Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 18. ^ .ÓLTHAR SySTUR ★ ★ Spcnnandi framhaldssaga ★ ★ þeirra, en faðir þeirra var góðmenni og til- látssamur og mundi ekki skipa henni að gera það, sem henni var á móti skapi. Hann hugs- aði, alveg eins og hún, oft til fyrstu dagana á Amanzi, er hvorugt þeirra kunni neitt til tóbaksræktar, og oft hafði hann hrósað henni fyrir dugnað, þegar hún hjúkraði hon- um veikum. En hún vildi ekki nota sér þakk- læti hans — það átti ekki við milli föður og dóttur. Hún var komin heim í húsið aftur. Það var ljós í glugga hjá föður hennar og henni skildist að hann væri háttaður. Hún ætlaði að fara að hátta líka. Það lá ekkert á að taka ákvörðun um mál, sem ekki hafði verið minnst á fyrr en í kvöld. Hún gekk hljóðlega inn í stofuna og læsti á eftir sér. Fálmaði sig áfram í myrkrinu að dyrunum sínum, opnaði herbergið og sá að Virginia sat þar og beið eftir henni. ÞEGAR Lesley kom inn aftur vék Virginia þegar í stað að málinu aftur. — Jæja, hef- irðu ráðið þetta við þig? — Ég hefi ekki haft tíma til þess ennþá, sagði Lesley þreytulega. — Það er ekki nema hálftími síðan við vorum að tala um það. Virginia stóð upp og það markaði skýrt fyrir henni við hvítt þilið bak við hana. Lesley fannst hún aldrei hafa verið eins fal- leg og í kvöld. Virginia talaði með heitum þunga og röddin var loðin. — Þú unir þér vel í London. Ég get lagt gott orð inn fyrir þig hér og þar, eftir nokkur ár hefirðu fengið sæg af góðum samböndum. Þú færð tækifæri til að ferðast og kynnast skemmtilegu fólki, og hver veit nema þú gift- ist ríkum manni. Þú átt færi á svo ótrúlega miklu, Lesley. — Ætli það komi ekki undir þvi hvað mað- ur vill helst eignast af lífsgæðum? Við höfum eignast heimili í Afríku, og ég vil alveg eins verða hérna. Og ég ætla meira að segja að gerast svo djörf að segja, að ég hefi eins mikinn rétt til að vera hérna og þú hefir. Hún sagði þetta rólega, enda var ekki að sjá að Virginia espaðist. — Vitanlega hefirðu það. Það kemur málinu ekkert við. En það verð ég að segja, að þú tekur þessu öðruvísi en ég hafði búist við. Ég hélt að þú yrðir hrifin af þessari hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki nema tilraun, og ef þú til dæmis eftir eitt ár kemst að raun um að þú hefir ekki eins mikinn áhuga á gamla starfinu og þú hafðir áður, geturðu komið til baka til okkar. Það er ekkert sem bindur þig við þennan stað, — eða er það? Það var ekki laust við ögrun í röddinni er hún sagði siðustu setningúna, en Lesley var svo niðursokkin í sínar eigin hugsanir að hún tók ekki eftir því. — Ég get ekki talað meira um þetta í kvöld. Ég ætla að tala við hann pabba á morgun. — Afsakaðu, Lesley, en það get ég ekki leyft. Hann er svo áfram um að gefa þér þessa ferð til Englands, að það væri rangt af þér að fara að hringla í honum. Hann segir að þetta sé allt undir þér komið, og það er laukrétt. — Ég skil þetta sem svo, að hann taki sér þá alls ekki nærri þó að ég neiti að fara. — Hann tekur það sér ekki nærri sín vegna, sagði Virginia. — En honum þykir það miður mín vegna. Lesley fannst köld hönd taka um hjartað í sér. — Þín vegna? Virginia kinkaði kolli. Hún beit á vörina. — Ég hefi sagt honum frá Martin — að ég hefði ekki viljað játa, að mér hefði þótt vænt um hann, en látið sem það værir þú, sem hann væri að draga sig eftir. Hann sagði að ég væri flón, en að hann skildi að ég vildi ógjarnan hafa þig nærri mér, eins og sakir stæðu. Lesley starði á hana, náföl í framan. — Þú notar þér þá dauða Martins til að ... — Það er satt. Mér er ómögulegt að vera undir sama þaki og þú, sagði Virginia hvasst. — Eins og þú horfir á mig — eins og þú vitir eitthvað um mig, sem aðrir vita ekki. Ég tók mér dauða hans miklu nær mér en þú getur nokkurn tíma skilið, og ég þoli ekki að hafa þig hérna til að minna mig á það. — Segirðu þetta ... satt? — Það er satt. önnur hvor okkar verður að fara, Lesley — og ég verð hér. Þetta var einfalt mál. Lesley gat mótmælt og sagt að hún gæti fengið sér stöðu í Buenda og dvalið á gistihúsinu þar — eða farið til Salisbury eða Bulawayo, en í staðinn steig hún niður á rúmstokkinn og hristi höfuðið eins og það hefði flækst í kongulóarvef. Það var Fernando og peningar Edwards Norton, sem voru tilefnið til alls þessa, en að Martin — veslings afvegaleiddi Martin — ætti að notast sem átyila til að flæma hana af heim- ilinu, — það fannst henni fyrirlitlegt. Loks sagði hún lágt: — Hvenær viltu að ég fari? Virginia dró djúpt andann, henni létti. — Þetta ástand er óþolandi og því fyrr sem því líkur því betra. Einn af vélfræðingunum hefir fengið frí, og á föstudaginn kemur flugvél og sækir hann. Þú getur komist með þeirri flugvél. Okkur pabba þykir báðum gott að vita að þú fáir samfylgd alla leið til Englands. — Föstudaginn? Núna á föstudaginn? Lesley fannst líkast og hún væri að missa sitt eigið líf úr höndunum á sér og gæti ekki haldið í það. — Það er sama daginn sem Fernando kemur aftur. — Já, og hvað um það? — Nei, — ekkert. Nema það að ég hefði gjarnan viljað kveðja hann og Neville. — Ég hélt að þú hefðir fengið nóg af Nev- ille í dag. Hann bauð þér út eingöngu vegna þess að hann hélt að það mundi ergja mig. Hann er skítmenni og óþokki. Nú var Lesley nóg boðið. Hún sagði veik- burða: — Gerðu svo vel að fara, Virginia. Þú hefir fengið þínu framgengt, og það er óþarfi að láta mig hlusta á þig tala illa um vini mína. Við höfum ekki um neitt fleira að tala, þú og ég. — Við þurfum ekki að skilja sem óvinir, góða, sagði Virginia. — Ég mun alltaf gera allt sem ég get fyrir þig. Og svo fór hún út. Lesley sat kyrr. Henni fannst hjartað kalt og dautt í brjósti sér og hún reyndi að gera sér Ijóst, að eftir aðeins fjóra daga ætti hún að fara frá Afríku — og að hún hafði séð Fernando í síðasta sinn. Ef til vill var það bara betra að hún kæm- ist svona fljótt á burt. Bak við systurlega tón- inn höfðu þær Virginia verið óvinir lengi. Ef til vill hafði Virginia hugsað sér þetta strax frá byrjun. Hún hafði komið — ekki til að búa með föður sínum og systur — heldur til þess að taka rúm hennar í hjarta föður þeirra og á heimilinu. Það var óhugn- anlegt að hugsa til þess að það voru pening- arnir, sem voru upphaf alls þessa og að Virginia hagaði sér eins og hún gerði. Lesley fann til kiprings í kverkunum og flýtti sér að standa upp. Hún vildi ekki fara að gráta. Faðir hennar var á þeirri skoðun að best væri að hún færi til Englands, og að hún varð að bera höfuðið hátt. Ennþá var metnaður til í henni. ENGIN LEIÐ TIL BAKA. Lesley átti enga trúnaðarvini í Kalindi og hjá þeim fáu kunningjum sem hún átti, vakti það enga athygli að hún hafði allt í einu afráðið að fara til Englands. Sjálf var hún eins og í leiðslu óg lét allt danka. Hefði hún getað hugsað mundi hún hafa farið beint til föður síns og spurt hann, hvort honum væri alvara að halda að hún þyrfti að fara til Englands, þó að Virginia þyldi ekki að sjá hana á heimilinu. En hann gerði ekkert til að brúa það djúp, sem komið var milli þeirra, og hún hafði ekki löngun í sér til að fara að ympra á þessu aftur. Það var nóg að hann féllst á ráðagerðir Virginiu — og svo var ekki meira að tala um það. Hún fór að ferðbúa sig, hægt og hægt. Hún mátti ekki taka meira með sér í flug- vélina en eitt handkoffort, en Virginia lofaði að senda dótið hennar á eftir henni með skipi. Annars höfðu þær báðar nóg að hugsa síð- ustu dagana. Þær urðu að fara til Buenda og kaupa í matinn fyrir samkvæmi Fernandos, en Lesley þvertók fyrir að hjálpa til að segja þjónum hans fyrir verkum. Hún varð fölari með hverjum degi og bláu augun þreytuleg. Þegar hún háttaði á kvöld- in var hún steinuppgefin eftir erfiði dagsins, en í staðinn fyrir að sofna lá hún andvaka og hlustaði á niðinn frá ánni. Hún sofnaði oft ekki fyrr en undir morgun. Fimmtudagskvöldið fékk hún óvænt tæki- færi til að, taia við föður sinn undir fjögur augu. Virginia hafði farið út í hús Fernandos

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.