Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Qupperneq 7

Fálkinn - 07.12.1956, Qupperneq 7
FÁLKINN 5 kemur inn forstofumegin“ og stundum fer likt hjá Hilton. Hann opnar nýtt hótel í sömu andránni og síðasta hönd er lögð á það. Sjónarvottur segir frá því, að þegar Hilton Istanbul var opn- að í fyrra sást varaforseti fyrir- tækisins vera að bera rúm upp í herbergin á efri hæðunum og framkvæmdastjórinn að festa nið- ur gólfdúkana — og konur ailra helstu starfsmannanna að hengja upp gluggatjöld og myndir og búa um rúm. Og Philippe var sjálfur í eldhúsinu. Hann hafði komið fijúgandi frá New York daginn áður. Það fyrsta sem hann tók eftir var að pönnur vantaði í eld- húsið og náði hann í tyrkneska eirsmiði til að búa til 20 pönnur í snatri. Þeir voru að þessu alla nóttina og hver panna kostaði um S50 krónur. Þegar Hilton kom inn í gisti- húsið með hina tignu gesti sína frá U.S.A. og Evrópu, gat eng- iiin séð að þarna hafði allt vaðið á súðum nokkrum klukkutímum áður. Hilton hafði alls ekki séð húsið sjálfur fyrr en hann kom þarna í vígsluna, og kostaði það þó um 120 milljón krónur. En hann hafði gefið sér tíma til að læra ræðuna sína utan að — á tyrknesku. Nú hefir Hilton orð um að reisa gistihús í Noregi, líklega á Holmenkollen, til þess að sýna í verki að hann sé ættrækinn. Þó er það ekki fullráðið ennþá. Ann- að situr í fyrirrúmi, svo sem gisti- hús í Vestur-Berlín og Róm. * Útiveitingastaðurinn við Caribe Hilton, San Juan, Pue'rto Rico er eins og aldingarður og fólkið klæðist að suðrænum sið. honum fyrirfram og kemst þá að kjörum, sem ekki fást eftir að sami árgangurinn er orðinn fræg- ur fyrir gæði. Beverley Hilton, við Holly- wood er eitt mesta nýtískugisti- húsið, sem Hilton hefir reist. Þar er stór sundlaug, upplýst í botn- inn — og vitanlega að ofanverðu líka. Þá er Istanbul Hilton ekki ósjálegt gistihús. Það stendur við sjóinn og sér yfir Bosporus og yfir til Litlu-Asíu úr gluggunum. En samtals á Codrad Hilton 27 lúxusgistihús, með 32.748 her- bergjum, svo að þessi gistihús hans eru engin smásmíði. Hann á Plaza og Waldorf Astoria i New York, Beverley Hilton í Hollywood, Caribe Hilton í Puerto Rico, mörg gistihús í Mexico og gistihús í Cairo og Madrid. I smíðum hefir hann sex gistihús, cg áformað hefir hann að reisa gistihús í London, París og Róm. Hjá Hilton gerist allt með amerískum hraða, og allt hnit- miðað niður. Það er orðtæki um undirbúning mannfagnaðar, að „þvottakonurnar þvo sig út um bakdyrnar þegar konungurinn Víkingaskipið ferðbúið á brennustaðinn og blysberarnir í kring. „UP-HELIY-AA^ þorroblót Hjoltlendingfl Beverley Hilton er bygging, sem fólkið í Hollywood te'kur eftir, ekki síst þegar hún er uppljómuð. Þar e'r einn salurinn þiljaður með 28.000 ostruskelj- um og þykir mikil gersemi. Hjaltland eða Shetlandseyjar eru afskekkt mannabyggð, ])ó að þær liggi við miklar siglinga- og flugleið- ir. Þar er norrænasti kynstofninn í Bretaveldi og þar ríkja fornir nor- rænir siðir, sem nú eru gleymdir jafn- vel i Noregi, Færeyjum og íslandi. Því að Hjaltlendingar hafa orðið fyrir furðu litlum áhrifum sunnan frá hús- bændum sínum i Skotlandi og Eng- landi, þó að eigi sé nema 200 mílna sigling þangað frá Aberdeen eða 120 mílna loftlína frá norðurströnd Skot- lands. Og Englendingar sem spurðir eru um Hjallland vita lítið um það, nema helst að þar eru litlir hestar, eigi stærri en tvævetur tryppi íslensk. Og þó hafa Hjaltlendingar verið undir skoskri og enskri stjórn í nær 500 ár. Fram til 1471 voru eyjarnar norsk- ar, en Skotar tóku þær af Dönum upp í skuld. Eyjarnar eru um 75 mílur á lengd frá norðri til suðurs og eru i mörkum Norðursjávar og Atlantshafsins. Þar cr vindsamt og fremur ófrjór jarð- vegur, enda er búskapurinn með forn- legu sniði. Eyjaskeggjar lifa einkum á fiskveiðum (síld), en þær eru ekki arðvænlegar og því flýr unga fólkið land, stúlkurnar fá sér vinnu á Skot- landi en piltarnir ráðast á ensk skip, og margir Hjaltlendingar hafa getið sér frægðarorð í sjóhernaði. Eitt af því sem vitnar um hinn nor- ræna víkingauppruna Hjaltlendinga cr miðsvetrarbrenna þeirra. „Up- Helly-Aa“ er þetta þorrablót kallað og svipar til álfadansanna hér á landi. Er þessi hátið haldin síðasta þriðju- daginn i janúar til að fagna því að daginn fer að lengja. Þetta er blysför og brenna, sem fer árlega fram í Leir- vík, höfuðstað Hjaltlands. Fyrir hátíðina er gerð eftirliking af víkingaskipi og allir þátttakendur gera sér búninga og grimur, og fer það með leynd hvernig þeir líta út, svo Framhald á bls. 14. Þannig er víkingaforinginn eða álfa- kóngurinn klæddur — með öxi, skjöld og hjálm og í gljáandi spangabrynju.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.