Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 6
FÁLKINN HVER ER HUN Ttlarilyn Ttlonroe? Þegar afráðið var að Marilyn Mon- roe kæmi til London til að leika í „Prinsinum sofandi" eftir TerrÓnce Rattigan, lét sir Lawrence Olivier hana vita, að hún yrði að koma að minnsta kosti viku áður en hún ætti að byrja að vinna. Hann vissi að hún þurfti dálítinn tima til að átta sig á hlutunum, og.auk þess var hún svo óstundvís, að vissara var að hafa eiiihvern tíma upp á að hlaupa. Hin sí-óstundvísa Marilyn liefir gert marga gráhærða, og dutlungar hennar hafa kostað kvikmyndafélög- in miklar fjárupphæðir siðustu árin. Einu sinni varð t. d. að senda 36 far- þega flugvél með hana aleina í af- skekktan bæ, af þvi að borgarstjórinn ætlaði að afhenda henni blómvönd! Það er staðhæft að hægt væri að byggja stórt barnaheimili fyrir pen- ingana, sem „lasleikar" hennar, eða réttara sagt skrópar hafa kostað hús- bændur hennar. En sjálf segir hún að peningarnir skipti ekki neinu máli, þeir eiga aðeins að vera tæki til þess að hún fái loksins „að leika í listrænni mynd". Og það var þetta, sem sir Lawrence kom í framkvæmd. Það var ekki fyrr frétt að Marilyn ætti að koma til London en fólk fór að rifast um að fá að hýsa hana. Hundruð og þúsund venjulegra ferða- manna leituðu árangurslaust að gisti- / mörg ár hefir ekki veriö meira tálað um nokkra kvikmyndadís en Marilyn, og lengst af fremur óvirðulega. En nú hefir hún sleg- ið sér upp, gifst skáldi og Lawrence Olivier hefir viðurkennt hana sem ágæta og fjölhæfa leikkonu. — En Marilyn hefir upplifað margt á stuttri ævi. húsi, sem gæti hýst þá, og jafnvel frægar persónur, svo sem Oona Chaplin og Ingrid Bergman urðu að biða vikum saman til að fá húsaskjól, sem þeim likaði, en tilboðunum um húsnæði og heilar ibúðir handa drottningunni frá Hollywood rigndi eins og skæðadrífu. Fyrsta tilboðið kom frá Vivian Leigh, sem bauðst til að ljá henni hús- ið sitt i listamannahverfinu i Cbelsea. Hún gerði þetta ekki aðeins til þess að sýna að hún hlakkaði til að sjá hinn nýja mótleikara mannsins síns, sir Lawrence, heldur lika til að sýna fréttasnölunum að fþað hefði verið hún, sem hefði fengið manninn sinn til að velja Marilyn i þetta hlutverk. En Marilyn afþakkaði boðið. Úr því að hún ætti að dvelja i Englandi á annað borð vildi hún búa á rólegu að- alssetri fyrir utan borgina, eins og enski aðallinn. Næsta tilboðið kom frá hættulegasta keppinaut Marilyn i Englandi, Diönu Dors, sem bauð henni undurfallegt hús sem hún átti i Maidenhead við Thames. En það mmsa Dægurlagasmiðurinn Ray Anthony (t. „Marilyn" og- bauð henni heim til að h.) leikur lag, sem hann kallaði hlusia á það. Hún ber trommuna. var heldur ekki nógu gott handa hinni kröfuhörðu Marilyn, og sir Lawrence, sem hafði sjálfur tekið að sér húsnæð- ismál hennar, fór að klóra sér í hnakkanum. En einn daginn fékk hann heimsókn formannsins i enska listamannaráðinu, sir Kenneth Clark, sem sagðist vita af rétta staðnum. Það var hús í Victoríustíl í Berkshire, rétt við veðreiðavöllinn i Ascot. Colins sonur hans hafði oft búið þar i sum- arleyfunum, og i Ascot-vikunni i júni bjuggu ríkustu menn veraldar þar, svo að ekki var óliklegt, að Marilyn gæti sætt sig við það. Húsið ,sem er þrjár liæðir er eign 45 ára gamals málaflutningsmanns í London, Patrick Digby Cotes-Preedy og konu hans, leiktjaldamálarans Eileen Idare, sem er ungleg þótt hún sé orðin 66 ára. Þau eru bæði miklir Marilynaðdáendur og töldu sér heið- ur að því að leigja henni húsið fyrir 50 pund á viku. Fyrir þetta verð átti hún að fá fimm svefnherbergi með út- sýni yfir fallegustu grasflöt i heimi, fjögur baðherbergi og 100% enskan mat. Þegar það spurðist að Marilyn hefði afráðið að taka þessu boði, settust út- lendir blaðamcnn og ljósmyndarar þegar um það. Slyngustu fréttamenn í London gortuðu af því að þeir hefðu sofið í rúmunum, sem hinn frægi gestur átti að sofa í, og sögðu að England þyrfti ekkert að skammast sín fyrir þau, jafnvel þótt Marilyn reyndist verða eins og „prinsessan á bauninni" í ævintýri H. C. Andersens. Fjöldi af öðru forvitnu fólki, milli fjögurra ára og áttræðs, gerði sér lika ferð til Ascot til að skoða þetta fræga hús og garð kvikmyndadísarinnar. Lögreglan hafði nóg að gera að reka fólk burt. Og á pósthúsinu i Ascot söfnuðust haugar af bréfum til Marilyn. AFKOMANDI FORSETANS. Lífsleið „kynóra-sprengjunnar" Marilyn Monroe hefir verið krókótt og þyrnum stráð, og lærðu mennirnir eru mjög ósammála um hvernig bernska bennar og uppeldi hafi i raun og veru verið. Si og æ skýtur upp nýju fólki i Hollywood, sem fullyrðir að það — og aðeins það — hafi stuðl- i\X að því að gera hana fræga. Og ekki þar með búið, hehiur eru sögurnar scm það segir mjög ósamhljóða. Og til að gera allt þetta enn flóknara keppast blaða- og auglýsingamenn við að búa til hrærandi skáldsögur, sem geta fengið harðsoðnasta fólk til að tárast. Hetjan í þessum sögum, Marilyn sjálf, veit varla hvað er satt og hvað er logið af þvi, sem sagt er um hana. En hún gerir ekkert til þess að finna það rétta i þessu mold- viðri, öllu fremur þvert á móti. Áður en hana fór að dreyma um að verða heimsfræg kvikmyndadís breytti hún afmælisdeginum sínum og lét meira að segja mömmu sína deyja, þótt hún lifi enn i besta yfirlæti — og allt þetta gerði hún til þess að vekja enn meiri forvitni á sér. Marilyn fæddist i borgarasjúkra- húsinu i Los Angeles 1. júni 1926. Yf- ir rúminu liennar stóð lítill bleðill með nafninu: Norma Jean Baker. Fað- ir hennar hét eiginlega Edward Mortenson og var 29 ára gamall bak- ari. En hann hljóp frá konunni áður en barnið fæddist, og i stað nafns hans var stöðuheiti hans, Baker, klínt á telpuna. Skömmu síðar mun hann hafa orðið undir vörubifreið i New York og beðið bana, en þó er þaS ekki víst. Einmitt vegna þess að þetta er allt svo óglöggt hefir fjölda af fólki skot- ið upp, sem þykist vera i ætt við Marilyn. Ein þeirra er fertug verka- mannskona í Danmörku, sem heitir MariLyn á blaðamannafundi í Fix Studios, áður en „Bus Stop" var sýnd. Marlene Nielsen. Hún skrifaði: Faðir minn var bakarinn Martin Mortenson frá Haugasundi. Hann fluttist til Ame- ríku 1924 og varð undir vörubíl í New York. Ég er viss um að Marilyn er systir mín. Hins vegar hefir aldrei leikið neinn vafi á hver móðir Marilyn var. Hún var rauðhærð stúlka frá Mexico og kallaði sig Cdadys Pearl Monroe Baker, og hélt.því fram að hún væri komin af bandaríkjaforsetanum James Monroe. Hún var ekki nema sextán ára þegar hún giftist í fyrsta skiptið og eignaðist hún tvö börn þá. Hún vann að filmuklippingu hjá Columbia Film, og eitt kvöldið ]iegar hún kom frá vinnu vnr maðurinn horfinn og hafði haft börnin með sér. Þannig er sagan, að minnsta kosti. I örvænt- ingu sinni lagSist hún i flakk og fékk aS silja á vörubílum stað úr staS, uns hún komst til l'jölskyldu sinnar í Kentucky. Maðurinn hennar hafði gifst aftur, og þegar hún sá hve vel i'ór um börnin, dró hún sig í hlé og hvarf. Segir sagan. Og siSan giftist hún svo hinum dularfulla bakara Mortenson. Þrátt fyrir mikla leit hefir ckki verið hægt að finna nokkurn, sem hefir þekkt þennan mann, enda ier ekki mikið fyrir einum bakara 1 Los Angeles. Móðir Marilynar fór svo illa þeg-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.