Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 þekkti Jane rétt, en annars horfði öllu vel, eins og á stóS. En fyrsta taugabyltan kom fyrr en hann hafSi búist viS. í forstofunni stóS barnavagn! Herra minn trúr, þetta hafSi hann tekki tekiS meS í reikninginn. Honum brá iíka viS er bann sá Jeminu Day. Hún gat varla veriS meira en rúmlega tvítug. Og bún var ekki nærri eins dapurleg og hann hafSi búist viS. Hún var þarna á þönum og var aS reyna aS sýnast húsmóSurleg. Hún færSi honum kaffi og smurt brauS, og Ridhard horfSi forviSa á hana og datt i hug gamalt lag, sem hann hafSi heyrt. ÞaS hyrjaSi: „ÞaS er gott aS koma heim til þin“ — eSa eitthvaS þvílíkt. Hann reyndi aS jafna sig og kom- ast niSur á jörSina aftur. MeSan þau voru aS drekka kaffiS spurSi hann hikandi: — Hvernig gengur meS litla barniS? — PrýSilega, sagSi frú Day glaS- lega. — ÞaS verSur gaman aS hafa hann meS sér út í sveit. Hann hefir gott af því. Ricliard roSnaSi og ræskti sig. — Já, sveitaloftiS er gott fyrir svona fólk, ætli þaS ekki. ÞaS fer vel um hann þar. Hann hefSi langaS til aS vita hve gamall snáSinn var, en hún hélt áfram aS tala, glöS og ánægS: — Ég verS aS gæta vel aS ihonum, svo aS Jane fari ekki meS hann í þessa leiSangra, sem hún hefir áformaS. Hún vill fyr- ir hvern mun fara meS hann í bát og finna eySiey. Richard horfSi hugsandi á hana. Ef hún hafSi orSiS fyrir sorg, þá bar aS minnsta kosti furSu lítiS á þvi. En henni hafSi líklega veriS huggun aS því aS fá aS komast út í sveit meS barniS og eignast heimili. En hvar var maSurinn liennar? Hann hafSi ekki heyrt neitt um, aS imn væri oi'Sin ekkja. — Þetta verSur vafalaust gaman fyrir ykkur öll, sagSi liann vingjarn- lega. — ÞaS getur veriS erfitt aS ráSa viS Jane stundum, en hún hefir mjög gaman af litlum börnum, og ég er viss um aS henni fellur vel viS ySur líka, sagSi hann meS sannfæringu. Hún brosti til hans. — Er ySur verr viS aS telpurnar kalli mig Jem- ínu? spurSi hún. — Nei, síSur en svo. Aumingja telpurnar, þær hafa ekki átt skemmti- lega ævi þessi ár. Jemina horfSi hugsandi á hann. Þessi ár? Skyldi konan hans hafa veriS veik áSur en Rikkí fæddist? ÞaS var kannske þess vegna aS hann var svo varfærinn þegar ihann talaSi um Iitla barniS. Honum fannst lik- lega aS barniS hefSi rænt þau þvi, sem þeim var mest virSi. Margaret frænka hafSi ekki sagt henni mikiS um fjölskylduna. En hún hafSi veriS einstaklega hugulsöm og hjálpleg. — Þú þarft aS komast á gott heimili, væna mín, hafSi hún sagt. — Ekki sem gestur — heldur ekki sem vinnustúlka, heldur sem ein af fjölskyldunni. HeyrSu, mér dettur nokkuS i hug ... Hún hafSi sagt Jeminu frá tvibur- um frænda síns, en hún hafSi ekki minnst einu orSi á þetta yndislega litla barn. ÞaS var líklega Jane, sem var mesta viSfangsefniS á lieimilinu. JEMINA var meira þakklát aS fá þetta starf, og var staSráSin í aS gleyma Terence Day, manninum sín- um fyrverandi, eins fljótt og hún gæti. Ef henni yrSi léttara í skapi eftir sumardvölina í Cormwall, mundi hún kannske láta sér detta í hug aS taka af sér gullhringinn, sem áSur hafSi veriS svo mikilsvert tákn, en sem nú var henni minna en einskis virSi! Hún hafSi veriS svo sæl í litlu íbúSinni þeirra. Þau höfSu leigt sér íbúS meS húsgögnum, þvi aS Terence varS aS senda móSur sinni peninga mánaSarlega. Jemina vissi aS minnsta kosti ekki betur en þaS væri móSir hans — liún hafSi séS umslagiS, árit- aS „frú Day“ og heimilisfang i Crewe. Hann hlaut aS vera góSur og skyldu- rækinn sonur. Hún hafSi haldiS áfram starfi sínu, svo aS þau kæmust vel af. Einu sinni hafSi hann sagt: — Elskan mín, viltu lofa mér aS verSa alltaf eins og þú ert núna? LofaSu mér þvi! — Ég mun elska þig alla mína ævi, hvislaSi hún, — jafnvel þó aS ég verSi gömul og gráhærS. Einhverra hluta vegna féllu hon- um ekki síSustu orSin. ÞaS var líkast og hrollur færi um 'hann og hann andvarpaSi. En viku síSar kom skýringin. Dyrabjöllunni var hringt snemma kvölds. Fyrir utan stóS kona á þrí- tugsaldri, þreytuleg. Fjórir litlir drengir voru meS henni. Henni fannst eittihvaS kunnuglegt viS konuna — og drengina lika. Löng þögn varS og þær horfSu hvor á aSra. Jemina skildi strax hvers vegna henni fannst eitthvaS kunnuglegt viS andlitiS. Hún var lík henni sjálfri — sömu litirnir, sama hæS og vaxtarlag, en hún var talsvert eldri. Jemina brosti vingjarnlega til hennar: — ÆtluSuS þér aS tala viS mig? Ég heiti frú Day. Þá fór hin konan aS gráta. — Ég er líka frú Day, sagSi hún kjökrandi. — Ég mundi hafa þekkt ySur — þó aS þér hefSuS ekki sagt til nafns ySar. — MunduS þér hafa þekkt mig. Hvernig stendur á því? — Af því aS þér eruS alveg eins og ég var, sagSi konan mæSulega. — Þér eruS alveg eins og ég var þegar viS giftumst fyrir tiu árum. En ég vil fá hann aftur. Ég vil fá Terence aftur. ÞaS er þess vegna, sem ég er komin hingaS. MeSan sú fyrri frú Day var aS segja þessi hræSilegu orS rann þaS upp fyrir Jeminu hvers vegna andlitin á börnunum komu henni svona kunnuglega fyrir sjónir — þetta voru fjórar eftirmyndir af föSur sín- um, fjórir litlir Terence-ar. Þarna hafSi ekki orSiS neitt upp- nám. Og meSan drengirnir sátu viS borS- iS og átu kökur, tók Jemina saman dótiS sitt og fór. Hún hafSi séS Terence aftur fyrir réttinum, og þá hafSi hann komiS henni svo annarlega fyrir sjónir. Hann var ekki maSurinn hennar framar. Hann var maSur konu, sem hafSi veriS lík Jeminu fyrir tíu ár- um, en nú var orSin gömul. Og nú sat hún þarna og var orS- inn fjölskyldimieSlimur þessa þægi- lega manns. Hann sagSist vera viss um aS Jane mundi semja vel viS hana. ÞaS var ágætt, þvi aS þá mundu telpurnar fara aS hennar ráSum, og hún mundi finna aS hún væri heima hjá sér. SUMARHÚSIÐ í Cornwall var sann- kölluS Paradís á jörSu — engin blöS, ekkert útvarp, enginn stórborgaliáv- aSi, aSeins sól og sjór og klettar. Rikkí var í Paradís. ÞaS var nostr- aS viS hann og liann fékk bestu aS- hlynning. Hér var enginn sem hét „mamma“, en þegar maSur er önn- um kafinn viS aS róta i sandi allan daginn, gefur maSur sér ekki tíma til aS sakna neins. Og þegar mann langaSi i mat eSa vildi sofa, kom þessi sem kölluS var „Jemina“, meS hlýjar og mjúkar hendur og bjargaSi snáSanum undan tvíburunum. Jemina var lika í Paradís. Henni ihafSi aldrei á ævi sinni liSiS eins vel. Hún var miSdepiIlinn i fjölskyldunni — þaS var hennar fjölskylda — um aldur og ævi, fannst henni livislaS aS sér. Hún hafSi gert mikiS þennan mán- uS. Hún ihafSi unniS tiltrú Jane aS fullu — systurnar elskuSu hana báS- ar. Hún liafSi líka — meS aSstoS — meS aSstoS slökkviliSsins, strand- varSarins og manns í vélbát — bjarg- aS tviburunum frá bráSum bana, þrívegis. Og Richard kom á hverjum laugar- degi — hann hét alltaf Richard núna, en aldrei Green. Hún hafSi orSiS ást- fangin af Ricliard þennan dásamlega mánuS. Hún vissi aS hann mundi koma til hennar einhvern tíma, og spyrja hana um margt. Og þá ætlaSi hún aS segja honum frá Terence. ÞaS eina sem henni fannst skrítiS viS Richard var framkoma hans viS litla barniS. ÞaS var líkast eins og hann teldi barniS heyra henni til, en ekki sér. ÞaS lá viS aS röddin væri angur- vær daginn sem hann sagSi: — Þér þykir vænt um drenginn, Jemina, er þaS ekki? —• Já, þaS þykir mér, hafSi hún sagt. Hún hefSi getaS bætt viS: — Ég elska öll smábörn, en sérstaklega þetta, því aS þú átt þaS. En hún sagSi þaS ekki upphátt. Jane var i Paradís. Hún hafSi ekki aSeins útvegaS heimilinu barn, en enginn hafði uppgötvað neitt! Fyrst hafSi hún haldiS að frú Day mundi neita aS hafa barniS meS sér. Og næst hafSi hún þótst viss um aS pabbi- mundi spyrja hvar hún hefSi fengiS barniS, og sagt henni aS skila þvi aftur. En Jane skildi fljótt aS pabbi hél-t aS Jemina ætti barniS og aS Jemina hélt að pabbi ætti þaS. Þetta hafSi gengiS nærri þvi óskilj- anlega vel. Þess vegna var best aS steinþegja yfir þessu — og hún sagSi Francis aS þegja lika. Þetta var dásamlegt líf. Sæla aS vera nieS Jeminu, og ef hún færi einhvern tíma frá þeim, ætlaSi Jane aS strjúka á eftir henni. Þess vegna var nauSsynlegt aS stæla rit- hönd pabba — „falsa bréf“ var þaS víst kallaS, en þaS gerSi ekkert til þegar þaS var gert i góðum tilgangi. Og þetta var gótt málefni, sem hún var aS hugsa um. Ef pabbi skrifaSi Jeminu ekki sjálfur, ætlaSi liún aS skrifa bréf fyrir hann og spyrja Jeminu hvort hún vildi giftast sér. Þetta var þaS besta sem henni hafSi dottiS í hug, — enn betra en aS stela Rikkí. Því aS hún var hrædd um, aS sá dagur kæmi aS þau yrSu aS skila Rikkí aftur, og þakka fyrir lániS. En Jemina mundi verSa hjá þeim alltaf, ef hún giftist pabba. Francis var líka í Paradís. Hún var sannfærS um aS pabba þætti vænt um Jeminu — hún sá þaS i augunum á honum þegar hann horfSi á hana. Hlutur Richards í þessu paradísar- fyrirtæki var blandaSur ýmiss konar spurningum, sem kvöldu hann dag og nótt. Hver var Day, og hvar var hann? Hvenær og hvernig kom Day viS þessa sögu? Richard fann aS hann varS að koma meS persónulegar spurningar, hvaS svo sem Margaret frænka sagSi. Hann starSi út á fjöruna og sá aS Jane var aS skrifa. Hann athugaSi hana betur. Þegar Jane 'hafSi dottiS eitthvaS í hug, var hægt aS sjá þaS á henni langar leiðir. En nú kom vindliviða og blaSiS fauk úr höndunum á lienni í áttina til Richards. Hann tók það og varð hissa er hann sá sína eigin undir- skrift á blaðinu! En hitt lesmáliS var meS rithönd Jane sjálfrar. Kæra Jemina! Þú hefir verið svo góð við börnin, að mig lang- ar til að giftast þér. Þinn einlægur Richard. P. S. Ég elska þig. Hann leit upp og sá að Jane stóS fyrir framan hann. ÞaS var bæn i stóru augunum hennar. Hann stakk bréfinu í vasann og sagSi vingjarnlega: — Jane, min, þú hefir hugsun á öllu. Þetta var fallegt bréf. Jemina var aS enda viS aS leggja snáðann í vagninn þegar Jane kom hlaupandi. — Ég skal taka vagninn, Jemina. Eg skal aka honum þangað til Rikki sofnar. Eftir augnablik kom Richard og fór með Jeminu niður í fjöruna. Hann rétti henni bréfið og sá roðann koma í kinnarnar á henni meðan hún las þaS. — Undirskriftin er fölsuS, sagði Framhald á bls. 14. — Dirfistu að troða mig um tær . .. ? Atvinnu-áhætta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.