Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Laukrétt sjúkdómskönnun LEIFUR TYGESEN var lasburða. Ekki um það að villast, að einhver alvarlegur sjúkdómur var að búa um sig i honum, hægt og liægt. Hve langt. átti hann eftir ólifað? Kannske ekki nema í sumar? Tygesen hafSi alltaf verið heilsu- góSur. Vitanlega hafði hann fengið barnasjúkdómana, misiinga og inflú- ensu, en hættulegu sóttirnar höfðu siieitt hjá honum. Enda hafði hann jafnan farið vel með sig. Um vorið talaði Tygesen við ýmsa lækna, en þeír gátu ekki sagt hvað að honum var. Kannske þreyttar taugar. Klæða sig vel. Styrkjandi dropa. Róandi pillur. Takq. sér hvild. Tygesen kunni þessa romsu utan að, en hann var athugull maður og hafði séð alvörusvipinn á læknunum. Loks fór hann á heilsuhæli. Kvenfólkið veitti Tygesen mikla athygli þegar hann kom á hressing- arhælið á Sólási. Hann leit vel út ennþá, sjúkdómurinn hafði ekki brennimerkt hann. Og Tygesen var efnaður. Ungfrú Elsí Bugge var einna áfjáðust, hún reyndi aS gera honum allt til eftirlætis. Tygesen var ekki vanur annarri eins umhyggju og nær- gætni og ungfrú Elsí sýndi honum, og varS heillaður. Fyrsta skiptið á ævinni, sem hann hafði látið heillast af kvenmanni. MeS Elsí væri hægt að lifa hamingjusömu lifi, jafnvel þó að maSur væri veikur. En það var synd aS binda hana manni, sem ekki átti langt eftir. Ungfrú Bugge hafSi ekki minnst á samlíf eSa hjónaband. En hún hafði minnst á, að tveir af gestunum þarna væru áleitnari við hann en góðu hófi gegndi, og bað Tygesen um að verja sig fyrir þeim. Ekki minntist hún á hvernig hann ætti að gera hað, en hún lét á sér skilja, að hún giftist ekki hverjum, sem vera skildi. Þau höfðu veriS í venjulegu kvöld- göngunni sinni, ungfrú Elsí og Tyge- sen. En þegar þau voru að ganga upp stigann varS henni allt í einu illt. Tygesen varS aS hjálpa henni. Hann studdi hana inn í herbergiS, og hún baS hann um aS fara og ná i eitthvað hjartastyrkjandi meðal. Hún var komin upp í rúm þegar hann kom aftur. Hún reyndi að brosa, en var svo máttfarin að bún gat varla strokið hárið frá augunum. Tygesen reyndi að hjálpa henni. Hún tók i höndina á honum og bað hann um að sitja hjá sér þangað til hún væri sofnuS. Þvi gat hann ekki neitað og svo sat hann við rúmstokkinn hennar fram yfir miðnætti. En morguninn eftir voru þau bæði kölluð fyrir yfirlækninn sem las upp fyrir þeim kafla úr reglum hæl- isins. Ungfrú Bugge fékk tár i augun. „GóSi læknir. Þetta er móSgun viS okkur. ViS Leifur hjálpum hvort öðru, og þegar ég varð veik i gærkvöldi, fannst mér ekki nema sjálfsagt, að unustinn minn hjálpaði mér." Yfirlæknirinn starði á þau. Elsí var hreykin, en úr augum Tygesens skein eitthvað, sem var mitt á milli aSdáunar og ánægju. Læknirinn sá hvernig i öllu lá og ræskti sig. „Ég bið ySur afsökunar, en viS verSum að halda reglurnar. Það eina sem ég get ráðlagt í málinu er að þið giftist undir eins og flytjið svo á hæli fyrir gift fólk. Það er best fyrir ykkur bæði. Ég skal biðja um pláss handa jkkur á hinu hælinu strax." Tygesenshjónunum var tekið með virktum á nýja hælinu. Læknirinn þar iiafði lesið sjúkdómslýsinguna frá lækninum á Sólási, og hlegið dátt að: „Leif ur Tygesen: ímyndunarvciki og hræðsla við kvenfólk." „Elsí Bugge: Brókarsótt." „Bæði verða að teljast læknuð til hálfs við að komast i hjónabandið, en nokkur dvöl á hælinu hjá yður, mun hafa fullan bata í för með sér." * Vitið þér...? að Ellehammer smíðaði fyrsta loftklæda hreyfilinn, stjörnu- myndaðan? Fyrir 50 árum ílaug Elleliammer fyrstur manna í Evrópu i loftfari, sem var þyngra en loft, þ. e. fhigvél. En hann smíðaði lika, 1903—'04, stjörnuhreyfil, sem varð fyrirmynd þeirrar hreyflategundar i heiminum. Hreyfill Ellehammers framleiddi að- eins 9 hestöfl og var þriggja stimpla, en stærstu stjörnuhreyflar i dag eru 18 stimpla og framleiða 3.400 hestöfl. að villtir úlfaldar eru til í Ev- rópu? Kringum 1860 var reynt að flytja drómedara frá Afríku til Spánar, en ekki reyndist hægt að nota þá sem húsdýr, eins og i heimalandinu. Sum- ir úlfaldarnir sluppu í mýrarnar við ósa árinnar Guadalquivir og afkom- endur þeirra lifa þar góðu lífi enn i dag, þvi að menn komast ekki að þeim. • Tishutmjndw • Þið skuluð ekki harma það að þér fáið ekki loðfeld þetta árið, því hattur úr loðskinni og trefill geta fyllilega komið í hans stað. Frakki frá fyrra ári, eða dragt geta orðið sem ný og þér eruð vel klæddar. Hatturinn og trefillinn eru frá Jean Patau og skinnið er grátt breitschwants. -»iiw«*J RAYMOND, greiðslusnillingur, hefir tekið upp þessa fallegu greiðslu. Hár- ið er snöggklippt og lítill hnútur í hnakkanum, um hann er bundið flauelsbandi með skínandi stjörnum. Myndin krónprins i Kelanten á Malayaskaga voru settir úrslitakostir: Annað hvort yrði hann að hætta að reykja og drekka, eða afsala sér rik- iserfðum. — Hann afsalaði sér rík- inu og reykir og drekkur aldrei meira en nú. I SvíþjóS eru ræktaðir 200 mis- munandi tegundir af kartöflum. George Washington var iðinn við að skrifa bréf. Meðan hann var for- seti skrifaSi hann milli 20 og 25 þús- und bréf. FALLEGUR OG KVENLEGUR. Haustkjóll frá Gres úr gulbrúnu léttu ullarefni sem fellur í mjúkum rykk- ingum niður frá mittinu. Á mjöðm- unum er víddinni haldið í skefjum með stangi á svo að pilsið verði ekki of fyrirferðarmikið. Ermarnar ná að olnboga og hálsmálið er ferkantað og nokkuð flegið. Klútur er festur við hálsmálið að aftan og bundinn fram fyrir. Ef til vill er fallegra að sleppa klútnum. Fasanar fljúga 96 km. á klukku- stund, stokkendur 88 km., dúfur 87 og krákur 76 km.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.