Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.05.1957, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN RUZICKA : Bréf frd Venezia Ung stúlka kom inn í skrifstofuna á Hotel Excelsior i Venezia, ljóshærS, linellin og fallega lirnuð, með feg- urstu sakleysisbláu augun í heimi og lítinn rósrauðan plástur á vísifingri. — Góða ungfrú, sagði hún við skrif- stofustúlkuna, skellinöðru með gler- augu, sem gat skrifað 200 orð á min- útu og talað 300, — gætuð ])ér gert svo vel að skrifa fyrir mig bréf á vélina yðar? Ég er slæm i liendi og get ekki skrifað sjálf. Stúlkan svaraði ]iví játandi og lét svo dæluna ganga með suðrænum hraða um slæmu höndina — mala mans — sem signoran hefði meitt sig á. — En þetta er leyndarmál, sagði ungfrúin án þess að roðna. — Ég get bundið handklæði um eyrun meðan þér lesið mér fyrir, ef þér viljið, tísti skellinaðran og sleikti út um. — Jæja, sagði sú ljóshærða, — við skulum setja bréfið saman. Skrifstofustúlkan þreif hraðritun- arpappírinn. Sú ljóshærða tók höndunum fyrir aftan bak eins og skrifstofustjóri og las fyrir: — Kæri vinur! — Upphrópunar- merki — þú verður sjálfsagt hissa — komma — á þvi að fá bréf frá mér frá Venezia — eftir að ég hefi ekki látið heyra frá mér svona lengi — punktur. — Það er mjög illa ástatt fyrir mér eins og stendur — tveir punktar — Eiturfluga hefir stungið mig i fingurinn — komma — rnjög alvarlegt tilfelli, segir læknirinn — komma — og ég kemst ekki héðan — punktur. — Því miður er ég orðin auralaus — punktur. — Þú sagðir að mér væri alltaf óhætt að hnippa í þig, ef ég kæmist i vandræði — punktur. — Þú varst alltaf svo góður við mig — komma — eða manstu ekki lengur litlu músina þína — spurnnigarmerki. — Æ — konnna — þú veist að ég get aldrei gleymt þér — mörg upp- hrópunarmerki. — Bregstu mér nú ekki — komma — og hjálpaðu mér um nokkur hundruð lírur — punktur. — Með eilífri ást og innilegum kveðj- um þín ógæfusama Eva — punktur — Hotel Excelsior, Venezia, Via ... — Símnefnið Excelsior er nóg, sagði skrifstofustúlkan og las bréfið uppbátt í þurrum kaupsýslutón. — Þetta er gott, sagði sú ljóshærða — og þér tviundirstrikið þetta með blóðeitrunina, og helst með rauðu bleki. Og um leið leit liún raunalega á rósrauða plásturinn á vísifingrinum. Skrifstofustúlkan strikaði undir orðin ,greip pappírsörk og spurði af gömlum vana: — Á ég ekki að taka afrit af því? — Jú, þakka yður fyrir, sagði sú ljóshærða. Hve mörg afrit getið þér tekið i einu á þessa ritvél? — Átta eða niu, sagði skellinaðran. — Það ætti að vera nóg, sagði stúlkan með sakleysisbláu barnsaug- un. En ég verð liklega að gera yður ónæði oftar og biðja yður um að skrifa fleiri. ★ Tískumgndir ★ -----------------—i DRAGT FRÁ HEIM í PARÍS. Jakkinn er hnepptur með fjórum hnöppum og ganga vasarnir út frá þriðja hnappi að ofan og skáhallt niður. Skyrtan sem notuð er við dragtina hefir klútlaga kraga og má draga horn hans gegnum hnappagat á jakkanum. DRAGTARKJÓLL FRÁ PATON. Hann er úr tweed efni, svörtu og hvítu. Pilsið er slétt, bolurinn erma- laus og hálsmálið flegið og bryddað með svörtu. Jakkinn er einhnepptur og bryddaður með svörtu. Ermarnar með nýtísku sniði, þær eru nokkru lengri en % ermar. Við njótum hvíldar heima eftir erfiðan skíðagöngudag. Við förum í hvíldarklæðnað sem við sjálfar búum til eins og okkur líkar best. Þó eru hér nokkur sýnishorn til leiðbeiningar: Til vinstri þröngar svart- og hvít- rúðóttar buxur (slacks) og hvítur kufl (vams) úr langhærðu ullarefni frá Valimon. Skoskköflótta pilsið (rautt og grænt) er lagt svörtum böndum og frunsum úr sjálfu efninu (frá Menherty). Peysan er fjólublá með fallegum kraga. Hún er frá Ítalíu. Einnig er þaðan þessi samfestingur úr dökkbláu bómullarefni, ofurlítið vatteraður, með sandgráu tófuskinni á ermum og hálsi. Rennilás að framan, klauf á skálmunum. Þetta er fyrir þær grönnu. Vitið þér...? að mikill hámarkshraði eimreiða svarar ekki kostnaði? Hugsum okkur hraðlest, sem vegur 300 smálestir (9—10 stórir vagnar), og dregin er af sterkri eimreið kring- um 100 kilómetra vegalengd. Ef há- markshraðinn er 160 kílómetrar á klukkustund, svarar það til þess að lestin komist 133 km. á 49.5 mín. En þó að hámarkshraðinn sé ekki nema 140 km. verður timinn, sem fer til að koinast sömu vegarlengd ekki nema 2,3 minútum lengri. — Hins vegar er kostnaðurinn af hraðari eimreiðinni svo miklu meiri en hinni, og slitið á járnbrautarteinunum meira líka, svo að það borgar alls ekki kostnaðinn að vinna þessar 2,3 mín. i tíma á hverjum 100 kilómetrum. að python-slöngur glcypa bráð sína í heilu lagi? Slangan drepur bráð sína með því að kæfa hana og á eftir þenur hún út ginið, svo að það verður ótrúlega stórt og gleypir dýrið í iieilu lagi. Hefir sést til tveggja pytlionslanga, sem höfðu byrjað að kingja antilópu, sín frá hvorum enda, og þegar þær mættust við miðjan skrokkinn gleypti stærri slangan allt dýrið og — hina slönguna líka! 1 jaðri kauptúns úti á landi bjuggu gömul hjón í lélegu hreysi. T. d. var liurðin þannig missigin, að ef hún skelltist að stöfuni fyrir vindhviðu, varð bóndinn að berja hana upp með öxi. Einu sinni var barið að dyrum og bóndi stakk hausnum út í gluggann til að sjá hver kominn væri. Þegar hann sá liver kominn var hrópaði hann svo undir tók: — Flýttu þér, kerlingarskratti, það er nýi prestur- inn. Komdu með öxina! Það er víst óþarfi að taka fram að presturinn flýtti sér á burt frá bænum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.