Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Richard horfði á hana og datt í hug gamalt lag, sem byrjaði svona: „Það er svo gott að koma heim til þín.“ Gíf§tn Iioiiiiiii pabba! Er hann ekki yndislegur? livíslaði Jane litla, níu ára, og beygði sig yfir barnavagninn. — Þetta er eiginlega stærra barn en við höfðum hugsað okkur, sagði Francis. — En hann er indæll, bætti hún við og leit niður í vagninn. — Hvar náðirðu í hann, Jane? — Fyrir utan nýju kjörbúðina, svaraði tvíburasystirin rólega. — Mér fannst réttara að ná í barn, sem væri ekki alveg nýfætt. Maður verð- ur að vega matinn ofan í svoleiðis börn, og gefa þeim sérstaka mjólk. Þessi stærð getur borðað hvað sem cr, hugsa ég. Þær störðu með aðdáun á barnið, sem var kringum níu mánaða. Það svaf rólega og hafði ekki hugmynd um að það hafði eignast nýtt heimili. — Heldurðu ekki að liún móðir 'hans sakni barnsins og verði skelfing hrygg? spurði Francis. — Nei-nei, svaraði Jane. — Hún var með fjóra aðra krakka með sér, og auk þess getur hún eignast fleiri ef hún vill. — Já, hún getur líklega gert það, sagði systirin í vafa. — Og við getum aldrei eignast eitt i viðbót. Heldurðu að hann pabbi giftist aftur, Jane? — Ég veit ekki. En nú þarf hann ekki að gera það úr því að hann liefir eignast barn. Ég hugsa að það sé ekki hægt að segja stjúpmæðrum upp, svona eins og vinnustúlkum. Ætli það sé ekki best hjá okkur eins og það er? — Hvað eigum við að kalla hann? sagði Francis og leit aftur á barnið. — „Richard" eins og pabba, vitan- lega, svaraði Jane ákveðin. — Hann er orðinn sonur hans pabha núna. —• Nei, hann er of iítill til að lieita Richard, sagði Francis. — Við skul- um kalla hann „Rikki“. — Já, við gerum það. En — sjáðu! Honum er of heitt. Hárið á 'honum er vott af svita. Francis, manstu etfir stóru öskjunni með barnaflikunum, sem Margaret frænka sendi okkur á hazarinn? — Ummm. —• Mér finnst Rikkí vera miklu meira áriðandi en bazarinn. Við skul- um taka barnafötin og iáta þau í tösk- una, sem við höfum með okkur þeg- ar við förum i sumarfríið á morgun. Francis var langleit. — Ég var bú- in að gleyma að við eigum að fara i sumarfrí á morgun, og að frú Day kemur og á að fara með okkur. Kannske hún vilji ekki lofa Rikki að koma með okkur? Hún er kannske eins mikill fantur og hún frú Coates og hún frú Lawson. Þær anundu aldrei vilja taka ungbarn með sér ... Enga vitleysu, Francis. Pabbi kem- ur heirn seinnipartinn í dag, og hann verður skelfing glaður þegar hann sér Rikkí. Og þegar frú Day kemur klukkan sjö segir 'hann: — Þetta eru dætur mínar, tvíburarnir — og þetta er sonur minn ... — Jú, sagði Francis efandi. — Við getum að minnsta kosti látið fötin handa Rikkí i töskuna, og þegar hann vaknar klæðum við hann, og þá er liann orðinn okkar barn, í alvöru ... Þær hlupu upp á loft til að ná í öskjuna með barnafatnaðinum, en þegar þær voru í miðjum stiganum iiringdi síminn og Jane hljóp ofan ti! að svara. Francis settist i stigann til að hlusta, þó að hún heyrði að- cins það sem Jane sagði, var það nóg til að hún skildi hvað var á seyði. Jane hafði sjáanlega orðið fyrir vonbrigðum. — Æ, pabbi, kemurðu ósköp seint? Já, en við getum ekki farið að hátta, því að við höfum nokk- uð voðalega fallegt tli að sýna þér. Já, þú verður alveg steinliissa. Þú getur aldrei getið hvað það er. Já ... ég heyri hvað þú segir ... við skulum segja frú Day, að þú komir seint ... og að þú ætlir að liringja til hennar seinna. Já já, pabbi. Við létum allt dótið í stóru töskuna, alveg eins og þú sagðir ... já já, pabbi ... vertu sæll. Samtalið endaði með mörgum koss- um í trektina og svo fór Jane upp i stigann og settist lijá Francis. — Aumingja pabbi, hann á að fara á fund og kemur seint heim. Hann sagði að við ættum að vera skelfing góðir við hana frú Day, því að hún væri angurvær. Hann heldur að hún sé 'betri en þessar hinar, sem liafa verið hjá okkur. Hún er vinkona 'hennar Margaret frænku, svo að hún hlýtur að vera skelfing gömul. — Hvers vegna sagðirðu honimi ekki frá Rikkí, svo að hann hlakkaði til að koma heim? — Ertu frá þérj Maður á aldrei að segja svoleiðis í síma. Manstu þeg- ar ég sagði honum að við hefðuin ftngið litla ljónið lánað í sirkus og hann orgaði Ha! inn í eyrað á mér? Riohard Green var hinn ánægðasti á heimleiðinni í lestinni siðar um kvöldið. Frú Day hafði talað svo skynsamlega við hann í símanum þegar liann hringdi heim um klukkan níu. Ef til vill full ung, en fjörleg og viðfelldin. Telpurnar voru farnar að hátta, sagði hún. Já, hún væri reiðubúin til að fara með þeim til Cornwali morg- uninn eftir. Hún sagði að það væri ekki nema gott að hún hefði nóg að hugsa. Það er svo að sjá, sem hún sé eins og heima hjá sér, hugsaði Richard með sér. Margaret frænka hafði út- vegað honum margar bústýrur und- an farin ár, en af ýmsiim ástæðum — kannske ekki síst vegna óróagepl- anna, tvíburanna — hafði engin þeirra tollað lengi hjá lionum. En þessi frú Day var allt öðru vísi, skrifaði Margaret frænka. Jemina Day er dásamleg mann- eskja. Hún er útlærð í barna- hjúkrun. Þér er óhætt að trúa henni fyrir tvíburunum. Ég hefi leigt sumarhúsið í Cornwal! aft- ur í sumar — fyrir heilan mán- uð. Frú Day kemur kvöldið áður en farið verður. Ég æt'Ia að biðja þig um að spyrja hana ekki persónulegra spurninga — hún varð nýlega fyrir þungum harmi og hefir ekki náð sér ennþá. Ég vona að hún taki að sér að sjá um heimilið fyrir þig á eftir, en það getið þið betur talað um sjálf ... Richard datt í hug, að nú gæti orð- ið mögulegt að heimilið yrði vistlegt og notalegt. Bara að frú Day gæti nú tekist að ráða við Jane. Tviburarnir voru nauðalíkir í sjón, en gerólíkir að upplagi. Francis var blíð og róleg, auðsveip að eðlisfari — einkum var hún auðsveip við Jane — og ekki sérlega hugkvæm. En Jane! Hún var ævintýramaður. Hún var alltaf að hugsa um að fram- lcvæma eitthvað. Og allt sem Jane datt í hug varð að framkvæmast undir- eins! Ef hún óskaði sér að eignast eitthvað, gat enginn máttur veröld- inni 'hindrað það. Francis auminginn komst oft í klípu fyrir athafnasemi systur sinn- ar. Þegar átti að klifra upp í hæsta tréð, láta læsa sig inni í kirkjunni, fara á kattaveiðar eða strjúka að heiman varð Francis alltaf að vera hluthafi í fyrirtækinu. — Við vitum ekki hvor þeirra það var, sagði fólkið þegar það var að kæra. En Richard vissi að það var Jane sem átti frumkvæðið að öllum pörunum. Richard var áhugamál að giflast aftur, — hann hafði misst konuna þegar tvíburarnir fæddust. Honum fannst að tvíburunum nnindi verða það fyrir bestu, — en hvernig mundi fara ef þær eignuðust stjúpu? Tviburarnir mundu hafa gott af að komast til Cornwall þennan mánuð — sérstaklega ef það kæmi á daginn að frú Day væri viðfelldin og hugul- söm. Richard ætlaði að fara til þeirra um helgar til þess að geta verið sem mest hjá þeim. Það mundi að vísu oft ganga fram af honum, ef hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.