Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Lola kom og settist hjá Tino og Mike. Tino gat ekki haft augun af henni, en Mike brosti vorkunnsamlega. Tino gæti stutt sig við hana um leið og hann stæði upp. Þetta var fyrsta vinarmerkið. sem hann hafði sýnt Tino. Eftir dálitla stund fór Tino að ganga á höndunum á gangstéttinni og von* bráðar gerði Mike það líka. Og þessar tvær skritnu mannverur hurfu sjónum langt niðri á götunni. ÞJÁLPUN. Snemma morguninn eftir gátu hin- ir sirkusartistarnir séð Mike og Tino að verki undir sirkushvelfingunni. Mike var strangur kennari. Hann þrælaði Tino miskunnarlaust áfram. — Þú skalt komast hjá að gera sömu vitleysurnar og ég, sagði liann. Tino var farinn að spekjast. Hann sá að þetta var enginn leikur heidur mesta strit. — Ég sleppi takinu of seint, sagði hann örvæntingarfullur. — Fyrsta og annað stökkið er í lagi, sagði Mike, — en það þriðja er of stutt. Þess vegna verðum við að byrja frá upphafi, og fullkomna allt, áður en við stígum næsta skrefið. — Of seint! Of seint! hrópaði hann óþolinmóður. — Þú verður að læra að falla jafn létt og þú gerir i koll- hnýsunum. Þú getur hálsbrotnað, ef þú hittir netið svona. Krepptu þig betur i hnjánum! Þetta var þjálfun, þjálfun og aftur þjálfun. Tino fór að verkja i vöðvana, en lét ekki á því bera. Hann tók vel eftir leiðbeiningum Mikes: —- Þér lærist aldrei þrefalt heljarstökk, ef þú lærir ekki það tvöfalda fyrst. Timinn verð- ur að standa heima. Klukkan í þér veit hvað tímanum líður. Hún verður að tifa í takt við klukkuna í mér, því að við verðum að lialda sömu tíma- áætlun ... Treystu því að ég er hérna og tek á móti þér. Tino kinkaði kolli. Mike sýndi lionum á svifránni: — Hérna eru lappirnar og hérna er kroppurinn á þér. 1 þessum stelling- um kemur þú til mín, en hringsnún- ingurinn er svo ákafur að ég missi þig. En ef þú kenmr svona, fellur allt i ljúfa löð. — Þú ferð að líkjast flugmanni úr þessu, sagði hann loks i viðurkenn- ingarróm. — Eigum við að reyna eitt þrefalt. Ég skal segja til þegar þú átt að byrja. Sirknsstjórinn horfði á með eftir- tekt. Tino var auðsjáanlega albúinn til að gera þrefalda heljarstökkið. Hann sá Mike standa viðbúinn á sin- um palli, langa leið frá, undir hvelf- ingarbrúninni hinumegin. Nú sveifl- aði Tino sér á ránni, fyrst hægt og svo hraðar og hraðar. Nú höfðu artistarnir séð hvað um var að vera þarna uppi. Allir góndu upp og andlitin voru föl i morgun- birtunni. Það mátti heyra saumnál detta. Vöðvarnir sprikluðu undir brúnu hörundinu á Mike. Nú sveiflaði hann sér hægt fram á móti Tino. Tino sleppti ránni og svo ... Fyrsti kollhnýsinn var hægur, þeir næstu tveir hraðari og hraðari. Hann hringsnerist í loftinu eins og kringla, með hnén upp við bringu, og Mike rétti fram liendurnar á móti honum. Allt hafði farið eftir áætlun! Þegar þeir komu niður beið Bougli- one eftir þeim við kaðalstigann. — Ég kaupi þetta númer, Mike, sagði hann þumbaralegur. Framhald í næsta blaði. SCHUSCHNIGG AMERÍSKUR. Kurt von Schuschnigg, fyrrum Aust- urríkiskanslari, sem nazistar fang- elsuðu er þeir innlimuðu Austurríki 1938, og sat sjö ár í þýskum fangels- um, er nú prófessor við háskólann í St. Louis í Bandaríkjunum. Hann varð 59 ára nýlega og fékk um sama leyti borgararétt í USA. Úr onnÁlum Sauðafellsreið og handtaka Jóns Arasonar Skarðsárannáll 1550: Biskup Jón riður þetta sumar með fjölmenni til alþingis og þaðan i Skálholt. Vilja menn segja, hann hafi þá verið kjör- inn þar til yfirherra og umsjónar- manns stiftsins. Og setur hann þar þá niður alla þá gömlu siðu, og ríð- ur hann þá suður til Viðeyjar til ábóta Alexíus, og skikkar þar skuli allt 'haldast, sem fyrri var á dögum biskups Ögmundar. Vestur þaðan rið- ur biskup Jón allt til Helgafells- klausturs. Þar höfðu ekki ábótar ver- ið, síðan það hafði verið veitt Claus von Merwitz, og deyddur var fyrir hans ofbeldi, rán og manndráp. Þar setur biskup niður garnlan ábóta, sem Narfi hét, — hann hafði þar fyrr ver- ið — og skipar að halda það gamla. Frá Helgafelli ríður biskup Jón og synir hans tveir, séra Björn og Ari lögmaður, í Breiðafjarðardali til Suðafells. Þar hafði Daði Guðmunds- son bú, en sat í Snóksdal. Vildi biskup gera búið upptökt og fé Daða; hann væri i banni og ekki fjárráðandi, fyrr en úr því væri leystur af sér eður páfanum í Róm. Er svo mælt, að Daði hafi riðið til fundar við þá feðga i fyrstu til Sauðafells með 80 menn og boðið biskupi Jóni sættir og eiga að kvitta fjárupptekt að Sauða- felli, og svo vildi hann forðast (eftir þvi sem hans áhangendur látast segja) mótgerðir við biskupinn, ef þeir skildu þá vel. Þá mælti séra Björn: Nú er vel boðið, faðir minn. Biskup mælti: Ertu hræddur, Björn frændi? Nei, herra kvað Björn, en um fleira er að hugsa en ákefð eina. Daði sagði þá: Sé svo, ekki náist sætt- ir, skuluð þér sjá mig og pilta mína innan skamms hér á Sauðafelli. Svo reið hann í brott og sópaði að sér mönnum, kom svo aftur með fjöl- menni albrynjað. Þar voru og með skyttur nokkrar. Er og mælt, þeir hafi allir tvímennt neðan eftir daln- um, svo minna skyldi sýnast liðið, Jack Schuler, sem er einn af leið- togum mótmælenda i Bandaríkjunum hefir hafið herferð gegn siðleysinu i Hollywood. Sérstaklega beinir hann sókn sinni gegn hinum svonefndu „Frómu meyjum“, svo sem Jane Russ- el, sem kennir i sunnudagsskóla. „Þessar drósir standa með Biblíuna i annarri héndi en kokkteilglasið i hinni, og láta þetta vega salt,“ segir Schuler. —0— og hafi svo verið hálfu fleiri en hest- arnir. Biskup og þeir feðgar voru fyrir, og var ekki biskupsliðið margt norðan að, heldur var þar með mann- fólk úr Borgarfirði, og um það talaði Ari við föður sinn, að ekki væri margt þeirra eiginlegra manna, og vildi senda norður eftir fólki, ef hann vildi ekki undan snúa. En biskup sagði, Borgfirðingar sínir dygðu lengi vel. Daði kom þá heim með lið sitt, og stigu af hestum sínum, en bisk- upsfólkið var í kirkjugarðinum. Daði sagðist þá enga óhlutvendi eður árás vilja gera mönnum, er frá gengi, og ekki fylltu þann flokk að ræna fé sínu og föngum, með fleirum orðum, er hann þar um talað, að menn skyldu umþanka, hvað eftir kæmi eður koma mundi. Eftir þetta gengu Borgfirð- ingar úr kirkjugarðinum, og vildu taka ráðslagan sina út á vellinum, livað best væri, og hugðu nokkuð svo, að ekki mundi svo skjótt árúsin verða af Daða fólki. Þá bjóst flokkur Daða rnanna til áhlaups, og var þá þunn- skipað i garðinum, en garðurinn næsta viður, en ekki vel hár á öllum stöðum. Mælt er, að með biskup Jóni liafi einn verið sá maður, er Gísli hét og var Finnbogason, karlmenni mikið, og 'hélt þá á byssu, og mælti til biskupsins: Skal ég ekki skjóta til Daða, herra! Ég sé hann nú með rauða fjöður í hatti; má vel vera, ég geti hann nú vel hitt. Ekki skaltu skjóta, sagði biskup Jón. Þá ber eg mig að láta þá vita, eg liafi getað liitt hann fyrir, sagði Gisli, og skaut þá burt framan af fjöðrinni. (Gisli þessi Finnbogason var móðurbróðir föður herra Þorláks biskups Skúlasonar). Hjuggu þeir þá og lögðu til biskups- manna. IJðsmunur var næsta mikill, og bárust sár á norðanmenn, og kom- ust Daða menn i garðinn; lirukku hinir þá frá. Fór biskup Jón þá inn i kirkjuna, og innar að altari, og voru breiddir fyrir hann þófar, því þá var skotið áfram þétt. Fengu margir menn þá stóra áverka, og gáfu bisk- upsmenn þá upp vörnina, og gengu til griða, með handsali við Daða, en Borgfirðingar höfðu riðið um þann tíma í burtu, og gáfu sig aldrei inn aftur í garðinn þar slagið var. Síðan var biskup Jón handtekinn og þeir synir lians, séra Björn og Ari lög- maður, og fluttir til Snóksdals. Þar siðan sterklega varðveittir. En norð- anmenn riðu leiðar sinnar heim, hver eftir því sem fær var fyrir sára sakir.“ *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.