Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.12.1956, Blaðsíða 14
12 FÁLKINN 13. // OLIKSR SVSTUR // Spennandi framhaldssaga — Þegar ég þarf á áliti þínu að halda skal ég láta þig vita. Nú varð Lesley fjúkandi reið. Hún spratt upp af stólnum og stóð andspænis systur sinni. — Þú hefir beðið um það! Þú vissir að það mundi falla í minn hlut að tala við Martin í dag, eftir að þú varst farin — og þú minntist ekki á það einu orði — lést allt danka. Þú ert dágóð og þú ert bleyða, Virgi- nia. Þú flýrð undan þvi, sem þú ræður ekki við og lætur aðra taka á sig vandræðin, sem þú hefir valdið. Virginia roðnaði. — Þegar þú hefir lokið við að ausa úr þér skömmunum er best fyrir þig að fara að hafa fataskipti. Einhver verð- ur að vera viðlátinn þegar gestirnir fara að koma. ' — Ég á ýmislegt ósagt ennþá. Lesley fann hvernig hjartað hamaðist, en nú varð hún að halda áfram. — Þú hefir hagað þér illa gagnvart Martin. Þú hefðir átt að tala end- anlega við hann þegar hann kom hingað, í staðinn fyrir að hlæja að honum eins og hann væri einhver kunningi þinn héðan frá Buenda. Hann kom alla leið frá Englandi til að hitta þig, og þú vildir ekki svo mikið sem tala við hann. — Hann tefldi á tvær hættur. Maðurinn er yfir þrítugt, svo að hann ætti að vita hvað hann gerir. Ég hefi aldrei lofað hon- um neinu. Ef hann hefir afvopnað þig þá held ég að þú ættir að fara þarna suður og reyna að hugga hann. — Þegi þú! Þú hefir eyðilagt nógu mikið, þó að þú misskiljir ekki líka það sem ég segi. Martin er mesti myndarmaður og þú hefir farið svívirðilega með hann — það er allt og sumt. Ég vorkenni honum vegna þess að ég get haft samúð með öðrum. Virginia hafði náð stjórn á sér aftur. Hún vissi að hún mátti síst af öllu hlaupa á sig í stælunni. Hún horfði á fölt andlitið á Lesley — sá angurværðina í bláum augun- um — og brosið varð fyrirlitlegt. — Það var leitt að þú skyldir ekki gera tilraun til að hugga Martin, sagði hún. — Hann var einmitt í réttu sálarástandi til að falla fyrir samúðarfullri systur. En þú færð ekki að sjá hann aftur. Hann sagðist ætla að fara strax. Var hann ... æstur? — Ég veit ekki. Virginia yppti öxlum. — Ég'sagðist hafa forðast hann því að ég vildi nauðug að honum liði illa. Hann sagðist skilja að ég væri ástfangin af öðrum manni. Það var allt og sumt. — Þú ert ekki ástfangin, Virginia, sagði Lesley hásum rómi. — Þú vilt ná i Fernando af því að hann er öðru vísi en allir hinir, af því að hann er ríkur og í miklu áliti. Þú hefir aldrei á ævi þinni kynnst manni, sem er jafn fríður og heillandi og Fernando, og það svalar hégómagirnd þinni að spánskur tiöf ðingi skuli dást að þér og gefa þér undir fótinn. Þú heldur að allar konur mundu öfunda þig ef þú giftist honum. — Það er satt — er það ekki? Fólskan skein úr grænum augunum. — Þú öfundar mig, Lesley. Þú ert með blæðandi hjarta — á laun — alveg eins og skólastelpa. Heldur þú að Fernando kæri sig nokkuð um svo- leiðis flónskulega skólastelpuást? ALEIN I MYRKRINU. Lesley sneri sér undan. Hún var þurr í kverkunum. — Við vorum að tala um Martin. Ætlarðu að láta hann fara svona? — Hvað ætlastu til að ég geri? — Ætlast til? Lesley var gröm. — Ég ætlast ekki til neins — af þér. Mér fellur ekki að segja það, Virginia, en þú ert harð- brjósta og mesti fanturínn, sem ég hefi nokkurn tíma þekkt. Ég efast um að nokkur önnur 'stúlka sé til, sem mundi leika Martin jafn grátt. Og ég vona að Fernando uppgötvi það í tæka tíð. Hún var óviðbúin áhrifunum af síðustu árum sínum. Virginia þreif í handlegginn á henni og beygði sig að henni. Grænu augun skutu neistum og munnurinn afmyndaður af reiði. — Heyrðu, Lesley. Ef þú minnist einu orði á þetta við Fernando eða nokkurn annan, skal ég sjá um að þú iðrist sárar en þú hefir nokkurn tíma gert á ævi þinni. Ég hefi reynt að hafa gott samkomulag á milli okk- ar, en þú ert andvíg því. Þú hatar mig af því að þér finnst ég hafa komist upp á milli þín og pabba. Þú hafðir gert þér von um að sölsa undir þig peningana hans án þess að ég vissi, en ég var frá upphafi dálítið glöggskyggnari en þú. Þú færð það sem þér ber, og ekki eyri umfram það. Lesley reiddist. — Peninga! Þú getur ekki hugsað um annað. Heldurðu ekki að ég sjái hvað stjórnar öllum þínum gerðum? Inni- skórnir sem þú keyptir handa pabba í vikunni sem leið og hálsbindið í dag — og svo margt annað. Þú reynir að kaupa velvild hans fyrir hans eigin peninga. Þú getur hirt þá alla fyrir mér. Mér þótti vænt um Amanzi meðan við stunduðum tóbaksrækt þar, en eftir að beryllium fannst þar eyðilagðist allt fyrir mér. Ég verð aldrei sæl af þeim peningum. — Jæja, láttu þá einhverja aðra fá þá, sem hafa gleði af þekn. Og hafðu þínar skoðanir fyrir sjálfa þig. Mundu að ég vann fyrir mér sjálf í níu ár, en þú þurftir ekki að vera nema tvö ár á skrifstofu. Þú hefir átt góða daga síðan þú fórst frá Englandi og nú kemur að mér, og það verður þú að sætta þig við eða hypja þig á burt héðan. Og þú skalt ekki láta þér detta í hug, að þú hafir pabba á þínu bandi. Það geta allir séð hvora okkar honum þykir vænna um. Síðasta setningin gekk fram af Lesley. Orð- in hittu beint í mark. Þetta var hverju orði sannara. Faðir hennar var gagntekinn af Virginiu, fríðleik hennar og atlætinu sem hún sýndi honum. Virginia var ljóshærð eins og móðir hennar hafði verið og honum hafði auðsjáanlega aldrei dottið í hug að grænu augun voru afbrigði innan Nortonfjölskyld- unnar. Það kom fyrir að Virginia gagnrýndi Lesley í gamni fyrir ýmislegt viðvíkjandi hús- stjórninni, en þá brosti Edward Norton bara og gerði aldrei tilraun til að taka svari yngri dóttur sinnar. Líklega hefir honum fundist að ekki væri tiltökumál þó að tvær systur rifust einstöku sinnum. Nei, Lesley gat ekki áfellst föður sinn. Hann hafði fullan rétt til að meta Virginiu meira. En samt fannst henni að þessi stað- reynd hefði gert líf hennar tilgangslaust. Hann og Virginia voru þau einu, sem henni voru nákomin, og ef hann kærði sig ekki um ástríki hennar ... Hún rétti úr sér. — Ég held að ég verði að ganga út dálitla stund, sagði hún. — Ég kem bráðum aftur. Hún heyrði að Virginia kallaði eftir henni, en gekk rólega niður garðstíginn og niður að ánni. Hún gekk spölkorn upp með ánni og settist svo á stein á árbakkanum og starði út á vatnið. Hún fann þrýstinginn af tárum við augnalokin, en hún gat ekki grátið. Sál- arkvalirnar voru dýpri en svo. Hún hugsaði til Martins sem hvarf burt í gamla bílnum, að starfi sem honum var nauðugt að taka að sér, en varð að taka, vegna þess að hann hafði undirskrifað þriggja mánaða samning. Veslings Martin, honum leið illa núna, og enginn gat hjálpað honum. Henni varð litið á eintrjáningsbát, sem lá bundinn við árbakkann. Það væri gaman að láta sig reka niðureftir ánni og jafna sig eftir rifrildið við Virginiu. Það mundi hjálpa henni til að komast í samt lag fyrir sam- kvæmið í kvöld. Hún leysti kollubandið, steig út í og ýtti frá landi með árinni. Báturinn rann út á miðja ána, þar sem rennslið var nokkurn veginn jafnt. Og hún horfði á sólarlagið og naut kyrrðarinnar kringum sig. Myrkrið færðist yfir von bráðar og um leið fór hún að hugsa til Fernandos. Hann mundi verða þarna í kvöld — hæverskur og heill- andi að vanda þegar hann talaði við Virginiu, og föðurlegur þegar hann talaði við Lesley. Hún mundi sjá hann í hópi hinna undirgefnu, vingjarnlegan og skör hærri — forstjóra fyr- irtækisins — mikla manninn í öllu tilliti. Hvers vegna þurfti hún endilega að verða ástfangin af Fernando, hugsaði hún með sér, raunamædd. Það voru aðrir menn til, sem henni féll betur við — Neville Madison til dæmis — en ástin var eitthvað sem læddist að manni og náði völdunum áður en maður vissi af. Hún hafði alls ekki hugsað um Fern- ando fyrr en það var orðið um seinan. Bros hans hafði lagt hana í læðing — augun og röddin ... og nú vissi hún að hann var eini maðurinn í veröldinni sem hún gæti nokkurn tíma gifst. Lesley skalf við tilhugsunina um kulda hans og um myndina í skúffunni í borðstofunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.