Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.10.1958, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Ralph Bunche starfar framvegis a5 friðarmálunum, og upp á síðkastið hefir hann haft mikil afskipti af friðsamlegri nýtingu kjarnorkunnaf. RALPH BUNCHE svertíngtnD/ sem fékk n(|tjóðnviðurbenn- ingu og Nóbelsverðlnunin Ég er blökkumaður, sonur bláfá- tæks rakara. Ég er fæddur í Detroit, Miobigan, þann 7. ágúst 1904, og man eftir gamla timburkofanum, sem ég ólst upp í, cins og ég befði veriS þar i gær. ViS bjuggum öil saman, foreldr- ar mínir, móSuramma mín og fjögur uppkomin börn hennar önnur. Fjöl- skyldan var eitt ættarfélag, sem Nana amma mín stjórnaSi; bún var fædd i þrældómi í Texas. Hún varS ekkja kornung, og vann ein fyrir börnum sinum og ól þau upp. ViS vorum allt- af fátæk og settum sjaldan upp sko aS sumarlagi. ViS urSum aS spara skóna þangaS lil aS viS færum að ganga í skólann þegar haustaSi. Samt átti ég fagra bernsku. ViS krakkarnir lærSum aS synda meS því að fleygja okkur út i vatn, sem viS gátum ekki botnaS í. En fátt varS um frístundir bjá okkur. Ég hefi þurft aS vinna, svo lengi sem ég man eftir mér. Þegar ég var sjö ára var ég orSinn sendi- sveinn í Detroit, en bækkaSi svo í tigninni og varS aSstoSarmaSur i brauSgerð, nakinn niSur aS mitti vegna bitans, sem var þar. Ég var ekki orSinn tólf ára þá. ÁriS eftir missti ég foreldra mína og amma fór meS okkur öll til Los Angeles, og bar fór ég í skóla. LifiS var alls ekki dans á rósum. Mér fór smámsaman aS skiljast bvað þaS er aS vera blökkumaSur, og man vel, enn atvik, sem gerðist þegar ég var fjórtán ára. Ég tók mér þaS nærri. Við vorum i skógarferS, starfsfólk blaSsins, sem ég vann hjá, og viS drengirnir sem vorum svartir fengum ekki að synda í sundpollinum meS bvítu mönnunum. — Vertu ekki aS setja þaS fyrir þig! sagSi Nana amma mín, en berstu fyrir réttinum, sem þú átt sem mann- eskja! Á báskólaárum mínum stóS ég jafn- fætis hinum stúdentunum. Af þeim urSu 70 af hverjum hundrað að sjá sjálfum sér borgið, og ég fékk kjall- araherbergi, sem ég borgaði með á- líveðnum skylduverkum, sem ég tók að mér fyrir háskólann. Ég keypti í félagi viS nokkra aðra stúdenta gamlan Fordbil fyrir 25 dollara, klúta, kústa og skjólur, og við fórum um sveitirnar og gerðum samninga um að taka að okkur hreingcrningu á versl- unum og ýmsum fleiri stöðum. Svo lógðum við upp í hreingerninguna klukkan sex og vorum komnir aftur áður en fyrsti fyrirlesturinn byrjaði, klukkan níu. Þessi stutta sjálfsævisaga Ralph Bunches bregður upp skýrri mynd af bernsku- og æskuárum hans. Hann lætur þó eklci getið margs, sem undir- nienn hafa gaman að telja fram, svo scm þess að hann var frábær íþróttn- maður, svo efnilegur þótti bann að vinir í Kaliforníuháskóla útveguðu honum fé til þess að komast í Kali- forníuháskólann og stunda nám þar. Það hefði mátt ætla að svona maður, sem var jafn áhugasamur um iþróttir og Bunclie var hefði ekki veriS frá- bær námsmaður. En Ralph Bunche lauk námi 1927 með hæstu einkunn og var tekinn inn í „snillingafélagið“ Phi Beta Kappa. Hann tók lærdóms- stig í listfræði og varð doktor í heim- speki við Harvard-háskóla og lagði síðan stund á mannkynsfræði í Lon- don og Cape Town. Fyrst og fremsl beindust athuganir hans að fólkinu i nýlendunum og doktorsritgerð hans fjallaði um stjórn Frakka á Togolandi og Dahomey. Árið 1936 fór hann í ferðalag til SuSur-Afríku til aS kynna sér lifskjör svertingja þar. MeSal þess sem Bunche segir frá úr þvi ferða- lagi er þetta: — Ég átti góðan vin i stúdentaliópi, sem var af Kikuystofninum í Kenya. Hann skrifaði fólki sínu og sagði þvi frá, að ég ætlaði að gera því heim- sókn. Aldrei hafði mig dreymt um aðrar eins móttökur og ég fékk. Ald- ursforseti kynstofnsins tók á móti mér þegar ég kom, og ég liélt ofurlít- inn ræðustúf, sem túlkaður var á mál fólksins. Ég sagði því af sjálfum mér og forfeðrum mínum, sem voru fluttir vestur yfir haf og gerðir að þrælum, og hvernig þeir hefðu síðan fengið frelsi. Þegar ég hafði lokið máli mínu gekk fram gamall maður. Hann hafði ekki annað fata en lendaklæði. Hann sagðist geta staðfest það, sem ég liafði sagt frá. Foreldrar hans hefðu sagt honum frá þvi þegar hann var barn — hvernig fólkinu var rænt og það var flutt í aðra heimsálfu. Ralph Bunche hjálpaði siðar Gunu- ari Myrdal við samningu hins ágæta rits um svertingjana i Ameríku, og bráðlega fékk hann prófessorsem- bætti. Vegna þess hve gagnkunnugur hann var orðinn nýlendumálum varS liann forstjóri Afríkudeildar nýlendu- skrifstofu ríkisins árið 1943. Og á stofnfundi Sameinuðu þjóðanna í San Franrisco var Ralph Bunche fyrsti svertinginn i hárri stöðu, sem mætti þar sem fulltrúi. Kynþáttamálin, og þá sérstaklega málefni svertingja, liafa jafnan verið mesta áhugamál Ralph Bunche. Fyrstu fjögur árin eftir að Sameinuðu þjóð- irnar fóru að starfa var liann að stað- aldri fulltrúi Bandaríkjanna á al- þjóSafundum viðsvegar um heim og enginn talaði betur fyrir friðsamlegri lausn vandamála en hann. Árið 1948 var hann sendur til Palestínu sem að- stoðarmaður Folke Bernadotte, sem þá vann að sættum milli Gyðinga og arabiskra þjóða um landamæri hins nýja ríkis ísrael. Þeir Bernadottc voru mjög ólíkir menn, en eigi að síð- ur urðu þeir miklir vinir og samhentir i öllu. Var allt að þokast i áttina um friðsamlegt samkomulag þegar Berna- dotte greifi var myrtur á götu í Jerúsalem af liálfbrjáluðum Gyðingi, skömmu eftir að liann hafði lagt fram tillögur sinar i Palestínumálinu. Ralph Bunclie tók við sáttastarfinu eftir lians dag og hélt því áfram uns sú málamiðlun komst á, sem ísrael býr að enn í dag. Það var vanþakklátt verk sem Bunche hafði tekið að sér, en hann gekk að þvi með aðdáunarveröri elju og gafst aldrei upp, þrátt fyrir mörg sár vonbrigði. Honum tókst að fá fulltrúa Araba til að setjast við samn- ingaborðið og ræða um möguleikana á friði. Og áður en lauk undirskrif- uðu þeir samninga um vopnahlé. Þess- ir samningar fóru fram í aSalstöðvum Sam. þjóðanna á eyjunni Rliodos. — Það er sagt að fulltrúar Jordans liafi neitað að taka í höndina á fulltrúum Gyðinga er þeir koniu á fyrsta samn- ingafundinn. — Hvað er handaband? Ekki ann- að en tilburðir! sagði Bunche við Gyð- ingafulltrúana, en svo las hann ó- þyrmilega yfir Jordansfulltrúanum: — Sameinuðu þjóðirnar gera ykkur ábyrga á því, ef þessir samningar mistakast. Og svo var tekist í hendur! E1 Ayja var eitt mesta þrætueplið á þessum fundum, því að báðir vildu ciga það, Gyðingar og Arabar. Bunche þóttist sjá fram á aS eina lausnin væri sú, að gera þennan bæ að lilutlausu svæði, en hann minntist ekkert á það. Hann stakk upp á að Sam. þjóðirnar tæki þennan stað að sér, því að hann vissi að báðir aðilar mundu verða eindregnir gegn þeirri málalausn. Þeir urðu æfir er þeir heyrðu þessa tillögu, alveg eins og Bunclie hafði búist við. — Jæja, sagði Bunche rólega, — þá sé ég ekki betur en við verSum að gera E1 Auja vopnlaust og hlutlaust svæði. Og þetta féllust andstæðingarnir á. En síðasta samningadaginn blossaði deilan upp aftur, og nú var hún um Unglingablaðið „Seventeen“ og styrktarstofnunin UNICEF gengust fyrir því að unglingar í USA saumuðu brúður handa fátækum börnum úti í heimi. Tóku 52 þúsund stúlkur þátt í samkeppninni, en á myndinn sést Bunche vera að sæma þrjár þeirra verðlaunum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.