Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN Ópero ií sveitabýlí Fyrir rúmum 20 árum kannaðist enginn við Glyndebourne. Nú er stað- urinn heimsfrægur. ÞEGAR fyrst var farið að segja frá óperusýningum í Glyndebourne spurði fólk: Hvaða staður er það? Og það Ieitaði að honum á uppdrættinum og fann liann ekki. Sem ekki var von. Því að Glyndebourne var ekki ann- að en gamall búgarður í Sussex, eigi langt frá Brighton. Þar bjó Jolin Christie, og höfðu forfeður hans búið á jörðinni í margar aldir. Christie var vel efnum búinn og auk þess haíði hann mjög gaman af tónlist. Gesta- komur voru þar miklar, enda er stað- nrinn ekki nema rúmlega klukkutíma járnbrautarleið frá London. Árið 1924 reisti Christie skála við liús sitt og setti þar vandað pipuorgel. Fékk hann úrvals orgelleikara þangað öðru hverju til að skemmta gestun- um. Smám saman urðu þessir hljóm- leikar fjölbreyttari — aðrir hljóð- færaleikarar og söngfólk var boðið til Glyndebourne og loks var farið að sýna þar kafla úr óperum. Kona Christies, Audrey Mildmay, var ágæt söngkona og lögðust þau hjónin á eitt um að halda söng- og tónlistar- skemmtanir, sem svo vel væri vandað til að það bæri af því, sem fólk átti <að venjast. Og loks var ráðist í að byggja þarna söngleikahús. Það var að vísu ekki stórt — 310 áhorfendasæti, en mjög vel var vandað til leiksviðsins og um- búnaðs hljómsveitarinnar, og Ijósa- kerfið fullkomnara en á nokkru leik- sviði i London. Og 28. mai 1934 opn- aði „Glyndebourne Festival Opera House". Það sýndi í það sinn tvær óperur eftir Mozart, „Figaro" og „Cosi Fan Tutti" í hálfan mánuð. Fyrstu kvöldin var fólkið á leiksvið- inu fleira en áhorfendurnir, en brátt spurðist að þarna væri óvenjulegar sýningar á ferðinni og síðustu kvöldin var jafnan húsfyllir, og fólk fór að panta aðgöngumiða fyrir næsta sumar! Síðan hafa óperusýningar verið í Glyndebourne á hverju sumri, að frá- skildum stríðsárunum. Söngfólkið er jöfnum hönduni enskt og útlent, en svo mikla frægð hafa þessar sýningar hlotið, að hverjum söngvara er heið- ur að því að hafa sungið í Glynde- bourne. Einn íslendingur hefir sungið þar, Maria Markan, og ef rétt er mun- að var hún boðin í söngför til Ástra- líu eftir að hún hafði sungið þarna. Þó að verk margra tónskálda hafi verið sungin í Glyndebourne — Verdi, Rossini, Riohard Strauss, Benjamin Britten og Stravinski, til dæmis — hefir Mozart þó verið eins konar dýrlingur þessarar listastofnunar. Leikirnir hófust með Mozart-óperum og mest hefir farið fyrir honum á skemmtiskránum alla tíð síðan. Svo að vitanlega vanrækti Glynde- bourne ekki Mozart á 200 ára afmæli hans i sumar. Þá voru sýndar sex óperur eftir hann: „Idomeneoi", „Brottnámið úr herbúðunum", „Brúð- kaup Figaros", „Don Giovanni", „Töfraflautan" og „Cosi Fan Tutti". í þetta skipti stóðu óperusýningarnar frá 14. júní til 14. ágúst, og er það lengri tími en nokkurn tíma áður. Sumar óperurnar voru síðar sýndar af sömu söngvurum á tónlistarhátíð- inni í Edinburgh. Kjörorð Johns Christie og vina hans, sem brutust í því að koma þessu fyrirtæki á laggirnar, var að „allt ætti að verða best" — betra en annars staðar. Og það hefir tekist. Glynde- bourne-óperan var orðin heimsfræg eftir fáein ár, fyrir fágaða tónlistar- túlkun og úrvals söngkrafta og hljóm- sveitir. Og húsakynnin hafa verið aukin, svo að nú eru sæti handa 750 áhorfendum. En umhverfið þarna skiptir líka miklu máli. Fólk kemui ekki i leikhúsið beint úr þvarginu á götunni, barna er kyrrð og friður og í hléunum milli þátta gengur fólkið um fagran skemmtigarð og andar að sér blómailm milli þess að það hlust- ar á tónlistina. — Þó að hugsjón Glyndebourne. í miðju íbúðarhúsið en til vinstri óperan. Christies mætti virðast fráleit hefir bourne er orðin listastofnun, sem all- hún þó náð fram að ganga, og Glyde- ur söngvinn heimur veitir athygli. * Maður er nefndur Mohammed Sis- bane. Hann er frá Alzír og gengur undir nafninu „maðurinn með kölska- augun", því að enginn stenst augna- ráð hans. Hann dáleiðir fólk i stórum stíl og stelur svo af því á eftir. Fyrsti maðurinn sem varð fyrir barðinu á honum svo um munaði var skartgripa- salinn Francesco Nofero í Genua. Sisbane kom inn i verslunina hans ásamt konunni sinni. Þau létu sýna sér fjöldann allan af dýrum skart- gripum. Síðan dáleiddi Sisbane kaup- manninn og lá hann í dái í marga ktukkutíma. En þegar hann rankaði við sér voru hjónin horfin og allir gripirnir er þau höfðu skoðað. Skart- gripasalinn gerði lögreglunni aðvart, en fyrst í stað hló hún að honum og trúði honum ekki. En svo fóru að koma sams konar kærur úr óðrum átlum, svo að nú trúir lögreglan — ekki aðeins sú ítalska heldur og al- þjóðalögreglan, sem hefir fengið lýs- ingu á þessum hættulega þjóf. Svíar drekka að jafnaði átta bolla al' kaffi á dag. Á 30 árum verða þetta 90.000 kaffibollar og svarar það til þriSJungs úr smálest af brenndu kaffi. Brúðugerð ein í Bandarikjunum gerði í fyrra 67 minkakápur á brúður, sem pantaðar höfðu verið handa börnum auðkýfinga. þeím tíL vemdar l)efí ég^flívea-krem! Vissulega: Borðóhaldaþvottun og önnureldhússtörf, svo sem grænmetishreinsun og uppkveikjun, reyna oft um of á hendurnar. Yfirleitt verður húðin þá stökk, hrjúf og sprungin, þegar ekkert er gert henni til verndar. En sem betur fer er til NIVEA- krem meS euzerit, sem viðheldur höndum hú móðurinnar sléttum og mjúkum. í'aS er þessvegna til gott ráð: Smyrjið hendur yðar daglega að loknu verki vandlega með NIVEA. Lokaþátturinn í „Brúðkaupi Figaros" í Glyndebourne. Sena Jurinac leikur greifafrúna, Franco Calabrese greifann og t. v. er Sesto Bruscatini sem Figaro. Hljómsveitin var frá „Royal Philharmonic Orchestra".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.