggja og reka gistihús, en þau eru svo dýr, að það er helst á færi mill- jónamæringanna að nota þau. En þeir eru svo fáir á Islandi, að líklega væri réttara að spara eitt- hvað af öllum þeim íburði, sem Hilton sóar í gistihúsin sín. Gistihúsajarlinn Conrad Hilton er af norskum ættum, og getur rakið ætt sína aftur til ársins 1676. Þegar hann var á ferð í Noregi í sumar sem leið sagði hann frá því, að í ætt sinni væri kona, sem héti Mati Pétursdóttir Allergodt, og rak hún veitinga- sölu, en bannaði þó áfengi, spila- mennsku og dans í sínum húsa- kynnum. Kannske er gestgjafa- blóð Hiltons frá henni. En faðir Hiltons fluttist frá Noregi sex ára og foreldrar hans settust að i New Mexico og þar fæddist Conrad Hilton á jóladag- inn 1887 í bænum San Antonio Faðir hans átti Iítið hús þar, en byggði við það eitt herbergi fyrir hvert barn sem hann eignaðist. Þegar herbergin voru orðin átta, en börnin farin að týnast burt, breytti gamli maðurinn húsinu í gistihús .Og undir eins og Conrad Hiiton kom heim úr fyrri heims- styrjöldinni keypti hann sér lítið gistihús í Texas. Næstu árin leigði hann og byggði 18 gistihús víðs vegar um Iandið á árunum fyrir 1930. En svo kom kreppan og hann varð að hafa hægt um sig. Árið 1937 gat hann farið áð haf- ast handa á ný og keypti þá Sir Francis Drake Hotel í San Francisco. Tveimur árum síðar seldi hann það aftur og græddi kringum fimm milljón krónur á versluninni. Hann þykir f ramsýnn í verslunarsökum og fljótur að siá gróðurmöguleikana, þótt í litlu sé. T. d. voru í móttökusalnum í Waldorf Astoria tvær súlur neðan úr gólfi og upp í loft. Hil- ton var fljótur að leigja þær fyr- ir auglýsingar. I öðru gistihúsi sem hann keypti sá hann krók, sem ekki var notaður til neins. Þar innréttaði hann bar, og jók umsetninguna með þúsund doll- urum á dag. Og fleira því líkt mætti nefna. Conrad Hilton vinnur ekki á kvöldin. Þá vill hann hvíia sig á að skemmta sér, og hann hefir af ar gaman af að dansa, þótt hann sé nær sjötugu, og lítur kvenfólk- ið hýru auga. Einu sinni var hann sagður trúlofaður Sonju Henie, en það reyndist lygi. Hins vegar lenti hann í því á fullorðins aldri að giftast Zsa Zsa Gabor. Þau kynntust í Hollywood og dönsuðu saman jitterbug og csardas. í miðjum dansinum stansaði Zsa Zsa og sagði: „Mér líst vel á þig. Ég held að ég elski þig. Ég vil giftast þér." Hilton hló — hann grét af hlátri. En þremur vikum síðar voru þau gift og Zsa Zsa komin á græna grein, því að Hilton borgaði alla hennar reikn- inga og lét allt eftir henni. Og þegar þau skildu gerðist það í mesta bróðerni og Hilton gaf henni 350 þúsund dollara, auk þess sem hann jós yfir hana dýr- gripum og setti hana á eftirlaun og bauð henni sex mánaða ókeyp- is dvöl í La Plaza-lúxusgistihús- inu í New York. ; Conrad Hilton fór að reisa dýr gistihús í Evrópu vegna þess hve Conrad Hilton og Zsa Zsa Gabor eru mestu mátar, þó að þau séu skilin. Lík- lega hefir henni þótt hann nokkuð gamall. margir Ameríkumenn ferðast þangað og eyða miklu af pening- um. Árið 1953 byggði hann Castellana-gistihúsið í Madríd og í fyrra lúxushótel í Instanbul. En það var ekki nema byrjun. Hann veit að Pan American Air- ways flytur núna 1.800.000 far- þegar árlega milli New York og Evrópu og gerir ráð fyrir að far- þegatalan verði komin upp i f jór- ar milljónir árið 1959. Það þýðir aukna eftirspurn eftir dýrum gistihúsum í Evrópu. Og Hilton veit flestum öðrum betur um kröfur Bandaríkjamanna og hvaða þægindi þeir meta mest þar sem þeir gista. Waldorf Astoria í New York er frægast allra Hilton-gistihús- anna vestan hafs. Þar ræður ríkjum gistihússtjórinn Philippe, sem er heimsfrægur fyrir að halda samsæti þannig að þau hljóti að verða skemmtileg. Þar er séð fyrir öllu, líka því að láta eitthvað koma gestunum á óvart, sem þeir hafa gaman af eða finnst tilbreyting í. „Við sjáum fyrir öllu," segir Philippe. „Ef einhver doði kemur í samkvæmið látum við t. d. einn þjóninn missa glasa- bakka á gólfið. Þá færist fjör í tuskurnar." Philippe kann allt og hefir þekkingu á góðum mat og vínum. Hann fer sjálfur til Evrópu á hverju ári til þess að kaupa vín- in, sem Waldorf Astoria notar, og velur þá ekki af verri endanum. Og hann fylgist með vinunum frá því að þau eru gerjuð. Ef honum líst vel á einhvern árgang þá festir hann kaup á miklu af Istanbul Hilton heitir þetta 350 gesta hótel, sem Hilton reisti í Istanbul, fyrir 120 milljón krónur. Sundlaugin við Beverley Hilton er uppljómuð á kvöldin — líka í botninn!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.