Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN Fálkinn óskar öllnni lesendum sínum árs og íriðar og þakkar fyrir liðna árið. Gamla árið kvatt. Myndin er tekin við höfnina á gamlárskvöld. Myndavélin stóð opin í 10 mín- útur um miðnætti. „RAKARINN í SEVILLA" í Þjóðleikhúsið frumsýndi á annan jóladag óperuna „Rakarann i Sevilla" eftir Gioachino Rossini, einn þeKkt- asti tónsnillingur 19. aldarinnar (1792—1808). Rossini samdi fjölda óperur og nær allar í hinum hefð- hundna stíl 18. aldarinnar þar sem fjörið og gamansemin réðu ríkjum. Danski leikstjórinn Thyge Thyge- sen setti óperuna á svið, en hljóm- sveitarstjóri er Róbcrt A. Ottósson. Allir söngvararnir eru íslenskir, og er það i fyrsta sinn, sem Þjóðleikhúsið stofnar hér til óperusýningar ein- göngu með íslenskum listamönnum. Guðmundur Guðjónsson fer með hlutverk"- Almaviva greifa, sem hefir orðin ástfanginn af hinni auðugu og fögru Rósínu, sem segja má að dvclj- ist í stofufangclsi fjárhaldsmanns síns, Bartólós læknis. Þetta er fyrsta vciga- mikla óperuhlutverkið, sem Guðmund- ur fer nieð. Rödd hans er ekki mikil, en hún er hljómfögur og ekki verður annað sagt en að hann leysi það vel af hendi. Þuríður Pálsdóttir syngur hlut- verk Rósínu, sem kann hlutskipti sínu síður en svo vcl. Hún þráir ástir frek- ar en auð og verður þegar i stað hcilluð af Almaviva greifa, sem þó læst vera annar en hann er. Þuríður er þegar reynd óperusöngkona. Hún skipar þetta hlutverk af hinni mestu prýði. Hefir fegurð og tign Rósínu til að bera og söngur hennar er með ágætum. Guðmundur Jónsson birtist þarna. i gervi rakarans Figaró, æringjans og hrekkjalómsins, sem tekur sér fyr- ir hendur að leika á Bartoló lækni þannig að elskendurnir fái að njótast. Það er öruggt, að það er ekki á færi annars íslcndings að gera rakaranum betri skil en Guðmundur gerði bæði hvað söng og leik snerti. Þessi gáska- fulli klækjarefur vann sér hylli allra. Bartoló var i öruggum hönduni Kristins HaRssonar. Lýsti Kristinn á mjög skemmtilegan hátt þessum gamla fjárhaldsmanni Rósítu, sem ætlaði sér sjálfur að kvænast henni, ekki þó svo mjög vegna fegurðar hennar og yndisþokka, þótt það hafi að sjálf- sögðuekki spillt fyrir, heldur anðs ins vegna. Hann reyndi þvi að verja hús sitt óvelkomnum gestum og grunaði Figaro sannast að segja um græsku. Gerfi Kristins var sérstak- lega gott og vakti leikur hans óskipt- an fögnuð. Jón Sigurbjörnsson fór með hlut- verk Don Basilíó, söngkennara Rósinu og hjúskaparmiðlara. Hann er hræsn- ari, en Bartoló byggir þó traust sitt á honum til þess að koma áformum sínum í framkvæmd, en Don Basilío fylgdi ætið þeim, sem best bauð. Öll er persónan í höndum Jóns hin skringilegasta og sér á að Jón er jafn- vígur á söng og leik. Sigurveig Hjaltested fer með hlut- verk Bertu, þjónustustúlku Bartólós, sem er mjög andvíg giftingarþönkum hú&bónda síns, en hefði kanske ekk- ert á móti-þvi að hann liti i aðra átt, enda væri það meiía jafnræði. Hlut- verkið er ekki stórt, og Sigurveig skilar þvi ágætlega. Ævar Kvaran fer einnig með, litið lilutverk, Fiorcllo^ þjón Almaviva greifa. Fer þar saman góður leikur og söngur eins og við mátti búast. Hjálmar Kjartansson leikur vara- liðsforingjann, litið hlutverk, en einn- ig kom fram lögmaður, liljóðfæra- leikarar og varðliðar. Sinfóníuhljómsveit íslands aðstoð- ar við sýninguna og einnig Þjóðleik- húskórinn. Leiktjökl málaði Lárus Ingólfsson. Óperusýningunni var mjög fagnað og söngvararnir, tónlistarstjóri og leikstjóri klappaðir fram hvað eftir annað og hylltir. T. h.: Bartoló (Kristinn Hallsson) og Don Basilíó (Jón Sigurbjörnsson). T. v.: Rósína (Þuríður Pálsdóttir) og Figaró (Guðmundur Jónsson).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.