Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 14

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. stingur upp í, 6. á rekkjustokki, 12. huldufólk, 14. veðurfarsorð, 16. skammstöfun, 17. hámark, 18. harm- ur, 19. samþykki, 20. nafn, 21. mild, 23. skart, 24. skjól, 25. málmur, 26. plöntuhluti, 27. félagasamband, 28. gyðja, 29. niðji, 31. kvennabúr, 32. kolefni, 33. hlaup, 35. eftirlát, 36. bók- stafur, 39. eldsmatur, 42. drykkur, 44. uppgrip, 45. skorningur, 47. ellegar, 48. hérað, 51. auðkenna, 54. spilið, 55. faðir vor, 56. sunna, 57. titill, 58. ungt skáld, 59. eignaðist afkvæmi, 60. draga sér fé, 61. skammstöfun, 62. ending í nöfnum, 63. öskur, 64. föður- faðir, 65. viðskeyttur greinir, 66. eins konar egg, 68. burt, 71. fangelsisvist, 72. land á Balkanskaga. Lóðrétt skýring: 1. glaðværð, 2. fyrr fæddur, 3. tveir eins, 4. tónn, 5. smákorn, 7. innan að, 8. þjóðarleiðtogi, 9. egg, 10. biblíu- nafn, 11. 20 lárétt, 13. drottningar- efni, 15. hluti af beisli, 17. höfuðdjásn, 19. sonur Nóa, 21. tala, 22. droll, 23. eignarfornafn, 24. árstími, 28. tónverk, 29. mjaðarílát, 30. strik, 31. notandi, 34. á, 37. loðin um lófana, 38. óreiða, 40. greinar, 41. sprauta, 43. biblíu- nafn, 44. grip, 46. á vetling, 47. skort- ur, 49. sverð (þ.f.), 50. vel að manni, 52. stilltur, 53. bikkja, 55. byrði, 57. nafn, 59. gleðimerki, 60. tíðum, 63. áhald til heyvinnu, 66. létt lofttegund, 67. ónefndur, 68. frumefni, 69. tveir cins, 70. fljót í Asíu. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. sóa, 4. Porkala, 10. Lea, 13. jass, 15. teiti, 16. búin, 17. örfoka, 19. trassi, 21. tala, 22. haf, 24. ekka, 26. lestagangur, 28. alt, 30. kit, 31. ask, 33. má, 34. fas, 36. gul, 38. ku, 39. stillir, 40. árbítur, 41. au, 42. áar, 44. ært, 45. R(ósa) L(uxemburg), 46. frí, 48. frí, 50. gná, 51. skellinaðra, 54. sker, 55. æða, 56. ragn, 58. skriða, 60. taugar, 62. Irak, 63. linur, 66. sagó, 67. for, 68. þangmél, 69. ram. Lóðrétt ráðning: 1. sjö, 2. óart, 3. asfalt, 5. ota, 6. re, 7. Iíiðagil, 8. at, 9. lit, 10. lúskra, 11. eisa, 12. ani, 14. Sole, 16. Baku, 18. kastalagerð, 20. reglubræðra, 22. hak, 23. fat, 25. samsafn, 27. olcurlán, 29. látur, 32. skurn, 34. flá, 35. sir, 36. græ, 37. lít, 43. griðung, 47. ískr- ar, 48. flæ, 49. ina, 50. gaggar, 52. keik, 53. raus, 54. skro, 57. naga, 58. SÍF, 59. ala, 60. tré, 61. Róm, 64. in, 65. um. Á HELJARÞRÖM. Frh. af bls. 9. Ég var í iþann veginn að byrja að klifra upp aftur er ég kom auga á holu í ísnum. Hún var full af snjó, en eitthvað dökkt þóttist ég sjá þar niðri. Það var erfitt að komast niður i þennan klakabrunn, en þó tókst það með lijálp Da Nagnyals. Hamilton var meðvitundarlaus, en hann var með lifsmarki ennþá. Þetta varð erfið björgun. Ég man rneðan ég lifi handatiltektir Da Nagnyals í klakabrekkunum. Hann batt meðvitundarlausan manninn i vaðinn og tók hann á bakið. Og svo kleif hann hálan klakann með þessa þungu byrði á bakinu. Ég gleymi ■heldur aldrei þeim fögnuði sem greip mig er við stóðum uppi á tindinum og sáum dalinn fyrir neðan okkur, laugaðan sólskini. Og nú var veðrið að lægja þar sem við vorum stödd. Það var komin nótt er við eftir langa mæðu komum til Langtang, og ég gat náð i lyfjakassann minn. IJamilton var enn tórandi. Sárin á honum voru sem betur fór ekki hættuleg, og eftir að liann hafði feng- ið blóðgjöf þurfti hann ekki á öðru að lialda en hita, hvild og næringu. Elizabeth sat hjá honum. Augu hennar voru tóm. Úr því að ég var svona aðfram kominn hlaut hún að vera illa á sig komin. Það íeyfði ekki af að hún kæmist síðasta spölinn inn i bæinn, og við, sem bárum Hamilton gátum ekki hjálpað henni. Nú virtist hún vera um það bil meðvitundar- laus. Ég sagði henni hvað maðurinn hennar hefði gert. Ég held að hún hafi ekki skilið neitt í því sem var að gerast, fyrr en þá. En það var eins og þetta hefði engin áhrif á hann — lmn hélt áfram að stara á liann. Ég hefði likast ekki átt að segja henni þetta, en ég er ekki nema manneskja og hefnigjarn i þokkabót. — Það munaði minnstu að þér losn- uðuð við hann, sagði ég. — Og að hann losnaði við yður. — Ég hafði misst hann áður — fyrir löngu. Og nú lcenndi ég aftur í brjósti um hana. —' Kannske ekki fyrir fullt og allt, svaraði ég. — Það kemur fyrir, að fólk getur fundið livort annað aftur. Hún sneri sér að honum aftur og renndi augunum um andlitið á hon- um. Það var varla hægt að heyra svar hennar. — Ekki núna. Aldrei framar. Ég sá að liún barðist við grátinn. — Þér skiljið ... ég átti ekki skilið að fá hann. Og nú þarf hann ekki á mér að halda framar. — Allir þurfa á ástríki að halda, srgði ég alvarlega. Hún svaraði ekki. Ég sá að tárin runnu niður kinnar hennar. — Hann hefir sýnt að hann er karl- menni, sagði ég. — Hans eigið áræði átti miklu meiri þátt í að bjarga hon- um en við. — Stundum þarf áræði til að ger- ast auðmjúkur, til að viðurkenna yfirsjónir sínar og byrja á nýjan leik, hætti ég við. Hún hallaði sér hægt niður að honum og þrýsti andlitinu að öxlinni á honum. Stór og glæsileg bifreið nam staðar i litlum bæ. Eigandinn hallaði sér út um gluggann og kallaði til manns, sem gekk hjá: — Er þetta auðveldasta leiðin að ráðhúsinu? — Já, hún er að minnsta kosti auð- veldari en að fara gangandi. NASSER. Framhald af bls. 9. gætu sent lið þangað ef ráðist yrði á Tyrkland, Egyptaland eða nokkurt annað land innan öryggisbandalags Arabaþjóðanna. Hins vegar ábyrgðust Egyptar að öllurn þjóðum væri heimil umferð um skurðinn. Þessi samningur þótti stórsigur fyr- ir Nasser. En liann lét ekki þar við sitja. Réttum tveimur árum seinna gaf hann út úrskurð um, að Súesskurð- urinn skyldi þjóðnýttur, og hlutafé- lagið sem átti hann, skyldi ekkert hafa yfir honum að segja framar. * Ungum manni hafði verið stefnt fyrir rétt i barnfaðernismáli. Eftir langa yfirheyrslu taldi dómarinn sannað að maðurinn væri faðir barns- ins. „Sannanirnar eru svo sterkar, að yður er réttast að gangast við faðern- inu,“ sagði dómarinn. „Jæja, þá er best að gera það,“ sagði maðurinn. „Og svo er best að koma að pen- ingahlið málsins," sagði dómarinn. „Nei, það er óþarfi. Ég liefi aldrei ætlað mér að taka neitt fyrir þelta,“ sagði ungi maðurinn. — Þér eruð sakaður um að hafa verið kvæntur þremur konum sam- tímis. Hvaða málsbætur hafið þér? — Ja, ein kona var ekki fullnægj- andi, og tvíkvæni varðar við lög. — Reynið þér nú að hundsast fram úr bælinu, Jóhann. — Já, stýrimaður. Eftir fimm mínútur kemur stýri- maður aftur og Jóhann er enn í rúm- inu. — Hvað er þctta. Og þér ætluðuð á fætur, eins og skot! — Já, en það klikkaði, svaraði Jóliann. /+/ /+/ ÓVÆNT í PÓLLANDI. — Reiptoginu milli Stalins-sinna og Títoista í Pól- landi lauk á þá leið að þeir síðar- nefndu höfðu betur, en Títóistar hafa heitið Rússum fullri vináttu og telja sig standa næst þeim. En hinn valda- mikli maður, Rússinn Rokossovski, sem Stalin gerði á sínum tíma her- málaráðherra Pólverja, hefir orðið að setja ofan. „SVEI ATTAN, ELLEN!“ — Nú hafa verið sett ný fyrirmæli í Miami í Florida, að baðgestir þar verði að hafa eitthvað utan á sér ofan frá herðum og niður í hnésbætur, er þeir séu á ferli í fjörunni. — Hér á mynd- inni sjást tveir siðferðisverðirnir, annar þeirra er sjálfur lögreglustjór- inn. Þeir liafa rekist á kunna fríð- leiksdrós, Ellen Stock, sem hefir dirfst að „ganga á fjörurnar" í tvískiptum baðfötum. Hún slapp með aðvörun. En geri hún þetta aftur verður hún að mæta fyrir rétti og borga sekt. Tveir Ameríkumenn buðu sig fram til herþjónustu í Kóreu, og fóru á ráðningarstofuna til að fá nánari fyrirskipanir. — Hvers vegna viljið þið fara í striðið? spurði foringinn. — Ég er ógiftur og hefi alltaf elsk- að stríð, sagði annar. — Ég er giftur og hefi alltaf elskað friðinn, sagði hinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.